Erlent

Oprah lýkur keppni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Oprah (fyrir miðju) ásamt Söru Palin, fyrrum forsetaframbjóðanda, og dóttur hennar.
Oprah (fyrir miðju) ásamt Söru Palin, fyrrum forsetaframbjóðanda, og dóttur hennar.

Spjallþáttajöfurinn Oprah Winfrey lýkur ferli sínum í þættinum The Oprah Winfrey Show 9. september 2011 eftir 25 ára farsælt starf en Oprah er talin hafa einna mest áhrif allra bandarískra fjölmiðlamanna á tíðarandann þar vestra og setti Forbes-tímaritið hana í 45. sætið yfir valdamesta fólk heimsins árið 2009. Að meðaltali horfa rúmar sjö milljónir manna á þátt Opruh en hún ætlar sér síður en svo að hætta í bransanum þótt hún leggi þættinum. Þvert á móti hyggst spjallþáttavalkyrjan hefja rekstur sinnar eigin kapalsjónvarpsstöðvar, Oprah Winfrey Network, og senda út frá Los Angeles á svæði sem nær til 70 milljóna áhorfenda. Oprah mun ræða ástæður þessara breytinga í þeim þætti sem fer í loftið vestanhafs í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×