Erlent

Þrýsta á Assad til að leyfa mannúðaraðstoð

Guðsteinn Bjarnason skrifar
John Kerry og Sergei Lavrov ræða Sýrland í morgun.
John Kerry og Sergei Lavrov ræða Sýrland í morgun. vísir/AP
Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, þeir John Kerry og Sergei Lavrov, segja að Bashar al Assad Sýrlandsforseti íhugi nú að gera hjálparstofnunum kleift að koma fólki til aðstoðar á átakasvæðum.

Einnig sé verið að skoða hvort Sýrlandsstjórn og uppreisnarmenn geti skipst á föngum.

Valerie Amos, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, skoraði um helgina á ríki heims til að grípa til aðgerða sem fyrst, svo koma megi nauðstöddum íbúum Sýrlands, einkum þeim sem eru innikróaðir á átakasvæðum, til aðstoðar.

Meira en níu milljónir manna í Sýrlandi þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda sem allra fyrst: „Margar fjölskyldur búa í yfirgefnum byggingum, skólum eða bráðabirgðaskýlum, án þess að hafa nóg af mat, hreinu vatni eða lyfjum. Við verðum að hjálpa þeim að komast í gegnum þennan kalda vetur,” segir Amos.

Þeir Kerry og Lavrov hafa sitja nú á fundum í París, annan daginn í röð, og reyna að þrýsta á sýrlenska stjórnarandstæðinga í von um að fá þá til að taka þátt í friðarviðræðum við Sýrlandsstjórn.

Þær viðræður eiga að hefjast í næstu viku.

Rússum tókst á síðasta ári að fá Assad Sýrlandsforseta til að fallast á að öllum efnavopnum stjórnarhersins verði eytt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×