Erlent

Tóku sjónvarpshúsið á sitt vald

Vígbúnir lögreglumenn yfirgefa svæðið. nordicphotos/AFP
Vígbúnir lögreglumenn yfirgefa svæðið. nordicphotos/AFP
Stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðhera Taílands, halda ótrauðir áfram mótmælum gegn núverandi stjórn. Í gær lögðu þeir undir sig fjarskiptafyrirtæki, sem lagðar höfðu verið niður útsendingar sjónvarpsstöðvar sem notið hefur vinsælda stjórnarandstæðinga.

Á annan tug mótmælenda og lögreglumanna særðist í átökum á lóðinni. Her og lögregla beittu táragasi en mótmælendur grjóti og eldsprengjum. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×