Erlent

Forsætisráðherra Belgíu verður fyrsti forseti ESB

Herman van Rompuy verður fyrsti forseti ESB.
Herman van Rompuy verður fyrsti forseti ESB.
Leiðtogar 27 Evrópusambandsríkja hafa komið sér saman um að Herman van Rompuy, forsætisráðherra Belgíu, verði fyrsti forseti Evrópusambandsins. Þá hefur barónessan Catherine Ashton verið útnefnd yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu og mun hún taka við embættinu af Javier Solana.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að leiðtogarnir hafi á fundi sínum í kvöld einróma samþykkt skipun van Rompuy og Ashton í embættin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×