Erlent

Fjöldi háttsettra embættismanna voru í flugvél forsetans

Fjölmargir söfnuðust saman fyrir utan forsetahöllina í Varsjá, höfuðborg Póllands, skömmu eftir að fréttir bárust af slysinu. Mynd/AP
Fjölmargir söfnuðust saman fyrir utan forsetahöllina í Varsjá, höfuðborg Póllands, skömmu eftir að fréttir bárust af slysinu. Mynd/AP
Nú er talið að 96 manns hafi farist þegar flugvél Lech Kaczynski forseta Póllands fórst í vesturhluta Rússlands í morgun. En áður hafði verið talið að allt að 132 hefðu verið um borð í flugvélinni. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins ásamt seðlabankastjóra landsins.

Forsetinn og fylgdarlið hans voru á leið til minningarathafnar um rúmlega tuttugu þúsund liðsforingja í pólska hernum sem Stalín þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna lét myrða í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar.

Auk þeirra embættismanna sem þegar hafa verið taldir, voru um borð í flugvélinni aðstoðar utanríkisráðherra Póllands, yfirmaður öryggisráðs landsins, varaforseti pólska þingsins og fleiri.

Fjölmargir Pólverjar búa á Íslandi og hefur verið boðað til minningarathafnar í Kristskirkju á Landakoti klukkan hálf fimm í dag.

Kaczynski var umdeildur stjórnmálamaður. En hann var áður borgarstjóri í Varsjá höfuðborg landsins og bróðir hans var þá forsætisráðherra. Þeir stofnuðu flokkinn Lög og réttur sem er yst til hægri í pólskum stjórnmálum og ákaflega þjóðernissinnaður.


Tengdar fréttir

Minningarathöfn vegna flugslyssins

Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust.

Forseti Póllands fórst í flugslysi

Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð.

Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×