Erlent

Twittaðu þetta: Þú ert rekinn

Óli Tynes skrifar
Ekkert orðbragð hér!
Ekkert orðbragð hér!

Breski Verkamannaflokkurinn hefur rekið einn af frambjóðendum sínum í þingkosningunum í maí.

Ástæðan er sú að hann notaði samskiptavefinn Twitter til þess að hrauna yfir keppinauta sína.

Stuart MacLennan var svo orðljótur og ruddalegur að Gordon Brown þótti ástæða til þess að láta málið til sín taka.

-Verkamannaflokkurinn getur ekki haft á sínum vegum frambjóðanda sem tjáir sig með þessum hætti, sagði forsætisráðherrann.

MacLennan hefur beðist afsökunar; -Ég hagaði mér eins og fífl og hef réttilega goldið þess dýru verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×