Erlent

Bílstjóri bin Ladens dæmdur

SHA skrifar

Salim Hamdan, bílstjóri Osama bin Ladens, var í dag fundinn sekur af bandarískum herdómsstóli í Guantanamo fangabúðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem fullt dómsmál fer fyrir bandarískan herrétt síðan í seinni heimstyrjöldinni.

Hamdan var fundinn sekur um að hafa leikið lykilhlutverk í ýmsum sakhæfum atriðum tengdum bin Laden og fyrir að hafa stutt við hryðjuverk. Átti Hamdan m.a. að hafa flutt og ferjað skotflaugar og önnur vopn.

Líklegast þykir að Hamdan verði dæmdur í lífstíðarfangelsi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×