Erlent

Fjórir taldir af eftir flugslys

Þotan logaði þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.
Þotan logaði þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Mynd/Ap
Lítil þota brotlenti í námunda við flugvöll í Þýskalandi í gær. Talið er að fjórir farþegar hafi látist í slysinu. Flugvélin hrapaði á urðunarstað nálægt bænum Trier sem er í vesturhluta Þýskalands.

Flugvélin logaði þegar slökkvilið kom að henni. Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að líklega hafi verið um að ræða einkaþotu af gerðinni Cessna Citation. Um borð hafi verið tveir flugmenn og tveir farþegar frá Englandi. Ekki er vitað hvað olli slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×