Erlent

Vill að ríkisstjórnin vakni

Pia Kjærsgaard Hótar að svipta dönsku stjórnina stuðningi.
nordicphotos/AFP
Pia Kjærsgaard Hótar að svipta dönsku stjórnina stuðningi. nordicphotos/AFP
Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hótar nú að svipta hægristjórn Íhaldsmanna og Venstre stuðningi sínum taki hún ekki að vinna af heilindum að þeim málum sem fyrir liggja.

„Það er kominn tími til að ríkis­stjórnin vakni," segir hún og krefst þess að Lars Løkke Rasmus­sen forsætisráðherra og meðráðherrar hans sýni starfi sínu auðmýkt og fari að taka til hendinni. Óánægja hafi verið kraumandi lengi innan Danska þjóðarflokksins.

„Ef þau átta sig ekki nú á því að þetta er alvara, gera þau það aldrei," er haft eftir henni í dönskum fjölmiðlum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×