Erlent

Íhaldsflokkurinn nær ekki meirihluta

Margir telja að David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, skorti reynslu til að taka við sem forsætisráðherra. Mynd/AP
Margir telja að David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, skorti reynslu til að taka við sem forsætisráðherra. Mynd/AP Mynd/AP

Breski Íhaldsflokkurinn sjö prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt skoðanakönnum sem dagblaðið Times birtir í dag. Samkvæmt henni fengi hvorugur flokkanna meirihluta.

Könnun Times er sú fyrsta sem birtist eftir að Gordon Brown, forsætisráðherra og formaður Verkmannaflokksins, boðaði fyrr í vikunni til þingkosninga sem fram fara fimmtudaginn 6. maí. Samkvæmt könnuninni fengi Íhaldsflokkurinn 39% atkvæða, Verkmannaflokkurinn 32% og þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn 21%. Samkvæmt könnun Times fengi Íhaldsflokkurinn ekki meirihluta á þingi. Til þess þarf flokkurinn að bæta við sig nokkrum prósentustigum. Verkamannaflokkurinn hefur haft meirihluta á breska þinginu undanfarin 13 ár.

Þriðjungur kjósenda er óákveðinn. Meirihluti telur að Íhaldsflokknum hafi ekki tekist að að sýna fram á að breytingar séu nauðsynlegar. Þá telur tæplega helmingur kjósenda að David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, skorti reynslu til að taka við af Brown sem forsætisráðherra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×