Erlent

Höfundur pönksins er allur

Malcolm McLaren.
Malcolm McLaren.

Brautryðjandinn Malcolm McLaren, sem kom pönkinu á koppinn, er látinn 64 ára að aldri. McLaren lést í Sviss en þar hafði hann verið í meðferð við krabbameini sem að lokum dró hann til dauða.

McLaren var einn af áhrifameiri mönnum í poppsögunni en hann var umboðsmaður bresku pönksveitarinnar The Sex Pistols og af mörgum sagður heilinn á bakvið pönkbyltinguna á áttunda áratugnum. Hann var ávallt umdeildur maður og hann og John Lydon, forsprakki Sex Pistols höfðu deilt í áraraðir um hvernig ætti að skipta gróðanum af plötusölu Sex Pistols, sem enn er umtalsverð.

Í morgun sendi Lydon frá sér yfirlýsingu þar sem hann hleður McClaren hins vegar lofi. Lydon skrifar síðan undir bréfið nafnið Johhny Rotten, sem hann notaði þegar hann var í Sex Pistols. Umboðsmaðurinn fyrrverandi hafði barist lengi við krabbamein og hafði baráttan gengið vel á síðustu vikum að sögn ættingja.

Honum versnaði hins vegar snögglega í vikunni og að lokum dró meinið hann til dauða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×