Samkomulag tókst á síðustu stundu 20. nóvember 2009 04:30 Mynd/AP Herman Van Rompuy er lítt þekktur utan heimalands síns. Hann er hæglátur hagfræðingur, sem hefur gaman af japönskum hækum, en fær núna það hlutverk að vera eins konar andlit Evrópusambandsins. Leiðtogar aðildarríkjanna 27 snæddu saman kvöldverð í Brussel í gær. Tilgangur fundarins var að velja í tvö ný embætti sambandsins, annars vegar forseta leiðtogaráðsins, hins vegar utanríkismálafulltrúa. Fyrir fram leit ekki út fyrir að þeir myndu eiga auðvelt með að komast að niðurstöðu. Útkoman varð þó sú að forsætisráðherra Belgíu yrði forseti og breska barónessan Catherine Ashton yrði utanríkismálafulltrúi. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hafði lagt mikla áherslu á að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, fengi forsetaembættið. Það var ekki fyrr en hann var kominn til Brussel í gær að hann sá að ekki þýddi að afla lengur stuðnings við Blair. Spánverjar og Frakkar voru harðir í andstöðu sinni við að Blair fengi stöðuna, þar sem hætta væri á því að hann yrði of áberandi í embættinu. Þeir vildu frekar fá einhvern sem einbeitti sér að þeim verkefnum sem embættinu eru ætluð, nefnilega að stjórna fundum leiðtogaráðsins og taka á móti erlendum ráðamönnum. Í staðinn kröfðust Bretar þess að fá embætti utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og þar varð þeim að ósk sinni. Ashton situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þar sem hún hefur farið með viðskiptamál, en sem utanríkismálafulltrúi verður hún jafnframt varaforseti framkvæmdastjórnarinnar. Nokkuð margir áhrifamenn í Evrópu þóttu fyrir fram koma til greina í forsetaembættið, þar á meðal Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, Toomas Ilves, forseti Eistlands, og Vaira Vike-Freiberga, fyrrverandi forseti Lettlands. Vike-Freiberga, eina konan sem þótti koma til greina í forsetaembættið, sagði fyrir fundinn í gær að breyta yrði því fyrirkomulagi að ákvarðanir af þessu tagi væru teknar á lokuðum kvöldverðarfundum. „Í heimalandi mínu finnst fólki þetta undarlegt. Það spyr hvernig þetta gengur fyrir sig. Hvort það sé rétt að forsætisráðherrann beri einn ábyrgðina, og hvað þá með okkur hin? Höfum við ekkert um þetta að segja?" sagði hún. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Herman Van Rompuy er lítt þekktur utan heimalands síns. Hann er hæglátur hagfræðingur, sem hefur gaman af japönskum hækum, en fær núna það hlutverk að vera eins konar andlit Evrópusambandsins. Leiðtogar aðildarríkjanna 27 snæddu saman kvöldverð í Brussel í gær. Tilgangur fundarins var að velja í tvö ný embætti sambandsins, annars vegar forseta leiðtogaráðsins, hins vegar utanríkismálafulltrúa. Fyrir fram leit ekki út fyrir að þeir myndu eiga auðvelt með að komast að niðurstöðu. Útkoman varð þó sú að forsætisráðherra Belgíu yrði forseti og breska barónessan Catherine Ashton yrði utanríkismálafulltrúi. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hafði lagt mikla áherslu á að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, fengi forsetaembættið. Það var ekki fyrr en hann var kominn til Brussel í gær að hann sá að ekki þýddi að afla lengur stuðnings við Blair. Spánverjar og Frakkar voru harðir í andstöðu sinni við að Blair fengi stöðuna, þar sem hætta væri á því að hann yrði of áberandi í embættinu. Þeir vildu frekar fá einhvern sem einbeitti sér að þeim verkefnum sem embættinu eru ætluð, nefnilega að stjórna fundum leiðtogaráðsins og taka á móti erlendum ráðamönnum. Í staðinn kröfðust Bretar þess að fá embætti utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og þar varð þeim að ósk sinni. Ashton situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þar sem hún hefur farið með viðskiptamál, en sem utanríkismálafulltrúi verður hún jafnframt varaforseti framkvæmdastjórnarinnar. Nokkuð margir áhrifamenn í Evrópu þóttu fyrir fram koma til greina í forsetaembættið, þar á meðal Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, Toomas Ilves, forseti Eistlands, og Vaira Vike-Freiberga, fyrrverandi forseti Lettlands. Vike-Freiberga, eina konan sem þótti koma til greina í forsetaembættið, sagði fyrir fundinn í gær að breyta yrði því fyrirkomulagi að ákvarðanir af þessu tagi væru teknar á lokuðum kvöldverðarfundum. „Í heimalandi mínu finnst fólki þetta undarlegt. Það spyr hvernig þetta gengur fyrir sig. Hvort það sé rétt að forsætisráðherrann beri einn ábyrgðina, og hvað þá með okkur hin? Höfum við ekkert um þetta að segja?" sagði hún. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira