Fleiri fréttir

Bjóða Ísraelsmönnum F-35 á hebresku

Bandaríkjamenn hafa boðið Ísraelsher til sölu glænýjar F-35 orrustuþotur sem tilbúnar verði til afhendingar árið 2015, meira að segja með öllum kerfum og stjórntækjum á hebresku.

Bresk lögregla beitir gömlum hegningarlögum

Bresk lögregla beitir nú fyrir sig 300 ára gamalli löggjöf um samverknað til að koma lögum yfir og ákæra félaga í glæpaklíkum sem eru viðstaddir þegar alvarleg ofbeldisverk eru framin án þess að taka beinan þátt í þeim.

Morfín sagt örva krabbavöxt

Æ fleiri vísbendingar eru um að morfín, sem krabbameinssjúklingum er gefið til að lina verki, geti örvað vöxt og útbreiðslu krabbameinsfrumna.

Bandaríkin og Kína sögð hindra lausnir

Evrópu­sambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér mark­mið í loftslagsmálum, svo loftslags­ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurs­laus.

Þúsundir nýrra dýrategunda

Í djúpum Atlantshafsins er að finna fjöldann allan af áður óþekktum dýrategundum, sem sumar hverjar þykja harla undarlegar:

Yngsti villingur Bretlands: Rekinn úr leikskóla vegna agabrota

Yngsti villingur Bretlands, fjögurra á gamall snáði, hefur verið rekinn úr kaþólska leikskólanum sínum í bænum Preston, fyrir ýmis agabrot. Meðal þess sem litli villingurinn á að hafa gert af sér var að kalla fóstru sína öllum illum nöfnum eftir að hún fjarlægði hann frá ljósrofa sem hann kveikti og slökkti ítrekað á. Þá sparkaði hann í sköflunginn á einni fóstrunni eftir að hann lenti í harðvítugum deilum við samnemanda sinn vegna púsluspils.

Norðmaður í sjokki

Norskum manni svelgdist á þegar hann fékk reikning fyrir sex farseðla sem hann keypti á Icelandair.is fyrir rétt rúmu ári.

Tugir gísla hálshöggnir á Filipseyjum

Búið er að finna líkin af stórum hópi stjórnmálamanna, lögfræðinga og blaðamanna sem rænt var á Filipseyjum í dag. Talið er að allt að þrjátíu og sex hafi verið rænt.

Vinir Húgós

Hugo Chaves forseti Venesúela hefur tekið upp hanskann fyrir hryðjuverkamanninn Carlos sem þekktastur er undir nafninu Sjakalinn.

Norska lögreglan leitar Íslendings

Leit stendur nú yfir í norska bænum Noresund að 48 ára gömlum Íslendingi. Norska blaðið Verdens Gang segir frá málinu en manninum var vísað út úr rútu um klukkan eitt aðfararnótt Sunnudagsins.

Páfi gerist listhneigður

Benedikt páfi sagði listamönnum heimsins um helgina að hann vildi gjarnan blása lífi í vináttu kirkjunnar og listanna.

Segir sjóræningja halda tólf ára stúlku

Spænskur skipstjóri, sem sómalskir sjóræningjar slepptu nýlega úr haldi, segist vita til þess að tólf ára gömul úkraínsk stúlka sé í haldi sjóræningjanna.

Yfir 100 látnir í námuslysinu í Kína

Tala látinna eftir að gassprenging varð í kolanámu í Heilongjiang-héraðinu í norðausturhluta Kína á laugardagsmorguninn er komin yfir 100 manns.

Segir Radcliffe ekki hasshaus

Leikarinn Tom Felton, sem leikur Draco Malfoy, andstæðing og skólabróður Harry Potter í samnefndum kvikmyndum, hefur tekið upp hanskann fyrir mótleikara sinn Daniel Radcliffe, sem leikur Harry Potter, og fullyrðir að Radcliffe noti ekki kannabisefni en háværar sögusagnir hafa verið í umferð þar að lútandi.

Bílsprengja í Belfast

Bílsprengja, sem talið er að hafi vegið um 200 kílógrömm, sprakk fyrir utan lögreglustöðina í Belfast á Norður-Írlandi um kvöldmatarleytið á laugardag.

Náttúruval speglast í mannætum

Aflagðir helgisiðir ættbálks á Papúa Nýju-Gíneu tengdir mannáti urðu kveikjan að einhverju greinilegasta dæmi sem þekkt er um hraða þróun mannsins, samkvæmt nýrri uppgötvun vísindamanna. Breska dagblaðið The Times fjallaði fyrir helgi um uppgötvunina.

Leyfir honum að njóta vafans

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Hamid Karzai verði að standa við stóru orðin, nú þegar hann hefur annað kjörtímabil sitt í embætti forseta Afganistans.

Öldungadeild tekur heilbrigðisfrumvarp Obama fyrir

Byltingarkennt frumvarp Obama um breytingar á bandarísku heilbrigðiskerfi verður tekið til formlegrar umræðu í Öldungadeild bandaríska þingsins eftir að deildin samþykkti slíka umræðu með naumum meirihluta.

Áttatíu munir úr eigu MJ seldir á uppboði

Yfir áttatíu munir í eigu poppsöngvarans Michael Jacksons voru seldir á uppboði í New York í gærkvöldi fyrir samtals um 250 milljónir króna. Hæsta verðið fékkst fyrir hvítan hanska sem söngvarinn hafði á vinstri hönd, þegar hann í fyrsta sinn sýndi dansspor í sjónvarpsþætti árið 1983 sem áttu eftir að verða hans helsta einkennistákn. Hanskinn seldist á rúmar 50 milljónir króna og kaupandinn var maður búsettur í Hong Kong.

Gordon Brown lofaði 1 milljón sterlingspunda vegna flóðanna

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að verja 1 milljón sterlingspunda, eða 200 milljónum íslenskra króna, til að hjálpa fólki sem á um sárt að binda eftir rigningar á Cumbria svæðinu að undanförnu. Þessari upphæð verður varið til viðbótar við þá upphæð sem þegar hefur verið varið til björgunaraðgerða.

Óttast að þau verði myrt innan viku

Bresku hjónin, sem var rænt af sómölskum sjóræningjum í Indlandshafi í síðasta mánuði, óttast að þau verði myrt innan viku ef bresk stjórnvöld opna ekki á samningaviðræður við ræningja þeirra.

Ísraelskt skip til liðs við NATO

Atlantshafsbandalagið hyggst styrkja tengslin við Ísrael með því að bjóða ísraelska hernum að senda herskip til liðs við herflota NATO.

Flóðavarnir stóðust ekki gríðarlegt álag

„Bílarnir flutu niður götuna. Það verður langt þangað til Cockermouth jafnar sig eftir þetta,“ sagði Michael Dunn, knæpueigandi í bænum Cockermouth á Englandi. „Þetta hefur lagt bæinn í rúst.“

Fellst á frestun kosninganna

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur fallist á að forseta- og þingkosningum, sem halda átti í janúar, verði frestað.

Dauðarefsingar ekki leyfðar

Stjórnlagadómstóll Rússlands kvað á fimmtudag upp þann úrskurð að dauðarefsingum mætti ekki beita í landinu, þrátt fyrir að þær hafi enn ekki verið bannaðar með lögum.

Páfa hugnast ekki vampírur

Bækur, sjónvarpsþættir og kvikmyndir um vampírur virðast vera að verða tískufyrirbæri enn einusinni.

Furða sig á forsetavali Evrópusambandsins

Margir fjölmiðlar í Evrópu hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum yfir því að Herman Van Rompuy forsætisráðherra Belgíu skyldi vera valinn fyrsti forseti Evrópusambandsins.

Flokksbræður hakka Söru Palin

Sjálfævisaga Söru Palin fær ekki góða dóma hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum. Þessi fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og frambjóðandi í embætti varaforseta er sögð bera á borð lygar og hugaróra.

Dönsk hegningarlög brotin nánast í heild sinni

Maður um þrítugt gekk berserksgang í danska bænum Horsens á Austur-Jótlandi í gær. Hann byrjaði á því að heimta peninga af manni og lemja hann svo með kúbeini þegar hann neitaði.

Oprah lýkur keppni

Spjallþáttajöfurinn Oprah Winfrey lýkur ferli sínum í þættinum The Oprah Winfrey Show 9. september 2011 eftir 25 ára farsælt starf en Oprah er talin hafa einna mest áhrif allra bandarískra fjölmiðlamanna á tíðarandann þar vestra og setti Forbes-tímaritið hana í 45. sætið yfir valdamesta fólk heimsins árið 2009.

Watergate-málið rannsakað á ný

Rannsókn Watergate-málsins, sem rekur rætur sínar til ársins 1972, hefur verið tekin upp á nýjan leik. Ætlunin er að komast til botns í því hve mikið Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, vissi í raun um innbrotið í Watergate-bygginguna í Washington, höfuðstöðvar Demókrataflokksins.

Samkomulag tókst á síðustu stundu

Herman Van Rompuy er lítt þekktur utan heimalands síns. Hann er hæglátur hagfræðingur, sem hefur gaman af japönskum hækum, en fær núna það hlutverk að vera eins konar andlit Evrópusambandsins.

Forsætisráðherra Belgíu verður fyrsti forseti ESB

Leiðtogar 27 Evrópusambandsríkja hafa komið sér saman um að Herman van Rompuy, forsætisráðherra Belgíu, verði fyrsti forseti Evrópusambandsins. Þá hefur barónessan Catherine Ashton verið útnefnd yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu og mun hún taka við embættinu af Javier Solana.

Nýr formaður Alþjóða Rauða krossins

Tadateru Konoé, formaður Rauða krossins í Japan, var kjörinn formaður Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans á aðalfundi landsfélaga sem nú stendur yfir í Naíróbí í Kenýa. Konoé mun gegna formannsembættinu næstu fjögur ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða kross Íslands.

Flís úr krossi Krists sýnd í Páfagarði

Flísin úr krossi Krists er felld inn í gullkross sem Jústiníus annar keisari gaf íbúum Rómar á sjöttu öld. Hann hefur verið varðveittur í Páfagarði síðastliðin 1500 ár.

Sjá næstu 50 fréttir