Erlent

Páfa hugnast ekki vampírur

Óli Tynes skrifar
Höfuðvampíran sjálf; Dracula greifi.
Höfuðvampíran sjálf; Dracula greifi.

Bækur, sjónvarpsþættir og kvikmyndir um vampírur virðast vera að verða tískufyrirbæri enn einusinni.

Ekki síst eru það kvikmyndir sem gerðar eru eftir bókaflokki Stephanie Meyer um táninga-blóðsugur sem njóta vinsælda meðal unga fólksins.

Bækur hennar hafa selst í áttatíu og fimm milljónum eintaka um allan heim. Sýningar eru nú hafnar á nýjustu myndinni í þeim flokki, Nýtt tungl. Páfagarði líst illa á þetta fyrirbæri.

-Í þessari mynd er hættuleg blanda af fallegum persónum sem og fikti við hið yfirnáttúrlega, sagði Franco Perazzolo preláti í Páfagarði.

-Í henni er siðferðilegt tómarúm sem er hættulegra en nokkur ónáttúrulegur boðskapur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×