Fleiri fréttir

Flugvelli lokað í Berlín vegna sprengju

Tegel flugvelli í Berlín var lokað um skamma stund í dag eftir að nokkurra hundruða kílóa þung sprengja fannst þar. Á meðan gat engin flugvél farið á loft og engin mátti lenda. Allar leiðir voru lokaðar. Samkvæmt fréttum AP fréttastofunnar var um að ræða sprengju frá Seinni heimsstyrjöld.

Tíu ára gutti ætlaði að sprengja sig í loft upp

Tíu ára gamall strákur, sem var á mála hjá al-Qaeda, hugðist sprengja sjálfan sig í loft upp austan við íraska bæinn Fallujah. Hann var handtekinn af írösku lögreglunni á miðvikudaginn, að því er Ritzau fréttastofan hefur eftir yfirmanni lögreglunnar.

Mikil átök í Kyrgistan

Stjórnvöld í Kyrgistan eiga í alvarlegum vandræðum við að halda völdum í landinu eftir að mótmælendur og lögreglu lentu saman í vikunni með þeim afleiðingum að 17 hafa látist í átökunum. Ástandið er verst í höfuðborg Kyrgistan, Biskek.

Hitler vildi líkklæði Krists

Líkklæðið frá Torino sem sagt er vera líkklæði Krists var falið í klaustri Benediktusarmunka í síðari heimsstyrjöldinni af ótta við að Adolf Hitler léti stela því.

Baráttusöngur bannaður í Suður-Afríku

Sextíu og átta ára gamall hvítur bóndi var myrtur í rúmi sínu síðastliðinn laugardag. Eugene Terreblanche var raunar meira en bóndi hann var einn af leiðtogum samtakra hvítra manna sem hafa ekki sætt sig við valdatöku svartra.

Blár storkur vekur furðu

Fuglafræðingar eru dolfallnir yfir bláum storki sem hefur gert sér hreiður í bænum Biegen í sunnanverðu Þýskalandi.

Versta slysið í aldarfjórðung

Tuttugu og fimm manns fórust í mannskæðasta námuslysi Bandaríkjanna síðan 1984 þegar gríðarmikil sprenging varð í kolanámu í Vestur-Virginíu.

Hláturvísindi eru ekkert gamanmál

Hlátur er frumstætt atferli og fyrsta tjáningarform okkar. Apar hlæja. Hundar og rottur hlæja. Og smábörn byrja að hlæja löngu áður en þau læra að tala.

Frændi sefur

Tvær konur voru handteknar á flugvellinum í Liverpool um páskana þegar þær reyndu að smygla líki ættingja síns í hjólastól um borð í vél til Berlínar.

Elian litli orðinn sextán ára

Fjölmiðlar á Kúbu hafa birt nýjar myndir af piltinum Elian Gonzales sem varð frægasti flóttamaður Bandaríkjanna árið 2000.

Brown boðar til kosninga í maí

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun í dag tilkynna að þingkosningar fari fram í landinu sjötta maí næstkomandi.

Risa olíuskipi rænt

Olíuskipið er 300 þúsund lestir að stærð og er með olíufarm að verðmæti 160 milljóna dollara. Tuttugu og fjögurra manna áhöfn er um borð.

Hindra olíuleka

Hópur manna vann í gær að því að stöðva olíuleka úr kínversku kolaflutningaskipi sem strandaði út af ströndum Ástralíu, við stærsta kóralrif heims.

Hótar að ganga yfir til talibana

Afganistan, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur hótað að ganga til liðs við talibanahreyfinguna og segja skilið við stjórnmál losni hann ekki við utanaðkomandi þrýsting um að útrýma spillingu úr stjórn sinni. Karzai sagði þetta á lokuðum fundi með hópi afganskra þingmanna á laugardag. „Hann sagði að uppreisnin myndi þá breytast í andspyrnu,“ segir Farooq Marenai, einn þingmannanna. Marenai sagði Karzai hafa verið taugaóstyrkan á fundinum.- gb

Sváfu hangandi í beltum lokaðir inni í námu

Kína, AP 115 kínverskir námuverkamenn björguðust í gær eftir rúmlega viku innilokun í námugöngum. Þeir lokuðust inni á pálmasunnudag þegar vatn flæddi niður í námuna.

Páfinn: Prestar verða að hegða sér eins og englar

Benedikt XVI páfi segir að kaþólskir prestar verði að hegða sér eins og „englar og sendiboðar Krists". Þetta sagði páfinn við helgistund í dag. Enn berast sögur af því að kirkjan hafi látið hjá liða að bregðast við ásökunum á hendur prestum um kynferðislega misnotkun.

Wikileaks birtir myndir af saklausum Írökum deyja

Vefsíðan Wikileaks hefur birt myndband sem sýnir hvernig nokkrir óvopnaðir Írakar, þar á meðal börn, voru skotin í Bagdad í júlí árið 2007. Fullyrt er að bandaríska leyniþjónustan hafi njósnað um fólkið og haft í hótunum við það eftir að upp komst að birta ætti myndbandið.

Rændu spilavíti steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol

Grímuklæddir ræningjar komust á brott með um 25 þúsund pund þegar þeir réðust inn í spilavíti í frönsku borginni Lyon í gær og ógnuðu gestum og starfsfólki með hríðskotarifflum. Spilavítið er í miðborg Lyon og það sem meira er, það er aðeins steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol, alþjóðlegu lögreglustofnuninni.

NATO viðurkennir dráp á óbreyttum borgurum

Talsmenn NATO í Afganistan viðurkenndu í gærkvöldi að fimm óbreyttir borgarar hefðu látist í næturárás á hús í suðausturhluta landsins í febrúar síðastliðinn. Næturárásir af þessu tagi hafa verið harðlega gagnrýndar af heimamönnum í landinu og hefur Hamid Karzai forseti krafist þess að NATO láti af þeim þegar í stað.

Snarpir skjálftar við strendur Mexíkó

Snarpir jarðskjálftar skóku strendur Bandaríkjanna og Mexíkó í gærkvöld. Sá snarpasti var 7,2 á Richter. Hans varð vart í Baja Kalíforníu, Arizona og suðurhluta Kalíforníu, að því er fréttastofa CNN hefur eftir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.

Kínverskir kolanámumenn finnast á lífi eftir viku

Níu kínverskum kolanámumönnum var í dag bjargað úr námu sem fylltist af vatni fyrir viku síðan. 153 verkamenn festust inni í námunni og hafa björgunaraðgerðir staðið síðan. Enn eru menn vongóðir um að fleiri finnist á lífi en þeir sem fundust í dag eru þeir fyrstu sem fundist hafa. Vatnsmagnið sem fyllti námuna er jafnmikið og þarf til þess að fylla fimmtíu og fimm 50 metra sundlaugar.

Reyndu að grafa sig inn í bankahvelfingu

Enn ein tilraunin var gerð í nótt til þess að grafa göng inn í bankahvelfinu í París. Þetta er þriðja tilraunin á þessu ári þar sem svokölluð termítagengi reyna þessa aðferð við bankarán. Í þetta sinn reyndu mennirnir að grafa sig inn í hvelfingu BNP Paribas bankans en höfðu ekki erindi sem erfiði og þurftu frá að hverfa. Áður en þeir forðuðu sér kveiktu þeir eld í kjallara bankans til þess að reyna að fela slóð sína.

Hóta hefndum fyrir morðið á Terreblanche

Stuðningsmenn Suður-Afríska öfgaleiðtogans Eugene Terreblanche hóta nú hefndum en leiðtoginn var myrtur á búgarði sínum í nótt. Terreblanche hélt því fram að hvíti kynstofninn væri öðrum æðri og barðist hann fyrir sjálfstæðu ríki hvítra í Suður-Afríku. Lögregla segir að Terreblanche, sem var 69 ára gamall, hafi verið barinn til dauða af tveimur vinnumönnum á búgarðinum en þeir höfðu staðið í vinnulaunadeilu.

Þrjátíu féllu í þremur sprengingum í Bagdad

Þrjár öflugar sprengjur sprungu í Bagdad höfuðborg Íraks í morgun. Innanríkisráðherra landsins segir að 30 séu látnir hið minnsta. Ein sprengjan sprakk nærri íranska sendiráðinu í borginni og önnur er sögð hafa sprungið nærri sendiráði Þjóðverja. Í fyrradag voru 25 Súnníar teknir af lífi af byssumönnum sem dulbúnir voru sem íraskir hermenn í úthverfi borgarinnar.

Of feitur til að fara í fangelsi

Maður í Flórída var á dögunum sakfelldur fyrir að svíkja út mat á fjölda veitingastaða og verslana. Hann játaði brotin fúslega á sig en þarf ekki að fara í fangelsi. Ástæðan fyrir því að George Joliceur þarf ekki að sitja inni er sú að kostnaður fangelsisins við að greiða fyrir læknisþjónustu og annað uppihald hans er of mikill.

Íransforseti gerir lítið úr hótunum um frekari þvinganir

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist alls óhræddur við það að Vesturveldin setji enn strangari viðskiptaþvinganir á Íran eins og hótað hefur verið. Í ræðu sem forsetinn hélt í dag kom fram að þvinganir þjöppuðu þjóð hans aðeins saman og gerðu hana óháðari öðrum þegar kæmi að tækniframförum og rannsóknum.

Tíu lögreglumenn slösuðust þegar útsala fór úr böndunum

Tíu lögreglumenn slösuðust í gær þegar átök brutust út á meðal tvö þúsund manna sem biðu eftir því að útsala hæfist hjá American Apparel versluninni á Brick Lane í London. Fyrirtækið varð að aflýsa útsölunni en hún hafði verið auglýst á Facebook og öðrum samskiptasíðum á Netinu. Á youtube má sjá hvernig lögreglumenn þurftu að beita fangbrögðum til þess að hafa hemil á kaupóðu fólkinu.

Pútín og Chavez hefja viðamikið samstarf

Vladimir Pútín forsætisráðherra Rússlands er nú staddur í heimsókn hjá Hugo Chavez forseta Venesúela og hafa ríkin tvö undirritað ýmsa samninga, meðal annars samning um að Rússar aðstoði Venesúela við að koma sér upp kjarnorkuveri. Annar samningur gerir ráð fyrir að Rússar hjálpi landinu til að koma sér upp iðnaði á sviði geimvísinda.

Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi

Reynt var að sökkva norskum hvalveiðibáti í höfninni í Svolvær í Noregi í nótt. Líklegt er talið að hvalverndunarsinnar hafi staðið að baki en botnlokur skipsins voru fjarlægðar. Mikill leki kom að skipinu en eiganda þess tókst að koma í veg fyrir hann áður en skipið sökk.

25 teknir af lífi í Írak

Íraskir byssumenn myrtu í dag að minnsta kosti 25 manns sem hliðhollir voru hersveitum Súnnía sem eru andstæðingar Al Kæeda í landinu. Byssumennirnir dulbjuggu sig sem Íraska hermenn og fóru hús úr húsi í þorpi suður af Bagdad og handtóku fólk sem síðar var tekið af lífi.

Þýskir hermenn fella bandamenn í Afganistan

Þýskir hermenn á vegum fjölþjóðaliðs Nató í Afganistan felldu í gær að minnsta kosti fimm afganska hermenn fyrir mistök. Afganirnir voru í tveimur ómerktum bifreiðum og höfðu ökumennirnir ekki virt stöðvunarmerki þegar þeir óku upp að bílalest Þjóðverjanna í Kunduz héraði. Þjóðverjarnir voru á leið á svæði þar sem þrír félagar þeirra höfðu legið í valnum eftir bardaga við talíbana.

Langmest framleitt af hassi í Afganistan

Í Afganistan er ekki einungis framleitt meira ópíum en í öðrum löndum, heldur eru Afganir nú einnig orðnir afkastamestir ríkja heims í framleiðslu á hassi.

Enn meiri ofveiði í krafti ESB-styrkjanna

Styrkveitingar Evrópusambandsins í sjávarútvegi hafa orðið til þess að auka ofveiði frekar en að draga úr henni, samkvæmt nýrri skýrslu frá rannsóknarstofnuninni Pew Environment Group.

Skæður Viagraþjófur handtekinn á Spáni

Spænska lögreglan hefur handtekið mann sem er talinn hafa rænt tíu apótek með byssu. Auk peninga krafðist maðurinn þess að fá Viagratöflur í ránunum. Um 10 mánuðir eru síðan að maðurinn rændi fyrsta apótekið.

Óttast að síamstvíburar muni deyja vegna skriffinnsku

Foreldrar tvíbura systra sem komu í heiminn samgrónar á maga á Gaza svæðinu, óttast að þær kunni að deyja, þar sem skriffinska tefur fyrir því að hægt sé að koma þeim til Saudi Arabíu í nauðsynlegar aðgerðir.

Fundu fíkniefni og vopn hjá dönskum Vítisenglum

Danska lögreglan réðst í gær inn í klúbbhús Vítisengla í Árósum. Lögreglan hafði fengið vitneskju um að félagar í vélhjólaklúbbnum ætluðu að efna til veislu yfir páskana og ákvað að láta til skarar skríða áður en teitið hæfist.

Súkkulaði gott fyrir hjartað

Þýskaland, AP Súkkulaði gæti minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum, samkvæmt nýrri þýskri rannsókn. Hún leiddi í ljós að þeir sem borða lítinn skammt af súkkulaði á hverjum degi gætu minnkað líkurnar á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall um allt að 40 prósent.

Deila um myndband af dauða hvalaþjálfara

Ættingjar Dawn Brancheau, sem lést þegar háhyrningurinn Tilikum dró hana ofan í sundlaug til sín og varð henni að bana, eiga í lagadeilum við fréttastofur í Bandaríkjunum vegna upptöku sem náðist af atvikinu. Háhyrningurinn, sem er íslenskur, veitti Dawn margvísislega áverka en krufningaskýrsla var gerð opinber í fjölmiðlum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir