Erlent

Braust úr fangelsi til að stela sígarettum

Mynd/AFP

Karlmaður hlaut í gær 20 ára fangelsisdóm fyrir að brjótast úr fangelsi í Gergoríu í Bandaríkjunum í fyrrahaust þar sem hann sat inni fyrir minniháttar brot.

Maðurinn sem er 26 ára átti von á að sígarettum yrði smyglað til hans yfir girðingu. Þegar að ekkert varð af því og ákvað maðurinn að strjúka úr fangelsinu og brjótast inn í verslun og stela þaðan 14 sígarettupökkum. Í framhaldinu hélt maðurinn með ránsfenginn til baka í fangelsið þar sem hann handtekinn. Verjandi mannsins segir að dómnum verði áfrýjað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×