Erlent

Segir Radcliffe ekki hasshaus

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe.

Leikarinn Tom Felton, sem leikur Draco Malfoy, andstæðing og skólabróður Harry Potter í samnefndum kvikmyndum, hefur tekið upp hanskann fyrir mótleikara sinn Daniel Radcliffe, sem leikur Harry Potter, og fullyrðir að Radcliffe noti ekki kannabisefni en háværar sögusagnir hafa verið í umferð þar að lútandi. Sagt er að Radcliffe hafi verið myndaður við kannabisreykingar í einkasamkvæmi og auk þess hafi hann lýst því yfir að hann væri ákaflega hrifinn af marijúana. Felton segir þetta hreinan uppspuna og kveður það ósanngjarnt og rætið af fjölmiðlum að birta uppspunnar fréttir, Daniel og mótleikkona þeirra beggja, Emma Watson, séu í þannig stöðu að þeim sé mikilvægt að passa upp á ímynd sína og til þess geri þau allt. Sjálfur hefur Radcliffe vísað ásökunum um kannabisneyslu á bug en játar að hann reyki eina og eina sígarettu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×