Erlent

Fjögur lík fundust til viðbótar

Mynd/AP
Lík fjögurra manna fundust í gærkvöldi í kolanámu í Vestur-Virginíu. Þeirra hafði verið saknað frá því í byrjun vikunnar en eiturgufur torvelduðu björgunarstörfin. Lík 25 manna höfðu áður fundist.

Slysið er mannskæðasta námuslys Bandaríkjanna síðan 1970 þegar 39 létust í Hayden í Kentucky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×