Erlent

Skilaði barninu með bréfmiða

Óli Tynes skrifar

Utanríkisráðherra Rússlands hefur hvatt til þess að hætt verði að leyfa ættleiðingar barna til Bandaríkjanna.

Sergei Lavrov brást þannig við eftir að bandarísk kona í Tennessee skilaði dreng sem hún hafði tekið að sér.

Drengurinn sem nú er átta ára gamall var sendur einn síns liðs í flugvél til Rússlands. Hann hafði með sér bréfmiða þar sem á stóð að honum væri skilað.

Lavrov vill að ættleiðingar til Bandaríkjanna verði stöðvaðar að minnsta kosti þartil yfirvöld í löndunum geti komið sér saman um endurbættar reglur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×