Erlent

Meira en þrjú hundruð látnir

Mikið verk bíður borgarbúa .nordicphotos/AFP
Mikið verk bíður borgarbúa .nordicphotos/AFP
Yfir þrjú hundrað manns eru taldir hafa farist í vatnsflóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro og nágrenni síðustu daga.

Óttast er að um tvö hundruð manns hafi látist í gær þegar heilt fátækrahverfi með um 50 húsum eyðilagðist í aurskriðum. Búast má við að tala látinna hækki enn þegar björgunarfólk fer að grafa í húsarústum og aurnum sem rann yfir fátækrahverfin í bröttum hlíðum ofan við borgina.

Að minnsta kosti tvö þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna í þessari næststærstu borg Brasilíu. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×