Um hvað er kosið í Egyptalandi? Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2014 11:00 Maður greiðir atkvæði í Kaíró í morgun. Nordicphotos/AFP Meira en 52 milljónir íbúa Egyptalands hafa kosningarétt í landinu og geta í dag og á morgun greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem bráðabirgðastjórn landsins hefur látið semja. Allar líkur eru til þess að stjórnarskráin verði samþykkt, og styrkist þá til muna staða bráðabirgðastjórnarinnar, sem her landsins kom til valda síðastliðið sumar eftir að hafa steypt af stóli lýðræðislega kjörnum forseta, Mohammed Morsi. Morsi situr enn í fangelsi og á yfir höfði sér fangelsisdóma. Hér að neðan er gerð grein fyrir nokkrum helstu breytingunum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskrá landsins og bornar eru undir atkvæði landsmanna.Borgaraleg stjórnÍ nýju stjórnarskránni er talað um að stjórn landsins verði „borgaraleg“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum strangtrúarmönnum, enda vilja þeir skilja orðið sem svo að það sé samheiti fyrir „veraldlega stjórn“, þar sem trúin gegnir engu hlutverki.HervaldHerinn skipar varnarmálaráðherra ríkisstjórnarinnar næstu tvö kjörtímabil. Þá verða fjárreiður hersins áfram á hans vegum, án neins eftirlits af hálfu stjórnvalda. Og áfram verður hægt að draga almenna borgara fyrir herdómstól, en eingöngu fyrir beinar árásir á hermenn eða hernaðarmannvirki.Íslömsk lögÍ stjórnarskránni er engu að síður tekið fram að meginreglur íslamskra laga verði áfram grundvöllur allrar löggjafar í landinu. Sambærilegt ákvæði hefur verið í fyrri stjórnarskrám landsins, en í stjórnarskrá Morsis, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili, var þetta ákvæði mun ítarlegra. Þá verður það í höndum hæstaréttar, en ekki æðstu klerka landsins, að skera úr um hvort landslög standist meginreglur íslamskra laga.StjórnmálaflokkarBannað verður að stofna stjórnmálaflokka, sem starfa á grundvelli trúarbragða. Þetta ákvæði kemur sér illa fyrir samtök á borð við Bræðralag múslima, sem starfrækt hefur Frelsis- og réttlætisflokkinn, flokk Mohammeds Morsis fyrrverandi forseta.TrúfrelsiTrúfrelsi verður „algert“ í Egyptalandi samkvæmt nýju stjórnarskránni, en í stjórnarskránni frá síðasta kjörtímabili var talað um að trúfrelsi „njóti verndar“, auk þess sem trúfrelsið náði eingöngu til íslams, kristni og gyðingdóms.KvenréttindiÍ nýju stjórnarskránni er ríkinu gert skylt að vernda konur gegn hvers kyns ofbeldi. Einnig ber ríkinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að fulltrúar kvenna verði nægilega margir í helstu valdastofnunum landsins, þar á meðal á löggjafarþingi og hjá dómstólum. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Meira en 52 milljónir íbúa Egyptalands hafa kosningarétt í landinu og geta í dag og á morgun greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem bráðabirgðastjórn landsins hefur látið semja. Allar líkur eru til þess að stjórnarskráin verði samþykkt, og styrkist þá til muna staða bráðabirgðastjórnarinnar, sem her landsins kom til valda síðastliðið sumar eftir að hafa steypt af stóli lýðræðislega kjörnum forseta, Mohammed Morsi. Morsi situr enn í fangelsi og á yfir höfði sér fangelsisdóma. Hér að neðan er gerð grein fyrir nokkrum helstu breytingunum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskrá landsins og bornar eru undir atkvæði landsmanna.Borgaraleg stjórnÍ nýju stjórnarskránni er talað um að stjórn landsins verði „borgaraleg“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum strangtrúarmönnum, enda vilja þeir skilja orðið sem svo að það sé samheiti fyrir „veraldlega stjórn“, þar sem trúin gegnir engu hlutverki.HervaldHerinn skipar varnarmálaráðherra ríkisstjórnarinnar næstu tvö kjörtímabil. Þá verða fjárreiður hersins áfram á hans vegum, án neins eftirlits af hálfu stjórnvalda. Og áfram verður hægt að draga almenna borgara fyrir herdómstól, en eingöngu fyrir beinar árásir á hermenn eða hernaðarmannvirki.Íslömsk lögÍ stjórnarskránni er engu að síður tekið fram að meginreglur íslamskra laga verði áfram grundvöllur allrar löggjafar í landinu. Sambærilegt ákvæði hefur verið í fyrri stjórnarskrám landsins, en í stjórnarskrá Morsis, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili, var þetta ákvæði mun ítarlegra. Þá verður það í höndum hæstaréttar, en ekki æðstu klerka landsins, að skera úr um hvort landslög standist meginreglur íslamskra laga.StjórnmálaflokkarBannað verður að stofna stjórnmálaflokka, sem starfa á grundvelli trúarbragða. Þetta ákvæði kemur sér illa fyrir samtök á borð við Bræðralag múslima, sem starfrækt hefur Frelsis- og réttlætisflokkinn, flokk Mohammeds Morsis fyrrverandi forseta.TrúfrelsiTrúfrelsi verður „algert“ í Egyptalandi samkvæmt nýju stjórnarskránni, en í stjórnarskránni frá síðasta kjörtímabili var talað um að trúfrelsi „njóti verndar“, auk þess sem trúfrelsið náði eingöngu til íslams, kristni og gyðingdóms.KvenréttindiÍ nýju stjórnarskránni er ríkinu gert skylt að vernda konur gegn hvers kyns ofbeldi. Einnig ber ríkinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að fulltrúar kvenna verði nægilega margir í helstu valdastofnunum landsins, þar á meðal á löggjafarþingi og hjá dómstólum.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent