Fleiri fréttir Kjærsgaard útskrifuð Pia Kjærsgaard, leiðtogi danska þjóðarflokksins, var í nótt útskrifuð af sjúkrahúsi en þangað var hún flutt í skyndi í gær. Pia hafði kvartað undan hausverk í síðustu viku og í gær þurfti hún að víkja af sumarfundi flokks síns rétt áður en hún ávarpaði fundargesti. 7.8.2008 07:59 Ólympíueldurinn nálgast endastöð Þrír dagar eru þangað til að Ólympíuleikarnir hefjast í Kína. Þessa seinustu daga munu ríflega 800 einstaklingar bera eldinn um stund. NBA-stjarnan Yao Ming var meðal þeirra sem báru eldinn í dag. 6.8.2008 22:45 Ekki kom til átaka í valdaráninu í Máretaníu Fyrrverandi yfirmaður lífvarða forseta Máretaníu hefur rænt völdum í landinu. Herinn lét til skarar skríða eftir að fjórir hershöfðingjar voru reknir úr starfi í gær. 6.8.2008 20:15 McCain gerir aftur gys að Obama í nýrri auglýsingu John McCain lætur ekki deigan síga í kosningabaráttunni við Barack Obama um bandaríska forsetastólinn og birti í dag nýja auglýsingu þar sem hann líkir Obama aftur við ofurstjörnur Hollywood. Áður hafði McCain gert auglýsingu sem líkti Obama við Paris Hilton og Britney Spears. 6.8.2008 16:52 Þúsundir í verkfalli í Suður-Afríku Þúsundir verkamanna hafa í dag tekið þátt í verkfalli um alla Suður Afríku til þess að mótmæla rísandi eldsneytis- og matarverði og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Stéttarfélagið COSATU sem hefur tvær milljónir meðlima hvatti félagsmenn sína til þess að leggja niður störf í dag. Var tilgangurinn að að senda vinnuveitendum sínum skilaboð en þeir íhuga að minnka laun vegna ástandsins. 6.8.2008 16:26 Óljós svör Írana valda vonbrigðum Símafundur verður á eftir á milli leiðtoga sex leiðandi þjóða í heiminum þar sem fjallað verðu um hvernig eigi að bregðast við óljósu svarbréfi Írana við tilboði þeirra um samvinnu. Þykja Íranar hafa verið með undanbrögð með óljósu svari sínu. 6.8.2008 15:01 Kjærsgaard á sjúkrahúsi Leiðtogi Danska þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, er nú í rannsókn á sjúkrahúsinu í Hróarskeldu eftir að hún fann fyrir miklum höfuðverk á á sumarfundi flokksins á Sjálandi í dag. 6.8.2008 14:51 Bílstjóri bin Ladens dæmdur Salim Hamdan, bílstjóri Osama bin Ladens, var í dag fundinn sekur af bandarískum herdómsstóli í Guantanamo fangabúðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem fullt dómsmál fer fyrir bandarískan herrétt síðan í seinni heimstyrjöldinni. 6.8.2008 14:29 Mikilvægt skref í landsvæðabaráttu norðurheimskautsins Vísindamenn við háskólann í Durham í Bretlandi hafa gert kort sem sýnir yfirráð ríkja á norðurheimskautinu og möguleg svæði sem gætu orðið bitbein í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hannað er svo nákvæmt kort af svæðinu. 6.8.2008 14:06 Helmingur af prímatategundum jarðar í útrýmingarhættu Nærrum því helmingur allra prímatategunda eru í útrýmingahættu samkvæmt Alþjóðasamtökunum um verndun náttúru (IUCN). Halda samtökin þessu fram á grundvelli rannsókna hundruða vísindamanna en meira en áratugur er síðan svo viðamikill samantekt hefur verið gert. Hafa stofnar marga tegunda versnað til muna á síðasta áratug. 6.8.2008 13:46 63 ár frá árásinni á Hiroshima Japanir minnast þess að fyrsta kjarnorkuárás veraldarsögunnar var gerð á borgina Hiroshima þennan dag árið 1945. 6.8.2008 12:55 Tvöfalt fleiri górillur til í heiminum en talið var Á undanförnum árum hafa vísindamenn ákaft varað við útrýmingarhættu fjallagórilla Í Afríku. Nú er þó komið í ljós að ekki var allt sem sýndist. 6.8.2008 12:26 Herinn tekur völdin af forsetanum í Máritaníu Valdarán var framið í Afríkuríkinu Máritaníu í morgun þegar herinn handtók forseta landsins, Sidi Mohammed Ould Cheikh Abdallahi, forsætisráðherrann og innanríkisráðherrann. 6.8.2008 11:38 Móðir Madeleine grátbað lögregluna um upplýsingar Kate McCann, móðir Madeleine sem hvarf á Portúgal í maí í fyrra, sendi portúgölsku lögreglunni tilfinningaríkt bréf þar sem hún grátbað um að fá að fylgjast með rannsókn málsins. 6.8.2008 10:58 Mótmæltu fóstureyðingum í Peking Þrír Bandaríkjamenn voru í morgun handteknir á Torgi hins himneska friðar. Fólkið vildi mótmæla aðgerðum kínverskra stjórnvalda sem miða að því að stemma stigu við fólksfjölgun í landinu en þar mega hjón aðeins eiga eitt barn. Það leiðir til þess að fóstureyðingar eru mjög algengar í landinu. Fólkið sem er kaþólskt og mótmælandatrúar hrópaði ókvæðisorð að stjórnvöldum og sagði konur neyddar í fóstureyðingar til þess að framfylgja lögunum. 6.8.2008 08:29 Norður Kórea á langt í land George Bush lofsamaði stjórnvöld í Suður Kóreu í ræðu sem hann hélt í morgun, en sagði að nágrannar þeirra í norðri þurfi að vinna mikið verk áður en hann íhugi að taka Norður Kóreu af listanum yfir öxulveldi hins illa. 6.8.2008 08:25 Solzhenitsyn jarðaður Útför rússneska andófsmannsins og rithöfundarins Alexanders Solzhenitsyn fór fram í morgun. Rithöfundurinn lést á Sunnudag, 89 ára gamall og verður hann jarðaður að eigin ósk í Donskoy klaustrinu í Moskvu. 6.8.2008 08:21 Stálu milljónum kreditkortanúmera Bandarísk yfirvöld hafa ákært ellefu manns í tengslum við þjófnað á yfir fjörutíu milljón kreditkortanúmerum í stærsta máli af því tagi í sögunni. Um var að ræða alþjóðlegt gengi tölvuglæpamanna sem brutust inn í tölvur bandarískra stórverslana og náðu þannig í upplýsingar um kortanúmer og lykilorð milljóna viðskiptavina. Fólkið seldi upplýsingarnar síðan áfram til annara glæpamanna. 6.8.2008 08:19 Sleppa föngum í skiptum fyrir lík Ísraelar slepptu í morgun fimm palestínskum föngum úr haldi. Þetta var gert eftir að samkomulag náðist við Hesbolla samtökin í Líbanon fyrr í vikunni en Ísraelar fá í staðinn lík tveggja ísraelskra hermanna sem féllu í átökunum á Landamærum Ísraels og Líbanon árið 2006. 6.8.2008 08:17 Bankaránum fjölgar mikið í Svíþjóð Bankaránum hefur fjölgað mjög í Svíþjóð á þessu ári og ræningjarnir grípa frekar til ofbeldis en áður. Á síðasta ári voru framin eða gerð tilraun til að fremja fjörutíu bankarán í landinu en það sem af er þessu ári hafa ránin og ránstilraunirnar verið sextíu og sex og þó eru næstum fimm mánuðir eftir af árinu. Nú þegar er um sextíu og fimm prósenta aukningu á milli ára að ræða. 6.8.2008 08:10 Tekinn af lífi í Texas þrátt fyrir mótmæli Alþjóðadómstólsins Mexíkanskur maður, Jose Medellin, var í nótt tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Texas í Bandaríkjunum. Mál mannsins, sem sakaður var um að myrða og nauðga sextán ára gamalli stúlku, hefur vakið mikla athygli en Hæstiréttur Bandaríkjanna vísaði í nótt áfrýjunarbeiðni hans á bug. Skömmu síðar var hann tekinn af lífi með eitursprautu. 6.8.2008 08:06 Kyndillinn í Peking Kyndilberar hlaupa nú síðasta spottann með Ólympíueldinn í gegnum Peking en Ólympíuleikarnir verða settir í borginni á föstudag. Kyndillinn hefur nú ferðast hundrað og fjörutíuþúsund kílómetra og farið um sex heimsálfur á leið sinni en lagt var af stað með logann frá Grikklandi þann tuttugasta og fjórða mars síðastliðinn. 6.8.2008 07:59 Guantanamo réttarhöld mögulega dæmd ómerk Fyrstu réttarhöldin í sérstökum bandarískum hérdómsstól í Guantanamo-fangabúðunum gætu verið dæmd ómerk vegna óskýrleika á skilgreiningu á því hvað sé glæpur og hvað sé stríðsglæpur. 5.8.2008 16:53 Stálgirðingar settar upp við landamæri BNA og Mexíkó Stálgirðingar hafa verið settar upp á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vestur við El Paso en girðingarnar eru ný leið til öryggisráðstafa við landamærin. 5.8.2008 15:27 Saka Frakka um aðild að þjóðarmorðum í Rúanda Þrjátíu og þrír franskir stjórnmálamenn og yfirmenn í franska hernum studdu og komu að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994 og það þarf að draga þá til ábyrgðar. 5.8.2008 15:06 Þýskar lögreglukonur fá „skotheld brjóstahöld“ Þýskar lögreglukonur fá á næstunni það sem þýskir fjölmiðlar kalla skotheld brjóstahöld. 5.8.2008 14:37 Pakistönsk kona sökuð um tengsl við al-Qaida Pakistönsk kona hefur verið flutt frá Afganistan til Bandaríkjanna þar sem hún á yfir höfði sér ákæru fyrir að reyna að myrða fulltrúa á vegum Bandaríkjastjórnar. 5.8.2008 14:08 Bush á leið á Ólympíuleika í Kína George Bush Bandaríkjaforseti er nú á leið til Kína þar sem hann verður við setningu Ólympíuleikanna á föstudaginn. 5.8.2008 12:45 Hundruð votta Solzhenitsyn virðingu sína Hundruð manna hafa í morgun vottað Alexander Solzhenitsyn virðingu sína en lík hans liggur nú á viðhafnarbörum í sal rússnesku vísindaakademíunnar. 5.8.2008 12:30 Snarpur skjálfti í Sichuan-héraði Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók Sichuan-hérað í suðvesturhluta Kína laust fyrir klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. 5.8.2008 10:28 Vill ísbirni af lista yfir dýr í útrýmingarhættu Ríkisstjóri Alaska hyggst höfða mál á hendur bandarísku alríkisstjórninni vegna þeirrar ákvörðunar að setja ísbirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vill ríkisstjórinn að dómstólar ógildi ákvörðunina. 5.8.2008 10:06 Of feitur til að deyja Maður einn á dauðadeild í Ohio í Bandaríkjunum hefur tekið til nýstárlegra varna í áfrýjun sinni. Lögfræðingar hans segja að ekki sé hægt að taka hann af lífi vegna þess að hann sé of feitur. 5.8.2008 08:43 Mbeki þvertekur fyrir að hafa tekið við mútum Tabo Mbeki, forseti Suður Afríku, þvertekur fyrir að hann hafi þegið mútur frá þýsku vopnaframleiðslufyrirtæki. Ásakanir um mútuþægni forsetans eru settar fram í Suður Afríska blaðinu Sunday Times en blaðið segir að Mbeki hafi greitt forsetanum fyrir að tryggja að sala á þremur kafbátum gengi í gegn. Forsetinn og talsmenn hans segja ekkert hæft í fréttinni og í sama streng tekur þýska fyrirtækið. 5.8.2008 08:40 Edouard stefnir á Texas Óveðrið Edouard stefnir nú hraðbyri að Texas ríki í Bandaríkjunum og sækir í sig veðrið með hverri klukkustundinni. Stormurinn færist nú Norð-vestur eftir Mexíkóflóa og er búist við því að hann nái styrk fellibyls um miðjan dag. Íbúar Texas búa sig nú undir að óveðrið gangi á land en um fimm og hálf milljón manna búa á svæðinu þar sem búist er við að stormurinn fari yfir. 5.8.2008 08:36 Obama vill ganga á varaforðann Barack Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, vill láta veita 70 milljónum olíutunna úr varaforða landsins til þess að stemma stigu við hækkandi olíuverði í heiminum. 5.8.2008 08:34 Rignir á Dani Miklar rigningar eru nú í Danmörku en í gær var úrkoman á nokkrum stöðum álíka mikil og venja er í öllum ágústmánuði. Á Norður-Jótlandi var úrkoman um 60 millimetrar í gær og á Skagen var hún 70 millimetrar. 5.8.2008 08:29 Clinton vill meira fé í baráttuna við HIV Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kallar eftir auknum fjárframlögum í baráttunni við alnæmi í heiminum. Alþjóðleg ráðstefna um sjúkdóminn stendur nú yfir í Mexíkó og þar sagði Clinton að auka þurfi framlög um fimmtíu prósent á næstu tveimur árum til þess að unnt sé að standa straum af lyfjagjöf til þeirra sem smitast hafa. 5.8.2008 08:25 Lét klóna hundinn sinn Vísindamenn í Suður Kóreu segjast hafa klónað gæludýr bandarísks manns sem gat ekki hugsað sér að sjá á bak hundinum sínum. 5.8.2008 08:18 Ellefu létust á K2 Ellefu fjallgöngumenn fórust á næst-hæsta fjalli heimsins, K2, í Pakistan um helgina. Fólkið var á leið niður af fjallinu eftir að hafa náð á toppinn þegar snjófljóð skall á hópnum, en í honum voru tuttugu og fimm manns. 5.8.2008 07:17 Öryggið tryggt á Ólympíuleikunum Kínversk yfirvöld reyna nú að fullvissa fólk um að áhorfendur og þáttakendur á ólympíuleikunum sem hefjast eftir nokkra daga séu óhulltir. Aðskilnaðarsinnar í Sínjang héraði eru sakaðir um árás á landamærastöð í gær, en forsvarsmenn leikanna segja að ítrustu öryggiskröfur séu uppfylltar í Peking og því sé gestum engin hætta búin. 5.8.2008 07:15 Zuma hylltur við réttarhöld Stuðningsmenn Jacob Zuma, leiðtoga Þjóðarflokksins (ANC) í Suður-Afríku, hafa safnast saman á götum úti í dag, til þess að hylla hann. Zuma mætti fyrir rétt í dag til þess að freista þess að fá ákærur gegn sér felldar niður. 4.8.2008 19:59 Fritzl líklega ákærður fyrir þrælahald Hinn austurríski Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í meira en 24 ár og misnotaði hana kynferðislega gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir þrælahald. Þetta hefur fréttastofa Breska ríkisúvarpsins, BBC, eftir saksóknurum í Austurríki. 4.8.2008 11:59 Sextán kínverskir lögreglumenn myrtir Sextán kínverskir lögreglumenn voru myrtir í árás í borginni Kashgar í Zinjiang. 4.8.2008 11:37 Nóbelsverðlaunahafinn Alexander Solzhenitsyn er fallinn frá Rússneski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alexander Solzhenitsyn, sem opinberaði fangabúðakerfi Jósefs Stalíns í bókum sínum, lést nærri Moskvu um helgina, 89 ára gamall. 4.8.2008 10:42 Bretar myrtir í Karíbahafinu Þrjátíu og eins árs gamall Breti, Ben Mullany, lést á sjúkrahúsi í Bretlandi um helgina af skotsárum sem hann fékk þegar ráðist var á hann og konu hans á eynni Antigua í Karíbahafi í síðustu viku. 4.8.2008 10:23 Sjá næstu 50 fréttir
Kjærsgaard útskrifuð Pia Kjærsgaard, leiðtogi danska þjóðarflokksins, var í nótt útskrifuð af sjúkrahúsi en þangað var hún flutt í skyndi í gær. Pia hafði kvartað undan hausverk í síðustu viku og í gær þurfti hún að víkja af sumarfundi flokks síns rétt áður en hún ávarpaði fundargesti. 7.8.2008 07:59
Ólympíueldurinn nálgast endastöð Þrír dagar eru þangað til að Ólympíuleikarnir hefjast í Kína. Þessa seinustu daga munu ríflega 800 einstaklingar bera eldinn um stund. NBA-stjarnan Yao Ming var meðal þeirra sem báru eldinn í dag. 6.8.2008 22:45
Ekki kom til átaka í valdaráninu í Máretaníu Fyrrverandi yfirmaður lífvarða forseta Máretaníu hefur rænt völdum í landinu. Herinn lét til skarar skríða eftir að fjórir hershöfðingjar voru reknir úr starfi í gær. 6.8.2008 20:15
McCain gerir aftur gys að Obama í nýrri auglýsingu John McCain lætur ekki deigan síga í kosningabaráttunni við Barack Obama um bandaríska forsetastólinn og birti í dag nýja auglýsingu þar sem hann líkir Obama aftur við ofurstjörnur Hollywood. Áður hafði McCain gert auglýsingu sem líkti Obama við Paris Hilton og Britney Spears. 6.8.2008 16:52
Þúsundir í verkfalli í Suður-Afríku Þúsundir verkamanna hafa í dag tekið þátt í verkfalli um alla Suður Afríku til þess að mótmæla rísandi eldsneytis- og matarverði og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Stéttarfélagið COSATU sem hefur tvær milljónir meðlima hvatti félagsmenn sína til þess að leggja niður störf í dag. Var tilgangurinn að að senda vinnuveitendum sínum skilaboð en þeir íhuga að minnka laun vegna ástandsins. 6.8.2008 16:26
Óljós svör Írana valda vonbrigðum Símafundur verður á eftir á milli leiðtoga sex leiðandi þjóða í heiminum þar sem fjallað verðu um hvernig eigi að bregðast við óljósu svarbréfi Írana við tilboði þeirra um samvinnu. Þykja Íranar hafa verið með undanbrögð með óljósu svari sínu. 6.8.2008 15:01
Kjærsgaard á sjúkrahúsi Leiðtogi Danska þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, er nú í rannsókn á sjúkrahúsinu í Hróarskeldu eftir að hún fann fyrir miklum höfuðverk á á sumarfundi flokksins á Sjálandi í dag. 6.8.2008 14:51
Bílstjóri bin Ladens dæmdur Salim Hamdan, bílstjóri Osama bin Ladens, var í dag fundinn sekur af bandarískum herdómsstóli í Guantanamo fangabúðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem fullt dómsmál fer fyrir bandarískan herrétt síðan í seinni heimstyrjöldinni. 6.8.2008 14:29
Mikilvægt skref í landsvæðabaráttu norðurheimskautsins Vísindamenn við háskólann í Durham í Bretlandi hafa gert kort sem sýnir yfirráð ríkja á norðurheimskautinu og möguleg svæði sem gætu orðið bitbein í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hannað er svo nákvæmt kort af svæðinu. 6.8.2008 14:06
Helmingur af prímatategundum jarðar í útrýmingarhættu Nærrum því helmingur allra prímatategunda eru í útrýmingahættu samkvæmt Alþjóðasamtökunum um verndun náttúru (IUCN). Halda samtökin þessu fram á grundvelli rannsókna hundruða vísindamanna en meira en áratugur er síðan svo viðamikill samantekt hefur verið gert. Hafa stofnar marga tegunda versnað til muna á síðasta áratug. 6.8.2008 13:46
63 ár frá árásinni á Hiroshima Japanir minnast þess að fyrsta kjarnorkuárás veraldarsögunnar var gerð á borgina Hiroshima þennan dag árið 1945. 6.8.2008 12:55
Tvöfalt fleiri górillur til í heiminum en talið var Á undanförnum árum hafa vísindamenn ákaft varað við útrýmingarhættu fjallagórilla Í Afríku. Nú er þó komið í ljós að ekki var allt sem sýndist. 6.8.2008 12:26
Herinn tekur völdin af forsetanum í Máritaníu Valdarán var framið í Afríkuríkinu Máritaníu í morgun þegar herinn handtók forseta landsins, Sidi Mohammed Ould Cheikh Abdallahi, forsætisráðherrann og innanríkisráðherrann. 6.8.2008 11:38
Móðir Madeleine grátbað lögregluna um upplýsingar Kate McCann, móðir Madeleine sem hvarf á Portúgal í maí í fyrra, sendi portúgölsku lögreglunni tilfinningaríkt bréf þar sem hún grátbað um að fá að fylgjast með rannsókn málsins. 6.8.2008 10:58
Mótmæltu fóstureyðingum í Peking Þrír Bandaríkjamenn voru í morgun handteknir á Torgi hins himneska friðar. Fólkið vildi mótmæla aðgerðum kínverskra stjórnvalda sem miða að því að stemma stigu við fólksfjölgun í landinu en þar mega hjón aðeins eiga eitt barn. Það leiðir til þess að fóstureyðingar eru mjög algengar í landinu. Fólkið sem er kaþólskt og mótmælandatrúar hrópaði ókvæðisorð að stjórnvöldum og sagði konur neyddar í fóstureyðingar til þess að framfylgja lögunum. 6.8.2008 08:29
Norður Kórea á langt í land George Bush lofsamaði stjórnvöld í Suður Kóreu í ræðu sem hann hélt í morgun, en sagði að nágrannar þeirra í norðri þurfi að vinna mikið verk áður en hann íhugi að taka Norður Kóreu af listanum yfir öxulveldi hins illa. 6.8.2008 08:25
Solzhenitsyn jarðaður Útför rússneska andófsmannsins og rithöfundarins Alexanders Solzhenitsyn fór fram í morgun. Rithöfundurinn lést á Sunnudag, 89 ára gamall og verður hann jarðaður að eigin ósk í Donskoy klaustrinu í Moskvu. 6.8.2008 08:21
Stálu milljónum kreditkortanúmera Bandarísk yfirvöld hafa ákært ellefu manns í tengslum við þjófnað á yfir fjörutíu milljón kreditkortanúmerum í stærsta máli af því tagi í sögunni. Um var að ræða alþjóðlegt gengi tölvuglæpamanna sem brutust inn í tölvur bandarískra stórverslana og náðu þannig í upplýsingar um kortanúmer og lykilorð milljóna viðskiptavina. Fólkið seldi upplýsingarnar síðan áfram til annara glæpamanna. 6.8.2008 08:19
Sleppa föngum í skiptum fyrir lík Ísraelar slepptu í morgun fimm palestínskum föngum úr haldi. Þetta var gert eftir að samkomulag náðist við Hesbolla samtökin í Líbanon fyrr í vikunni en Ísraelar fá í staðinn lík tveggja ísraelskra hermanna sem féllu í átökunum á Landamærum Ísraels og Líbanon árið 2006. 6.8.2008 08:17
Bankaránum fjölgar mikið í Svíþjóð Bankaránum hefur fjölgað mjög í Svíþjóð á þessu ári og ræningjarnir grípa frekar til ofbeldis en áður. Á síðasta ári voru framin eða gerð tilraun til að fremja fjörutíu bankarán í landinu en það sem af er þessu ári hafa ránin og ránstilraunirnar verið sextíu og sex og þó eru næstum fimm mánuðir eftir af árinu. Nú þegar er um sextíu og fimm prósenta aukningu á milli ára að ræða. 6.8.2008 08:10
Tekinn af lífi í Texas þrátt fyrir mótmæli Alþjóðadómstólsins Mexíkanskur maður, Jose Medellin, var í nótt tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Texas í Bandaríkjunum. Mál mannsins, sem sakaður var um að myrða og nauðga sextán ára gamalli stúlku, hefur vakið mikla athygli en Hæstiréttur Bandaríkjanna vísaði í nótt áfrýjunarbeiðni hans á bug. Skömmu síðar var hann tekinn af lífi með eitursprautu. 6.8.2008 08:06
Kyndillinn í Peking Kyndilberar hlaupa nú síðasta spottann með Ólympíueldinn í gegnum Peking en Ólympíuleikarnir verða settir í borginni á föstudag. Kyndillinn hefur nú ferðast hundrað og fjörutíuþúsund kílómetra og farið um sex heimsálfur á leið sinni en lagt var af stað með logann frá Grikklandi þann tuttugasta og fjórða mars síðastliðinn. 6.8.2008 07:59
Guantanamo réttarhöld mögulega dæmd ómerk Fyrstu réttarhöldin í sérstökum bandarískum hérdómsstól í Guantanamo-fangabúðunum gætu verið dæmd ómerk vegna óskýrleika á skilgreiningu á því hvað sé glæpur og hvað sé stríðsglæpur. 5.8.2008 16:53
Stálgirðingar settar upp við landamæri BNA og Mexíkó Stálgirðingar hafa verið settar upp á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vestur við El Paso en girðingarnar eru ný leið til öryggisráðstafa við landamærin. 5.8.2008 15:27
Saka Frakka um aðild að þjóðarmorðum í Rúanda Þrjátíu og þrír franskir stjórnmálamenn og yfirmenn í franska hernum studdu og komu að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994 og það þarf að draga þá til ábyrgðar. 5.8.2008 15:06
Þýskar lögreglukonur fá „skotheld brjóstahöld“ Þýskar lögreglukonur fá á næstunni það sem þýskir fjölmiðlar kalla skotheld brjóstahöld. 5.8.2008 14:37
Pakistönsk kona sökuð um tengsl við al-Qaida Pakistönsk kona hefur verið flutt frá Afganistan til Bandaríkjanna þar sem hún á yfir höfði sér ákæru fyrir að reyna að myrða fulltrúa á vegum Bandaríkjastjórnar. 5.8.2008 14:08
Bush á leið á Ólympíuleika í Kína George Bush Bandaríkjaforseti er nú á leið til Kína þar sem hann verður við setningu Ólympíuleikanna á föstudaginn. 5.8.2008 12:45
Hundruð votta Solzhenitsyn virðingu sína Hundruð manna hafa í morgun vottað Alexander Solzhenitsyn virðingu sína en lík hans liggur nú á viðhafnarbörum í sal rússnesku vísindaakademíunnar. 5.8.2008 12:30
Snarpur skjálfti í Sichuan-héraði Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók Sichuan-hérað í suðvesturhluta Kína laust fyrir klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. 5.8.2008 10:28
Vill ísbirni af lista yfir dýr í útrýmingarhættu Ríkisstjóri Alaska hyggst höfða mál á hendur bandarísku alríkisstjórninni vegna þeirrar ákvörðunar að setja ísbirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vill ríkisstjórinn að dómstólar ógildi ákvörðunina. 5.8.2008 10:06
Of feitur til að deyja Maður einn á dauðadeild í Ohio í Bandaríkjunum hefur tekið til nýstárlegra varna í áfrýjun sinni. Lögfræðingar hans segja að ekki sé hægt að taka hann af lífi vegna þess að hann sé of feitur. 5.8.2008 08:43
Mbeki þvertekur fyrir að hafa tekið við mútum Tabo Mbeki, forseti Suður Afríku, þvertekur fyrir að hann hafi þegið mútur frá þýsku vopnaframleiðslufyrirtæki. Ásakanir um mútuþægni forsetans eru settar fram í Suður Afríska blaðinu Sunday Times en blaðið segir að Mbeki hafi greitt forsetanum fyrir að tryggja að sala á þremur kafbátum gengi í gegn. Forsetinn og talsmenn hans segja ekkert hæft í fréttinni og í sama streng tekur þýska fyrirtækið. 5.8.2008 08:40
Edouard stefnir á Texas Óveðrið Edouard stefnir nú hraðbyri að Texas ríki í Bandaríkjunum og sækir í sig veðrið með hverri klukkustundinni. Stormurinn færist nú Norð-vestur eftir Mexíkóflóa og er búist við því að hann nái styrk fellibyls um miðjan dag. Íbúar Texas búa sig nú undir að óveðrið gangi á land en um fimm og hálf milljón manna búa á svæðinu þar sem búist er við að stormurinn fari yfir. 5.8.2008 08:36
Obama vill ganga á varaforðann Barack Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, vill láta veita 70 milljónum olíutunna úr varaforða landsins til þess að stemma stigu við hækkandi olíuverði í heiminum. 5.8.2008 08:34
Rignir á Dani Miklar rigningar eru nú í Danmörku en í gær var úrkoman á nokkrum stöðum álíka mikil og venja er í öllum ágústmánuði. Á Norður-Jótlandi var úrkoman um 60 millimetrar í gær og á Skagen var hún 70 millimetrar. 5.8.2008 08:29
Clinton vill meira fé í baráttuna við HIV Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kallar eftir auknum fjárframlögum í baráttunni við alnæmi í heiminum. Alþjóðleg ráðstefna um sjúkdóminn stendur nú yfir í Mexíkó og þar sagði Clinton að auka þurfi framlög um fimmtíu prósent á næstu tveimur árum til þess að unnt sé að standa straum af lyfjagjöf til þeirra sem smitast hafa. 5.8.2008 08:25
Lét klóna hundinn sinn Vísindamenn í Suður Kóreu segjast hafa klónað gæludýr bandarísks manns sem gat ekki hugsað sér að sjá á bak hundinum sínum. 5.8.2008 08:18
Ellefu létust á K2 Ellefu fjallgöngumenn fórust á næst-hæsta fjalli heimsins, K2, í Pakistan um helgina. Fólkið var á leið niður af fjallinu eftir að hafa náð á toppinn þegar snjófljóð skall á hópnum, en í honum voru tuttugu og fimm manns. 5.8.2008 07:17
Öryggið tryggt á Ólympíuleikunum Kínversk yfirvöld reyna nú að fullvissa fólk um að áhorfendur og þáttakendur á ólympíuleikunum sem hefjast eftir nokkra daga séu óhulltir. Aðskilnaðarsinnar í Sínjang héraði eru sakaðir um árás á landamærastöð í gær, en forsvarsmenn leikanna segja að ítrustu öryggiskröfur séu uppfylltar í Peking og því sé gestum engin hætta búin. 5.8.2008 07:15
Zuma hylltur við réttarhöld Stuðningsmenn Jacob Zuma, leiðtoga Þjóðarflokksins (ANC) í Suður-Afríku, hafa safnast saman á götum úti í dag, til þess að hylla hann. Zuma mætti fyrir rétt í dag til þess að freista þess að fá ákærur gegn sér felldar niður. 4.8.2008 19:59
Fritzl líklega ákærður fyrir þrælahald Hinn austurríski Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í meira en 24 ár og misnotaði hana kynferðislega gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir þrælahald. Þetta hefur fréttastofa Breska ríkisúvarpsins, BBC, eftir saksóknurum í Austurríki. 4.8.2008 11:59
Sextán kínverskir lögreglumenn myrtir Sextán kínverskir lögreglumenn voru myrtir í árás í borginni Kashgar í Zinjiang. 4.8.2008 11:37
Nóbelsverðlaunahafinn Alexander Solzhenitsyn er fallinn frá Rússneski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alexander Solzhenitsyn, sem opinberaði fangabúðakerfi Jósefs Stalíns í bókum sínum, lést nærri Moskvu um helgina, 89 ára gamall. 4.8.2008 10:42
Bretar myrtir í Karíbahafinu Þrjátíu og eins árs gamall Breti, Ben Mullany, lést á sjúkrahúsi í Bretlandi um helgina af skotsárum sem hann fékk þegar ráðist var á hann og konu hans á eynni Antigua í Karíbahafi í síðustu viku. 4.8.2008 10:23