Erlent

Ísraelskt skip til liðs við NATO

Atlantshafsbandalagið hyggst styrkja tengslin við Ísrael með því að bjóða ísraelska hernum að senda herskip til liðs við herflota NATO.

James Appathurai, talsmaður NATO í Brussel, segir að bandalagið tengi starfsemi flotans ekki á neinn hátt við „pólitíska atburði í Mið-Austurlöndum".

Fyrir hefur Ísraelsher verið með fulltrúa hjá herflota NATO.

Skipið verður notað ásamt herskipum frá NATO-ríkjum til baráttu gegn hryðjuverkamönnum á Miðjarðarhafinu. Búist er við að það verði sent af stað innan nokkurra mánaða.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×