Erlent

Forseti Póllands fórst í flugslysi

Lech Kaczynski á blaðamannafundi í Viliníus, höfuðborg Litháens, í fyrradag.
Lech Kaczynski á blaðamannafundi í Viliníus, höfuðborg Litháens, í fyrradag. Mynd/AP

Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð.

Frumrannsókn bendir til að flugvélin hafi rekist á trjátoppa og brotnað í marga hluta. Forsetinn og sendinefnd með honum voru á leið til minningarathafnar um 20 þúsund pólska liðsforingja sem Stalín leiðtogi Sovétríkjanna á sínum tíma lét myrða í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.

Utanríkisráðherra Póllands hefur staðfest að forseti landsins og eiginkona hans hafi verið um borð í flugvélinni. Boðað hefur verið til neyðarfundar í ríkisstjórn Póllands vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×