Erlent

Sagði morðin hefndaraðgerð

Forsætisráðherra Póllands og forseti Rússlands sættast í Katýnskógi.
fréttablaðið/AP
Forsætisráðherra Póllands og forseti Rússlands sættast í Katýnskógi. fréttablaðið/AP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sýndi Pólverjum sáttavilja á miðvikudagskvöld með því að vera viðstaddur þegar minnismerki var vígt í Katýnskógi um fjöldamorð, sem rússneskir leyniþjónustumenn frömdu þar árið 1940.

Hann viðurkenndi að Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, hafi skipað fyrir um morðin. Alls féllu 22 þúsund Pólverjar fyrir hendi Rússa í Katýnskógi.

Fáeinum klukkustundum síðar gat Pútín þó ekki stillt sig um að segja fjöldamorðin að nokkru réttlætanleg vegna þess að Stalín hafi litið á þau sem hefndaraðgerð fyrir dauða 32 þúsund rússneskra hermanna í fangabúðum Pólverja árið 1920.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×