Fleiri fréttir Fjögur lík fundust til viðbótar Lík fjögurra manna fundust í gærkvöldi í kolanámu í Vestur-Virginíu. Þeirra hafði verið saknað frá því í byrjun vikunnar en eiturgufur torvelduðu björgunarstörfin. Lík 25 manna höfðu áður fundist. 10.4.2010 23:00 Blóðug átök í Bangkok Að minnsta kosti ellefu féllu og yfir 500 særðust í hörðum átökum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu. Fyrr í vikunni lýsti forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva yfir neyðarástandi í höfuðborginni. Átökin í dag voru þau blóðugustu til þessa. 10.4.2010 21:00 Fyrirskipar viku þjóðarsorg í Póllandi Forseti pólska þingsins hefur tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eins og stjórnarskrá Póllands gerir ráð fyrir. Hann hefur fyrirskipað viku þjóðarsorg í landinu vegna flugslyssins skammt frá Smolensk í vesturhluta Rússlands, þar sem Lech Kaczynski forseti landsins og margir æðstu embættismenn landsins fórust. 10.4.2010 17:23 Fjöldi háttsettra embættismanna voru í flugvél forsetans Nú er talið að 96 manns hafi farist þegar flugvél Lech Kaczynski forseta Póllands fórst í vesturhluta Rússlands í morgun. En áður hafði verið talið að allt að 132 hefðu verið um borð í flugvélinni. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins ásamt seðlabankastjóra landsins. 10.4.2010 14:57 Um þriðjungur Dana vill drottninguna burt Um þriðjungur Dana vill að Margrét Þórhildur Danadrottning afsali sér krúnunni og Friðrik sonur hennar taki við Þetta sýnir ný könnun sem Capacent gerði á meðal 2000 svarenda fyrir Rizau fréttastofuna. Um 17% eru í vafa um hvort drottningin eigi að sitja áfram í sæti sínu eða ekki. 10.4.2010 10:45 Fjöldaútför í Kirgistan Þúsundir manna mættu í jarðarför margra þeirra sem féllu í mótmælum í Bishkek höfuðborg Kirgistan á miðvikudag. 76 manns féllu í átökum við lögreglu og um 1400 manns særðust. Fjöldaútförin fór fram í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem kistur hinna látnu voru bornar til grafar sveipaðar fána Kirgistans. Margir syrgjendur báru myndir af hinum látnu. Flestir hinna látnu féllu þegar lögregla skaut á mannfjölda sem réðst inn í opinberar byggingar í miðborginni. 10.4.2010 10:04 Líkklæði Krists til sýnis í Torínó Líkklæðið frá Turin sem margir telja að sé líkklæði Krists, verður til sýnis í borginni Torínó á Ítalíu frá og með deginum í dag. Raðir mynduðust við sýningarstaðinn strax í morgun en klæðið hefur ekki verið til sýnis frá því árið 2000. 10.4.2010 09:57 Forseti Póllands fórst í flugslysi Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð. 10.4.2010 09:06 Útgönguleið fyrir unga afbrotamenn Undanfarin ár hafa blóðug átök milli glæpagengja í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku hvort tveggja vakið ótta almennings og magnað spennu víða í hverfum innflytjenda. 10.4.2010 06:00 Vonir björgunarmanna dvína „Þetta var löng og erfið nótt,“ sagði Joe Manchin, ríkisstjóri Vestur-Virginíu, sem hefur fylgst með björgunaraðgerðum við kolanámuna í Montcoal, þar sem fjórir kolanámumenn hafa verið innilokaðir síðan á mánudag. 10.4.2010 06:00 Tóku sjónvarpshúsið á sitt vald Stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðhera Taílands, halda ótrauðir áfram mótmælum gegn núverandi stjórn. Í gær lögðu þeir undir sig fjarskiptafyrirtæki, sem lagðar höfðu verið niður útsendingar sjónvarpsstöðvar sem notið hefur vinsælda stjórnarandstæðinga. 10.4.2010 05:00 Hvetur Rússa til að birta skjöl Pólska þingið hvetur Rússa til þess að gera öll skjöl opinber er varða fjöldamorðin í Katýnskógi árið 1940, þegar rússneskir leyniþjónustumenn myrtu 22 þúsund pólska hermenn. 10.4.2010 04:00 Bakajev flúinn til Afganistans Þúsundir manna söfnuðust saman á aðaltorgi Biskeks, höfuðborgar Kirgisistan, til að minnast þeirra sem féllu í átökum í vikunni þegar stjórn Kurmanbeks Bakijev forseta var steypt af stóli. 10.4.2010 03:30 Byltingarmenn þakka Rússum Hin nýja byltingarstjórn í Kyrgistan hefur þakkað Rússum fyrir hjálpina við að steypa Kyrmanbek Bakiev forseta af stóli. 9.4.2010 15:45 Norskir nazistar vildu nýlendur í Rússlandi Leppstjórn nazista í Noregi í síðari heimsstyrjöldinni hafði í hyggju að biðja Adolf Hitler um að gefa Norðmönnum nýlendur í Rússlandi eftir að búið væri að sigra það. 9.4.2010 14:18 Twittaðu þetta: Þú ert rekinn Breski Verkamannaflokkurinn hefur rekið einn af frambjóðendum sínum í þingkosningunum í maí. 9.4.2010 13:40 Skilaði barninu með bréfmiða Utanríkisráðherra Rússlands hefur hvatt til þess að hætt verði að leyfa ættleiðingar barna til Bandaríkjanna. 9.4.2010 13:27 Dönsk fermingarbörn sólþyrst Danska Krabbameinsfélagið hefur miklar áhyggjur af sókn væntanlegra fermingarbarna í sólbekki fyrir stóra daginn. 9.4.2010 11:21 Hamas ætla að hefja aftökur Hamas samtökin á Gaza ströndinni ætla að fara að framfylgja dauðadómum og meðal annars taka af lífi Palestínumenn sem hafa verið dæmdir fyrir að njósna fyrir Ísrael. 9.4.2010 10:45 Fyrirvaralaus árás hvar sem er í heiminum Bandaríkin eru að þróa nýtt vopn sem mun gera þeim kleift að gera árás hvar sem er á jarðkringlunni einni klukkustund eftir að ákvörðun er tekin um slíka árás. 9.4.2010 09:58 Lausn fundin á húsasótt Japanskir vísindamenn segjast hafa fundið upp tæki sem vinnur á húsasótt. Húsasótt stafar af lélegri loftræstingu í byggingum og stofnunum sem verður þess valdandi að ýmis efni í teppum, hreinsiefnum og í raftækjum komast ekki út og valda fólki ýmsum kvillum á borð við hausverk og síþreytu. 9.4.2010 09:25 Þrír Japanar teknir af lífi í Kína Þrír japanskir eiturlyfjasmyglarar hafa verið teknir af lífi í Kína. Mennirnir voru dæmdir fyrir smygl á met-amfetamíni og segist dómsmálaráðherra Japans óttast að aftökurnar muni hafa slæm áhrif á samskipti ríkjanna. Á þriðjudag var annar Japani tekinn af lífi í landinu fyrir sömu sakir en hann var fyrsti japaninn til að hljóta dauðadóm í Kína frá því ríkin tóku upp samskipti á ný árið 1972. 9.4.2010 09:19 Óttast um 200 eftir aurskriðu í Ríó Óttast er um afdrif allt að 200 manns eftir að enn ein aurskriðan skall á fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu. Nú þegar hafa 153 látið lífið í aurskriðum í borginni en þar hefur rignt eins og hellt sé úr fötu síðustu daga. 9.4.2010 09:17 Bush vissi af sakleysi Guantanamo fanga George Bush þáverandi Bandaríkjaforseti vissi þegar árið 2002 að flestir fangar í Guantanamo fangabúðunum væru saklausir. 9.4.2010 09:07 Höfundur pönksins er allur Brautryðjandinn Malcolm McLaren, sem kom pönkinu á koppinn, er látinn 64 ára að aldri. McLaren lést í Sviss en þar hafði hann verið í meðferð við krabbameini sem að lokum dró hann til dauða. 9.4.2010 08:59 Tíu skip í færeysku lögsögunni Tíu íslensk kolmunnaskip eru nú komin til veiða í færeysku lögsögunni, eftir nokkurt hlé á veiðunum vestur af Skotlandi, sem gengu ekki vel. Bæði var veður vont og svo gekk kolmunninn inn í skosku lögsöguna, þar sem íslensku skipin hafa ekki veiðiheimildir. 9.4.2010 08:56 Framleiðandi Survivor grunaður um morð Lögregla í Mexíkó hneppti bandaríska sjónvarpsframleiðandann Bruce Beresford-Redman í varðhald en hann var grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. 9.4.2010 08:48 NATO þyrla hrapar í Afganistan Herþyrla frá NATO hrapaði í suðurhluta Afganistans í gær og létust fjórir hermenn bandalagsins. Talsmenn Talibana segjast hafa skotið þyrluna niður en NATO hefur aðeins staðfest að málið sé í rannsókn. Herlið NATO hefur verið í aðgerðum á svæðinu frá því í febrúar en ætlun þeirra er að hrekja Talibana á brott en þeir hafa mikil ítök í þessum slóðum. 9.4.2010 08:47 Forseti Kirgistan vill viðræður Kurmanbek Bakijev forseti Kirgistans sem hrakinn var frá völdum í vikunni hefur boðist til að ræða við það sem hann kallar bráðabirgðastjórn landsins. Hann segist enn vera forseti, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt og ætlar ekki að segja af sér. 9.4.2010 08:45 Netanyahu hættir við að mæta á kjarnorkuráðstefnu Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hætti á síðustu stundu við að mæta á ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem ræða átti kjarnorkumál. Ísraelar komust að því að Egyptar og Tyrkir ætluðu að ræða kjarnorkuvopnaeign Ísraela á fundinum og því ákvað ráðherrann að draga sig í hlé. 9.4.2010 08:43 Vill að ríkisstjórnin vakni Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hótar nú að svipta hægristjórn Íhaldsmanna og Venstre stuðningi sínum taki hún ekki að vinna af heilindum að þeim málum sem fyrir liggja. 9.4.2010 06:00 Leggja grunn að fækkun kjarnavopna Barack Obama Bandaríkjaforseti segir nýja afvopnunarsamninginn leggja grunn að enn frekari fækkun kjarnorkuvopna á næstu árum. Hann undirritaði samninginn í Tékklandi í gær ásamt Dimitri Medvedev Rússlandsforseta. Nærri ár er síðan samningaviðræðurnar hófust, og hefur á ýmsu gengið þennan tíma. 9.4.2010 06:00 Bakijev segist enn vera forseti Kurmanbek Bakijev neitar að viðurkenna bráðabirgðastjórn stjórnarandstöðunnar í Kirgisistan og segist enn vera forseti landsins, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt. 9.4.2010 06:00 Sagði morðin hefndaraðgerð Vladimír Pútín Rússlandsforseti sýndi Pólverjum sáttavilja á miðvikudagskvöld með því að vera viðstaddur þegar minnismerki var vígt í Katýnskógi um fjöldamorð, sem rússneskir leyniþjónustumenn frömdu þar árið 1940. 9.4.2010 06:00 Kennir flestum öðrum um Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að lágvaxtastefna bankans hafi ekki hvatt lánastofnanir til að veita áhættusöm lán. 9.4.2010 06:00 Tæknifíklar búa til myndavélar Tæknitröll hafa unnið að því að bæta úr því sem vantar í iPad-tölvuna sem kom á markað um síðustu helgi. 9.4.2010 04:00 Meira en þrjú hundruð látnir Yfir þrjú hundrað manns eru taldir hafa farist í vatnsflóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro og nágrenni síðustu daga. 9.4.2010 04:00 Er Whitney tævanskur strákur? -myndband Dómarar í söngvakeppni á Taiwan urðu sem þrumu lostnir þegar þarlendur strákur með moppuhaus hóf upp raust sína og söng I Will Always Love You. 8.4.2010 16:24 Aurskriða gróf 200 manns Að minnsta kosti 200 manns grófust undir aurskriðu í fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu í dag. Þeim er ekki hugað líf. 8.4.2010 14:58 Löðrungaði tíu mánaða barn Breskur faðir hefur verið dæmdur til þess að greiða tíu mánaða gömlum syni sínum tíuþúsund krónur í skaðabætur fyrir að gefa honum löðrung. 8.4.2010 14:20 Obama fær ekki draumabílinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna er valdamesti maður heims. Hann fær þó ekki að kaupa þann bíl sem hann langar mest í. 8.4.2010 11:14 Berrassaðir um borð í flugvélarnar? Bandaríska flugfélagið Spirit Airlines hefur tekið upp á því að taka gjald fyrir handfarangur sem er settur í geymslu fyrir ofan sæti. 8.4.2010 09:52 Farþegi yfirbugaður í flugvél á leið til Denver Bandarísk yfirvöld höfðu mikinn viðbúnað í gærkvöldi þegar óttast var að farþegi um borð í innanlandsflugvél á leið til Denver ætlaði að granda flugvélinni með sprengiefni földu í skósólum sínum. Tvær F-16 orrustuflugvélar fylgdu faraþegavélinni en um borð voru 157 farþegar. 8.4.2010 08:36 Íhaldsflokkurinn nær ekki meirihluta Breski Íhaldsflokkurinn sjö prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt skoðanakönnum sem dagblaðið Times birtir í dag. Samkvæmt henni fengi hvorugur flokkanna meirihluta. 8.4.2010 08:02 Braust úr fangelsi til að stela sígarettum Karlmaður hlaut í gær 20 ára fangelsisdóm fyrir að brjótast úr fangelsi í Gergoríu í Bandaríkjunum í fyrrahaust þar sem hann sat inni fyrir minniháttar brot. 8.4.2010 07:56 Sjá næstu 50 fréttir
Fjögur lík fundust til viðbótar Lík fjögurra manna fundust í gærkvöldi í kolanámu í Vestur-Virginíu. Þeirra hafði verið saknað frá því í byrjun vikunnar en eiturgufur torvelduðu björgunarstörfin. Lík 25 manna höfðu áður fundist. 10.4.2010 23:00
Blóðug átök í Bangkok Að minnsta kosti ellefu féllu og yfir 500 særðust í hörðum átökum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu. Fyrr í vikunni lýsti forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva yfir neyðarástandi í höfuðborginni. Átökin í dag voru þau blóðugustu til þessa. 10.4.2010 21:00
Fyrirskipar viku þjóðarsorg í Póllandi Forseti pólska þingsins hefur tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eins og stjórnarskrá Póllands gerir ráð fyrir. Hann hefur fyrirskipað viku þjóðarsorg í landinu vegna flugslyssins skammt frá Smolensk í vesturhluta Rússlands, þar sem Lech Kaczynski forseti landsins og margir æðstu embættismenn landsins fórust. 10.4.2010 17:23
Fjöldi háttsettra embættismanna voru í flugvél forsetans Nú er talið að 96 manns hafi farist þegar flugvél Lech Kaczynski forseta Póllands fórst í vesturhluta Rússlands í morgun. En áður hafði verið talið að allt að 132 hefðu verið um borð í flugvélinni. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins ásamt seðlabankastjóra landsins. 10.4.2010 14:57
Um þriðjungur Dana vill drottninguna burt Um þriðjungur Dana vill að Margrét Þórhildur Danadrottning afsali sér krúnunni og Friðrik sonur hennar taki við Þetta sýnir ný könnun sem Capacent gerði á meðal 2000 svarenda fyrir Rizau fréttastofuna. Um 17% eru í vafa um hvort drottningin eigi að sitja áfram í sæti sínu eða ekki. 10.4.2010 10:45
Fjöldaútför í Kirgistan Þúsundir manna mættu í jarðarför margra þeirra sem féllu í mótmælum í Bishkek höfuðborg Kirgistan á miðvikudag. 76 manns féllu í átökum við lögreglu og um 1400 manns særðust. Fjöldaútförin fór fram í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem kistur hinna látnu voru bornar til grafar sveipaðar fána Kirgistans. Margir syrgjendur báru myndir af hinum látnu. Flestir hinna látnu féllu þegar lögregla skaut á mannfjölda sem réðst inn í opinberar byggingar í miðborginni. 10.4.2010 10:04
Líkklæði Krists til sýnis í Torínó Líkklæðið frá Turin sem margir telja að sé líkklæði Krists, verður til sýnis í borginni Torínó á Ítalíu frá og með deginum í dag. Raðir mynduðust við sýningarstaðinn strax í morgun en klæðið hefur ekki verið til sýnis frá því árið 2000. 10.4.2010 09:57
Forseti Póllands fórst í flugslysi Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð. 10.4.2010 09:06
Útgönguleið fyrir unga afbrotamenn Undanfarin ár hafa blóðug átök milli glæpagengja í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku hvort tveggja vakið ótta almennings og magnað spennu víða í hverfum innflytjenda. 10.4.2010 06:00
Vonir björgunarmanna dvína „Þetta var löng og erfið nótt,“ sagði Joe Manchin, ríkisstjóri Vestur-Virginíu, sem hefur fylgst með björgunaraðgerðum við kolanámuna í Montcoal, þar sem fjórir kolanámumenn hafa verið innilokaðir síðan á mánudag. 10.4.2010 06:00
Tóku sjónvarpshúsið á sitt vald Stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðhera Taílands, halda ótrauðir áfram mótmælum gegn núverandi stjórn. Í gær lögðu þeir undir sig fjarskiptafyrirtæki, sem lagðar höfðu verið niður útsendingar sjónvarpsstöðvar sem notið hefur vinsælda stjórnarandstæðinga. 10.4.2010 05:00
Hvetur Rússa til að birta skjöl Pólska þingið hvetur Rússa til þess að gera öll skjöl opinber er varða fjöldamorðin í Katýnskógi árið 1940, þegar rússneskir leyniþjónustumenn myrtu 22 þúsund pólska hermenn. 10.4.2010 04:00
Bakajev flúinn til Afganistans Þúsundir manna söfnuðust saman á aðaltorgi Biskeks, höfuðborgar Kirgisistan, til að minnast þeirra sem féllu í átökum í vikunni þegar stjórn Kurmanbeks Bakijev forseta var steypt af stóli. 10.4.2010 03:30
Byltingarmenn þakka Rússum Hin nýja byltingarstjórn í Kyrgistan hefur þakkað Rússum fyrir hjálpina við að steypa Kyrmanbek Bakiev forseta af stóli. 9.4.2010 15:45
Norskir nazistar vildu nýlendur í Rússlandi Leppstjórn nazista í Noregi í síðari heimsstyrjöldinni hafði í hyggju að biðja Adolf Hitler um að gefa Norðmönnum nýlendur í Rússlandi eftir að búið væri að sigra það. 9.4.2010 14:18
Twittaðu þetta: Þú ert rekinn Breski Verkamannaflokkurinn hefur rekið einn af frambjóðendum sínum í þingkosningunum í maí. 9.4.2010 13:40
Skilaði barninu með bréfmiða Utanríkisráðherra Rússlands hefur hvatt til þess að hætt verði að leyfa ættleiðingar barna til Bandaríkjanna. 9.4.2010 13:27
Dönsk fermingarbörn sólþyrst Danska Krabbameinsfélagið hefur miklar áhyggjur af sókn væntanlegra fermingarbarna í sólbekki fyrir stóra daginn. 9.4.2010 11:21
Hamas ætla að hefja aftökur Hamas samtökin á Gaza ströndinni ætla að fara að framfylgja dauðadómum og meðal annars taka af lífi Palestínumenn sem hafa verið dæmdir fyrir að njósna fyrir Ísrael. 9.4.2010 10:45
Fyrirvaralaus árás hvar sem er í heiminum Bandaríkin eru að þróa nýtt vopn sem mun gera þeim kleift að gera árás hvar sem er á jarðkringlunni einni klukkustund eftir að ákvörðun er tekin um slíka árás. 9.4.2010 09:58
Lausn fundin á húsasótt Japanskir vísindamenn segjast hafa fundið upp tæki sem vinnur á húsasótt. Húsasótt stafar af lélegri loftræstingu í byggingum og stofnunum sem verður þess valdandi að ýmis efni í teppum, hreinsiefnum og í raftækjum komast ekki út og valda fólki ýmsum kvillum á borð við hausverk og síþreytu. 9.4.2010 09:25
Þrír Japanar teknir af lífi í Kína Þrír japanskir eiturlyfjasmyglarar hafa verið teknir af lífi í Kína. Mennirnir voru dæmdir fyrir smygl á met-amfetamíni og segist dómsmálaráðherra Japans óttast að aftökurnar muni hafa slæm áhrif á samskipti ríkjanna. Á þriðjudag var annar Japani tekinn af lífi í landinu fyrir sömu sakir en hann var fyrsti japaninn til að hljóta dauðadóm í Kína frá því ríkin tóku upp samskipti á ný árið 1972. 9.4.2010 09:19
Óttast um 200 eftir aurskriðu í Ríó Óttast er um afdrif allt að 200 manns eftir að enn ein aurskriðan skall á fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu. Nú þegar hafa 153 látið lífið í aurskriðum í borginni en þar hefur rignt eins og hellt sé úr fötu síðustu daga. 9.4.2010 09:17
Bush vissi af sakleysi Guantanamo fanga George Bush þáverandi Bandaríkjaforseti vissi þegar árið 2002 að flestir fangar í Guantanamo fangabúðunum væru saklausir. 9.4.2010 09:07
Höfundur pönksins er allur Brautryðjandinn Malcolm McLaren, sem kom pönkinu á koppinn, er látinn 64 ára að aldri. McLaren lést í Sviss en þar hafði hann verið í meðferð við krabbameini sem að lokum dró hann til dauða. 9.4.2010 08:59
Tíu skip í færeysku lögsögunni Tíu íslensk kolmunnaskip eru nú komin til veiða í færeysku lögsögunni, eftir nokkurt hlé á veiðunum vestur af Skotlandi, sem gengu ekki vel. Bæði var veður vont og svo gekk kolmunninn inn í skosku lögsöguna, þar sem íslensku skipin hafa ekki veiðiheimildir. 9.4.2010 08:56
Framleiðandi Survivor grunaður um morð Lögregla í Mexíkó hneppti bandaríska sjónvarpsframleiðandann Bruce Beresford-Redman í varðhald en hann var grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. 9.4.2010 08:48
NATO þyrla hrapar í Afganistan Herþyrla frá NATO hrapaði í suðurhluta Afganistans í gær og létust fjórir hermenn bandalagsins. Talsmenn Talibana segjast hafa skotið þyrluna niður en NATO hefur aðeins staðfest að málið sé í rannsókn. Herlið NATO hefur verið í aðgerðum á svæðinu frá því í febrúar en ætlun þeirra er að hrekja Talibana á brott en þeir hafa mikil ítök í þessum slóðum. 9.4.2010 08:47
Forseti Kirgistan vill viðræður Kurmanbek Bakijev forseti Kirgistans sem hrakinn var frá völdum í vikunni hefur boðist til að ræða við það sem hann kallar bráðabirgðastjórn landsins. Hann segist enn vera forseti, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt og ætlar ekki að segja af sér. 9.4.2010 08:45
Netanyahu hættir við að mæta á kjarnorkuráðstefnu Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hætti á síðustu stundu við að mæta á ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem ræða átti kjarnorkumál. Ísraelar komust að því að Egyptar og Tyrkir ætluðu að ræða kjarnorkuvopnaeign Ísraela á fundinum og því ákvað ráðherrann að draga sig í hlé. 9.4.2010 08:43
Vill að ríkisstjórnin vakni Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hótar nú að svipta hægristjórn Íhaldsmanna og Venstre stuðningi sínum taki hún ekki að vinna af heilindum að þeim málum sem fyrir liggja. 9.4.2010 06:00
Leggja grunn að fækkun kjarnavopna Barack Obama Bandaríkjaforseti segir nýja afvopnunarsamninginn leggja grunn að enn frekari fækkun kjarnorkuvopna á næstu árum. Hann undirritaði samninginn í Tékklandi í gær ásamt Dimitri Medvedev Rússlandsforseta. Nærri ár er síðan samningaviðræðurnar hófust, og hefur á ýmsu gengið þennan tíma. 9.4.2010 06:00
Bakijev segist enn vera forseti Kurmanbek Bakijev neitar að viðurkenna bráðabirgðastjórn stjórnarandstöðunnar í Kirgisistan og segist enn vera forseti landsins, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt. 9.4.2010 06:00
Sagði morðin hefndaraðgerð Vladimír Pútín Rússlandsforseti sýndi Pólverjum sáttavilja á miðvikudagskvöld með því að vera viðstaddur þegar minnismerki var vígt í Katýnskógi um fjöldamorð, sem rússneskir leyniþjónustumenn frömdu þar árið 1940. 9.4.2010 06:00
Kennir flestum öðrum um Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að lágvaxtastefna bankans hafi ekki hvatt lánastofnanir til að veita áhættusöm lán. 9.4.2010 06:00
Tæknifíklar búa til myndavélar Tæknitröll hafa unnið að því að bæta úr því sem vantar í iPad-tölvuna sem kom á markað um síðustu helgi. 9.4.2010 04:00
Meira en þrjú hundruð látnir Yfir þrjú hundrað manns eru taldir hafa farist í vatnsflóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro og nágrenni síðustu daga. 9.4.2010 04:00
Er Whitney tævanskur strákur? -myndband Dómarar í söngvakeppni á Taiwan urðu sem þrumu lostnir þegar þarlendur strákur með moppuhaus hóf upp raust sína og söng I Will Always Love You. 8.4.2010 16:24
Aurskriða gróf 200 manns Að minnsta kosti 200 manns grófust undir aurskriðu í fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu í dag. Þeim er ekki hugað líf. 8.4.2010 14:58
Löðrungaði tíu mánaða barn Breskur faðir hefur verið dæmdur til þess að greiða tíu mánaða gömlum syni sínum tíuþúsund krónur í skaðabætur fyrir að gefa honum löðrung. 8.4.2010 14:20
Obama fær ekki draumabílinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna er valdamesti maður heims. Hann fær þó ekki að kaupa þann bíl sem hann langar mest í. 8.4.2010 11:14
Berrassaðir um borð í flugvélarnar? Bandaríska flugfélagið Spirit Airlines hefur tekið upp á því að taka gjald fyrir handfarangur sem er settur í geymslu fyrir ofan sæti. 8.4.2010 09:52
Farþegi yfirbugaður í flugvél á leið til Denver Bandarísk yfirvöld höfðu mikinn viðbúnað í gærkvöldi þegar óttast var að farþegi um borð í innanlandsflugvél á leið til Denver ætlaði að granda flugvélinni með sprengiefni földu í skósólum sínum. Tvær F-16 orrustuflugvélar fylgdu faraþegavélinni en um borð voru 157 farþegar. 8.4.2010 08:36
Íhaldsflokkurinn nær ekki meirihluta Breski Íhaldsflokkurinn sjö prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt skoðanakönnum sem dagblaðið Times birtir í dag. Samkvæmt henni fengi hvorugur flokkanna meirihluta. 8.4.2010 08:02
Braust úr fangelsi til að stela sígarettum Karlmaður hlaut í gær 20 ára fangelsisdóm fyrir að brjótast úr fangelsi í Gergoríu í Bandaríkjunum í fyrrahaust þar sem hann sat inni fyrir minniháttar brot. 8.4.2010 07:56