Erlent

Við að sjóða uppúr í Bangkok

Jakob Bjarnar skrifar
Ástandið í Bangkok er eldfimt.
Ástandið í Bangkok er eldfimt.
Mikil mótmæli eru nú í Bangkok, höfðuðborg Tælands og hafa mótmælendur komið upp vegatálmum og götuvígjum.

Mótmælin beinast gegn ríkisstjórn landsins sem hefur komið upp 18 þúsund manna öryggisgæslu til að halda mannskapnum í skefjum.

Mótmælin hófust í nóvember og beinast einkum og sér í lagi gegn forsætisráðherra landsins, Yingluck Shinawatra, sem skipuð var án kosninga en því er haldið fram að hún sé leppur fyrir bróður sinn, fyrrum forsætisráðherra Thaksin Shinawatra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×