Erlent

Lögreglumaður dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hin myrta, Claire Howarth.
Hin myrta, Claire Howarth.

Tæplega þrítugur breskur lögreglumaður hefur verið dæmdur til 18 ára fangelsisvistar fyrir að myrða unnustu sína sem einnig var í lögreglunni. Atvikið átti sér stað í Manchester í byrjun maí. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa banað unnustu sinni með um það bil fjórtán hamarshöggum í höfuð og efri hluta líkamans. Hann setti svo á svið bílslys og gaf þær skýringar að konan hefði hlotið höfuðáverkana þegar höfuð hennar skall í rúðuna en hún hafi ekki verið í öryggisbelti. Rannsóknarlögreglumenn drógu þessar skýringar í efa og játaði maðurinn að lokum að hafa myrt konuna. Hann gaf þá skýringu að hann hefði verið í tygjum við barnsmóður sína samhliða hinu sambandinu og ekki þolað tilfinningalegt álag sem því fylgdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×