Erlent

Hamas ætla að hefja aftökur

Óli Tynes skrifar
Aftaka undirbúin.
Aftaka undirbúin.

Hamas samtökin á Gaza ströndinni ætla að fara að framfylgja dauðadómum og meðal annars taka af lífi Palestínumenn sem hafa verið dæmdir fyrir að njósna fyrir Ísrael.

Dauðadómar eru heimilir samkvæmt lögum Palestínumanna en enginn hefur þó verið tekinn af lífi síðan árið 2000.

Til þess að framfylgja dauðadómum þarf undirskrift forseta Palestínumanna og Mahmoud Abbas hefur engan dóm undirritað síðan hann var kjörinn forseti árið 2005.

Hamas samtökin hröktu hinsvegar Abbas og Fatah samtök hans frá Gaza árið 2007 og eru þar einráð. Þau telja sig ekki þurfa að leita til Abbas með undirskriftir frekar en annað.

Talsmaður forsetans sagði í gær að ef aftökur hæfust á Gaza ströndinni væru þær ólöglegar.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×