Erlent

Löðrungaði tíu mánaða barn

Óli Tynes skrifar

Breskur faðir hefur verið dæmdur til þess að greiða tíu mánaða gömlum syni sínum tíuþúsund krónur í skaðabætur fyrir að gefa honum löðrung.

Drengurinn var eitthvað að ólmast sem varð til þess að ljósmynd í ramma féll niður af sjónvarpi heimilisins.

Faðirinn reiddist þessu og löðrungaði drenginn svo harkalega að það mátti sjá fingraför á andliti hans.

Þegar sambýliskona mannsins kom heim hringdi hún í lögregluna. Þaðan fór málið fyrir dómstóla.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið. Honum var auk þess gert að skila 60 klukkustundum í þegnskylduvinnu, fara á námskeið til að læra að hemja skap sitt og vera undir eftirliti félagsmálayfirvalda í eitt ár.

Um 10 þúsund króna bæturnar til drengsins sagði dómarinn að þær væru ekki svona lágar vegna þess að brotið væri ekki alvarlegt, heldur væri tekið tillit til þess að faðirinn er atvinnulaus.

Maðurinn og konan eru skilin skiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×