Erlent

Dönsk fermingarbörn sólþyrst

Óli Tynes skrifar
Bjóða hættunni heim.
Bjóða hættunni heim.

Danska Krabbameinsfélagið hefur miklar áhyggjur af sókn væntanlegra fermingarbarna í sólbekki fyrir stóra daginn.

Danska Extra Bladet segir að fermingabörn vilji mörg hver vera brún í kirkjunni og kynnist sólbekkjum þá í fyrsta skipti. Um það bil þriðjungur þeirra sæki í bekkina.

Talskona Krabbaheimsfélagsins segir að bara ein heimsókn í mánuði í sólbekki tvöfaldi til þrefaldi hættuna á húðkrabbameini.

Og því yngri sem börnin eru þeim mun meiri sé hættan.

Félagið ætlar því í herferð gegn sólbaðsstofum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×