Erlent

Nígeríuforseti bannar hjónabönd samkynhneigðra

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Jonathan Goodluck, forseti Nígeríu, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust.
Jonathan Goodluck, forseti Nígeríu, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust. Nordicphotos/AFP
Jonathan Goodluck, forseti Nígeríu, hefur undirritað lög um bann við hjónaböndum samkynhneigðra ásamt banni við samtökum, samkomum og fundarhöldum samkynhneigðra í landinu, að viðlagðri refsingu upp á allt að 14 ára fangelsi.

Með nýju lögunum er bannað að reka skemmtistað eða samkomuhús fyrir samkynhneigða. Þá verður samkynhneigðum bannað að sýna ástaratlot opinberlega, að viðlögðu tíu ára fangelsi.

AP fréttastofan hefur komist yfir eintak af nýju lögunum, sem Goodluck staðfesti þann 7. janúar síðastliðinn.

Fyrir er í landinu gildandi bann við kynmökum samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×