Erlent

Er Whitney tævanskur strákur? -myndband

Óli Tynes skrifar
Whitney eða Lin?
Whitney eða Lin?

Dómarar í söngvakeppni á Taiwan urðu sem þrumu lostnir þegar þarlendur strákur með moppuhaus hóf upp raust sína og söng I Will Always Love You.

Þeir gátu ekki heyrt betur en þarna væri Whitney Houston lifandi komin að flytja þetta lag sem hún söng upp á toppinn í myndinni The Bodyguard árið 1992.

Lin Yu Chun er orðin slík stjarna á YouTube að það er farið að bera hann saman við hina skosku Susan Boyle.

Smellið til að heyra Lin syngja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×