Erlent

Netanyahu hættir við að mæta á kjarnorkuráðstefnu

MYND/AP

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hætti á síðustu stundu við að mæta á ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem ræða átti kjarnorkumál. Ísraelar komust að því að Egyptar og Tyrkir ætluðu að ræða kjarnorkuvopnaeign Ísraela á fundinum og því ákvað ráðherrann að draga sig í hlé.

Barack Obama Bandaríkjaforseti fer fyrir ráðstefnunni en tugir þjóðarleiðtoga hafa boðað komu sína. Talið er víst að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn en þeir hafa aldrei viljað segja af eða á um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×