Erlent

Aurskriða gróf 200 manns

Óli Tynes skrifar

Að minnsta kosti 200 manns grófust undir aurskriðu í fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu í dag. Þeim er ekki hugað líf.

Þá hafa samtals hátt á fjórða hundrað manns látið lífið í úrhellisrigningum sem staðið hafa í marga daga. Lágt liggjandi hlutar borgarinnar eru nánast á kafi í vatni. Ár hafa flætt yfir bakka sína og óteljandi aurskriður fallið.

Fátækrahverfi borgarinnar samanstanda oft af hrörlegum hreysum sem eru reist á gömlum öskuhaugum sem hætt er að nota.

Ef þar kemst að mikil væta verður jarðvegurinn mjög óstöðugur og voðinn er vís.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×