Erlent

Herinn kallaður út vegna flóða í Bretlandi

Óli Tynes skrifar

Ellefu manna er saknað eftir gífurleg flóð í Bretlandi. Herinn hefur verið kallaður út til þess að veita aðstoð á flóðasvæðunum. Þyrlur hans eru í stöðugum ferðum og hafa bjargað tugum manna.

Hermenn nota meðal annnars gúmmíbáta til að fara hús úr húsi til þess að leita að eldra fólki og veiku sem hefur orðið innlyksa í húsum sínum.

Flóðunum valda miklar rigningar og hafa ár víða flætt yfir bakka sína. Ástandið er hvað verst á Norður-Bretlandi og í Skotlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×