Flóðavarnir stóðust ekki gríðarlegt álag 21. nóvember 2009 05:15 Íbúum bjargað Meira en 200 íbúum í bænum Cockermouth þurfti að bjarga út úr húsum þeirra í gær.Fréttablaðið/AP „Bílarnir flutu niður götuna. Það verður langt þangað til Cockermouth jafnar sig eftir þetta,“ sagði Michael Dunn, knæpueigandi í bænum Cockermouth á Englandi. „Þetta hefur lagt bæinn í rúst.“ Bærinn Cockermouth varð verst úti í flóðunum í Kúmbríuhéraði á norðanverðu Englandi, skammt frá landamærum Skotlands. Bjarga þurfti meira en 200 manns úr húsum í bænum, en alls flæddi umhverfis nærri þúsund heimili á flóðasvæðinu. Einn lögreglumaður fórst. Breskir hermenn fóru hús úr húsi að kanna hvort einhver væri innikróaður vegna flóðanna, sem sums staðar voru allt að 2,5 metra djúp. Daginn áður hafði rignt meira en dæmi eru til í þessum landshluta. Á einum stað mældist úrkoman 314,4 millimetrar á einum sólarhring. Hilary Benn umhverfisráðherra sagði að flóðavarnir á þessum slóðum ættu að standast flóð eins og þau gerast mest á hverri öld, en úrhellið að þessu sinni varð meira en nokkur gat reiknað með. „Það sem við þurftum að takast á við síðustu nótt var frekar nokkuð sem búast má við á þúsund ára fresti, þannig að jafnvel allra bestu varnir geta brugðist þegar þetta mikil úrkoma kemur á þetta stuttum tíma,“ sagði hún. Töluverð flóð urðu einnig á stórum hluta Írlands eftir óvenjumiklar rigningar og hvassviðri. Meira en eins metra hátt vatn lá yfir miðbænum í Cork, næststærstu borg landsins. Álíka mikil flóð urðu í meira en tíu bæjum og borgum Írlands. Í gær hætti loks að rigna og flóðin tóku að réna, sem gaf björgunarfólki færi á að komast á bátum að fólki sem var innikróað í húsum sínum. Tony Walker, einn íbúa í Cockermouth, sagði í útvarpsviðtali í gærmorgun, þegar hann var enn innikróaður, að flóðið á neðstu hæðinni heima hjá sér næði í brjósthæð. Hann hefði þurft að bíða björgunar á efstu hæðinni. „Ég hef lifað betri morgna,“ sagði hann. „Ég hef beðið hér í alla nótt og er orðinn drykkjarvatnslaus, þannig að ég er í alvöru að hugsa um að koma mér burt. Vatnið er enn býsna djúpt. Það fer lækkandi, en það gerist svo hægt að það verða klukkutímar þangað til það verður orðið autt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
„Bílarnir flutu niður götuna. Það verður langt þangað til Cockermouth jafnar sig eftir þetta,“ sagði Michael Dunn, knæpueigandi í bænum Cockermouth á Englandi. „Þetta hefur lagt bæinn í rúst.“ Bærinn Cockermouth varð verst úti í flóðunum í Kúmbríuhéraði á norðanverðu Englandi, skammt frá landamærum Skotlands. Bjarga þurfti meira en 200 manns úr húsum í bænum, en alls flæddi umhverfis nærri þúsund heimili á flóðasvæðinu. Einn lögreglumaður fórst. Breskir hermenn fóru hús úr húsi að kanna hvort einhver væri innikróaður vegna flóðanna, sem sums staðar voru allt að 2,5 metra djúp. Daginn áður hafði rignt meira en dæmi eru til í þessum landshluta. Á einum stað mældist úrkoman 314,4 millimetrar á einum sólarhring. Hilary Benn umhverfisráðherra sagði að flóðavarnir á þessum slóðum ættu að standast flóð eins og þau gerast mest á hverri öld, en úrhellið að þessu sinni varð meira en nokkur gat reiknað með. „Það sem við þurftum að takast á við síðustu nótt var frekar nokkuð sem búast má við á þúsund ára fresti, þannig að jafnvel allra bestu varnir geta brugðist þegar þetta mikil úrkoma kemur á þetta stuttum tíma,“ sagði hún. Töluverð flóð urðu einnig á stórum hluta Írlands eftir óvenjumiklar rigningar og hvassviðri. Meira en eins metra hátt vatn lá yfir miðbænum í Cork, næststærstu borg landsins. Álíka mikil flóð urðu í meira en tíu bæjum og borgum Írlands. Í gær hætti loks að rigna og flóðin tóku að réna, sem gaf björgunarfólki færi á að komast á bátum að fólki sem var innikróað í húsum sínum. Tony Walker, einn íbúa í Cockermouth, sagði í útvarpsviðtali í gærmorgun, þegar hann var enn innikróaður, að flóðið á neðstu hæðinni heima hjá sér næði í brjósthæð. Hann hefði þurft að bíða björgunar á efstu hæðinni. „Ég hef lifað betri morgna,“ sagði hann. „Ég hef beðið hér í alla nótt og er orðinn drykkjarvatnslaus, þannig að ég er í alvöru að hugsa um að koma mér burt. Vatnið er enn býsna djúpt. Það fer lækkandi, en það gerist svo hægt að það verða klukkutímar þangað til það verður orðið autt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira