Erlent

Ákærð fyrir að birta nektarmyndir af ókunnugri konu á Facebook

Rúmlega tvítug barþerna frá New York hefur verið kærð fyrir að stela síma viðskiptavinar sem sat að sumbli á barnum.

Ekki nóg með það heldur sendi hún nektarmynd af konu sem var í símanum á Facebook-síðu mannsins. Konan, sem heitir Lindsay Head, var að þjóna á bar í Pennsylvania þar sem hún tók símann ófrjálsri hendi samkvæmt New york Post.

Konan birti myndina á síðu mannsins fyrr í mánuðinum. Þegar upp um málið komst hófst rannsókn sem varð til þess að Lindsay var handtekinn. Hún hefur verið ákærð fyrir að birta ósæmilegar myndir á Facebook.

Ekki liggur fyrir hversvegna Lindsay birti myndina eða yfirhöfuð stal síma viðskiptavinarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×