Erlent

Bjóða Ísraelsmönnum F-35 á hebresku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bandarísk F-35 þota hefur sig á loft af flugmóðurskipi.
Bandarísk F-35 þota hefur sig á loft af flugmóðurskipi.

Bandaríkjamenn hafa boðið Ísraelsher til sölu glænýjar F-35 orrustuþotur sem tilbúnar verði til afhendingar árið 2015, meira að segja með öllum kerfum og stjórntækjum á hebresku. Salan er háð því skilyrði að kaupsamningur verði undirritaður á næstu mánuðum. Með í pakkanum muni fylgja flugskeyti sem sérstaklega séu forrituð fyrir eldflaugamiðunarkerfið sem Ísraelsher notar. Sem stendur nota Ísraelsmenn breyttar F-15 og F-16 þotur frá Bandaríkjunum og yrðu F-35 vélarnar töluverð uppfærsla. Þær eru torséðar á ratstjám og hannaðar til að sinna öllum helstu þáttum loftvarna og loftárása. Þá geta vélarnar borið fjölda flugskeyta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×