Erlent

Um þriðjungur Dana vill drottninguna burt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Þórhildur á að víkja fyrir syni sínum, segja Danir.
Margrét Þórhildur á að víkja fyrir syni sínum, segja Danir.
Um þriðjungur Dana vill að Margrét Þórhildur Danadrottning afsali sér krúnunni og Friðrik sonur hennar taki við. Þetta sýnir ný könnun sem Capacent gerði á meðal 2000 svarenda fyrir Rizau fréttastofuna. Um 17% eru í vafa um hvort drottningin eigi að sitja áfram í sæti sínu eða ekki.

Tölurnar benda til þess að þeim, sem telji að Margrét eigi að gefa krúnuna frá sér, hafi fjölgað töluvert. Árið 2002, þegar sambærileg könnun var gerð, var einungis einn af hverjum fimm sem töldu að hún ætti að láta af tign.

Sérfræðingar í málefnum kóngafjölskyldunnar telja að niðurstaða könnunarinnar bendi ekki til þess að óánægja sé með Margréti Þórhildi. Frekar megi túlka hana þnnig að krónprinsparið njóti vinsælda, segir í frétt á vef Danmarks Radio.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×