Erlent

Líkklæði Krists til sýnis í Torínó

Frá sýningarstaðnum í Torínó í gær. Mynd/AP
Frá sýningarstaðnum í Torínó í gær. Mynd/AP
Líkklæðið frá Turin sem margir telja að sé líkklæði Krists, verður til sýnis í borginni Torínó á Ítalíu frá og með deginum í dag. Raðir mynduðust við sýningarstaðinn strax í morgun en klæðið hefur ekki verið til sýnis frá því árið 2000.

Nýlegar ásakanir um misbeitingu kaþólskra presta á börnum innan kirkjunnar varpa skugga á sýninguna, því margir þeirra sem biðu eftir því í morgun að bera líkklæðið augu, lýstu vanþóknun sinni á Benedikt páfa sextánda. Hann er talinn hafa tekið þátt í að hylma yfir glæpi kirkjunnar þjóna þegar hann var kardináli. En hann er sagður hafa lagst gegn því árið 1985 að prestur frá Kaliforníu í Bandaríkjunum sem sakaður var um ítrekuð brot gegn börnum, yrði sviptur hempunni.

Aðrir gestir sýningarinnar sögðu fréttamönnum þó að brot einstakra presta þýddi ekki að kirkjan væri öll sek um misnotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×