Erlent

Samkynhneigður þingmaður giftir sig útaf bréfi til jólasveinsins

Sean Patrick Maloney varð við ósk dóttur sinnar.
Sean Patrick Maloney varð við ósk dóttur sinnar.
Sean Patrick Maloney, fulltrúardeildarþingmaður Demókrata frá New York, ætlar sér að giftast ástmanni sínum, Randy Forke, eftir að Essie, ellefu ára gömul dóttir þeirra, skrifaði bréf til jólasveinsins.

Í bréfinu óskaði hún þess að foreldrar hennar myndu gifta sig. Daginn eftir ákváðu þeir Sean og Randy að verða við óskinni. 

Þeir hafa verið saman í 21 ár.

Sean Patrick Maloney verður annar samkynhneigði bandaríski stjórnmálamaðurinn til að gifta sig. Barney Frank, frá Massachusetts gekk í það heilaga árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×