Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2025 10:49 Þorleifur Jón Hreiðarsson ætlar ekki að láta það óátölulaust að fram hjá sér hafi verið gengið þegar landsliðshópur öldunga í keilu var skrúfaður saman. Lögmaður hans hefur nú sent bréf vegna málsins til forystunnar. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson hefur leitað til lögfræðings sem sent hefur forseta- og íþróttastjóra bréf þar sem hann krefst svara við því hvers vegna gengið var fram hjá honum við val á landsliði keilara. Rósalin Guðmundsdóttir lögfræðingur segir í bréfinu að til hennar hafi leitað Þorleifur Jón, nýbakaður Íslandsmeistari öldunga í keilu, og hann óski skýringa á því „á hvaða lagaheimild landsliðsnefnd byggir þá ákvörðun sína að ganga framhjá ótvíræðum íslandsmeistara við val í landslið, enda má ljóst vera að Íslandsmeistari sé fremstur í sínum flokki og falli einn að markmiði og tilgangi með kappíþróttinni fyrir hönd Íslands sem og afreksstefnu ÍSÍ.“ Í bréfinu segir einnig að vegna framgöngu landsliðsnefndar, sem forseti beri ábyrgð á, hafi Þorleifur neyðst til að leita til ÍSÍ til að fá úr því skorið „hvort annarlegar hvatir liggi að baki ákvörðun um að sniðganga meistarann í landslið“? Óásættanleg ummæli Í bréfinu segir skoða þurfi sérstaklega hvort KLÍ kunni að hafa þegið styrki úr afrekssjóði án þess að falla að skilyrðum þar að lútandi? Þá segir jafnframt að einkasamtök hafi val um að stofna til félagsskapar og setja sín eigin lög. „Þau eru því ekki bundin af reglum um kappið sem fellst í keppnisíþróttinni, afreksstefnu, siðareglum né annað. Þau samtök geta þó ekki sótt styrki í opinbert fé hafi þau íþróttaleg markmið að engu.“ Því er velt upp og óskað svara við því hvaða lagaákvæðum landsliðsnefnd byggir ákvörðun sína og þá á hvaða sjónarmiðum útilokun Þorleifs frá landsliði byggt sé á. „Í því sambandi er grjót úr glerhúsum afþakkað enda var ummæli Þórarins Más [Þorbjarnarsonar] íþróttinni til mikillar minnkunar í blöðum um úrslit íslandsmeistaramóts öldunga. Sér í lagi var gert að því skónna að um svindl hefði verið að ræða með ummælum um lágkúrulegan eða slysa sigur. Mun ÍSÍ á komandi dögum kynna sér þau ummæli og annað framferði sem litið er á sem einelti og ó-íþróttalega hegðan innan KLÍ.“ Þorleifur ætlar sér til Reno Þórarinn Már sagði Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleik við sig og þeim ummælum ætlar Þorleifur sér ekki að sitja undir.Keilusamband Íslands Hér er vísað til ummæla Þórarins Más sem fram komu í viðtali við Vísi þann 16. maí á þessu ári þegar hann sagði Þorleif hafa álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann hafi verið með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Ljóst er að þessi ummæli hafa farið fyrir brjóst Þorleifs. Í bréfinu er svo rakið að sá sem er Íslandsmeistari hljóti að vera í landsliðshópnum nema eitthvað sérstakt komi til. „Samkvæmt 8. gr. reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga +50 hefur Þorleifur rétt til að sækja að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis. Þar sem Þorleifur hefur hug á því að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í keilu, sem verður haldið í Reno, USA dagana 13. – 24. Október 2025.“ Valdi íþróttinni óbætanlegum skaða Í bréfinu er skorað á forseta að axla ábyrgð á landsliðsnefnd eins og boðað er í lögum KLÍ og afstýra þeirri villu sem viðhöfð hefur verið með vali í landslið og skerast í leikinn. „Landsliðsnefndir sérsambanda geta ekki sniðgengið íslandsmeistara, heldur geta þau valið fleiri í nefndina á málefnalega fyrirfram ákveðnum forsendum, s.s. iðkun og fyrri frammistöðu en ekki í stað íslandsmeistara sem ekki hefur afþakkað sæti sitt í landsliði.“ Í bréfi, sem Rósalind Guðmundsdóttir undirritar sem áður segir, er óskað viðbragða við erindi þessu svo fljótt sem verða má, enda er brýnt að reyna að afstýra því að deilum um svo sjálfsagðan hlut verði til þess að valda KLÍ og íþróttinni óbætanlegum skaða. ÍSÍ Keila Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Rósalin Guðmundsdóttir lögfræðingur segir í bréfinu að til hennar hafi leitað Þorleifur Jón, nýbakaður Íslandsmeistari öldunga í keilu, og hann óski skýringa á því „á hvaða lagaheimild landsliðsnefnd byggir þá ákvörðun sína að ganga framhjá ótvíræðum íslandsmeistara við val í landslið, enda má ljóst vera að Íslandsmeistari sé fremstur í sínum flokki og falli einn að markmiði og tilgangi með kappíþróttinni fyrir hönd Íslands sem og afreksstefnu ÍSÍ.“ Í bréfinu segir einnig að vegna framgöngu landsliðsnefndar, sem forseti beri ábyrgð á, hafi Þorleifur neyðst til að leita til ÍSÍ til að fá úr því skorið „hvort annarlegar hvatir liggi að baki ákvörðun um að sniðganga meistarann í landslið“? Óásættanleg ummæli Í bréfinu segir skoða þurfi sérstaklega hvort KLÍ kunni að hafa þegið styrki úr afrekssjóði án þess að falla að skilyrðum þar að lútandi? Þá segir jafnframt að einkasamtök hafi val um að stofna til félagsskapar og setja sín eigin lög. „Þau eru því ekki bundin af reglum um kappið sem fellst í keppnisíþróttinni, afreksstefnu, siðareglum né annað. Þau samtök geta þó ekki sótt styrki í opinbert fé hafi þau íþróttaleg markmið að engu.“ Því er velt upp og óskað svara við því hvaða lagaákvæðum landsliðsnefnd byggir ákvörðun sína og þá á hvaða sjónarmiðum útilokun Þorleifs frá landsliði byggt sé á. „Í því sambandi er grjót úr glerhúsum afþakkað enda var ummæli Þórarins Más [Þorbjarnarsonar] íþróttinni til mikillar minnkunar í blöðum um úrslit íslandsmeistaramóts öldunga. Sér í lagi var gert að því skónna að um svindl hefði verið að ræða með ummælum um lágkúrulegan eða slysa sigur. Mun ÍSÍ á komandi dögum kynna sér þau ummæli og annað framferði sem litið er á sem einelti og ó-íþróttalega hegðan innan KLÍ.“ Þorleifur ætlar sér til Reno Þórarinn Már sagði Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleik við sig og þeim ummælum ætlar Þorleifur sér ekki að sitja undir.Keilusamband Íslands Hér er vísað til ummæla Þórarins Más sem fram komu í viðtali við Vísi þann 16. maí á þessu ári þegar hann sagði Þorleif hafa álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann hafi verið með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Ljóst er að þessi ummæli hafa farið fyrir brjóst Þorleifs. Í bréfinu er svo rakið að sá sem er Íslandsmeistari hljóti að vera í landsliðshópnum nema eitthvað sérstakt komi til. „Samkvæmt 8. gr. reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga +50 hefur Þorleifur rétt til að sækja að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis. Þar sem Þorleifur hefur hug á því að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í keilu, sem verður haldið í Reno, USA dagana 13. – 24. Október 2025.“ Valdi íþróttinni óbætanlegum skaða Í bréfinu er skorað á forseta að axla ábyrgð á landsliðsnefnd eins og boðað er í lögum KLÍ og afstýra þeirri villu sem viðhöfð hefur verið með vali í landslið og skerast í leikinn. „Landsliðsnefndir sérsambanda geta ekki sniðgengið íslandsmeistara, heldur geta þau valið fleiri í nefndina á málefnalega fyrirfram ákveðnum forsendum, s.s. iðkun og fyrri frammistöðu en ekki í stað íslandsmeistara sem ekki hefur afþakkað sæti sitt í landsliði.“ Í bréfi, sem Rósalind Guðmundsdóttir undirritar sem áður segir, er óskað viðbragða við erindi þessu svo fljótt sem verða má, enda er brýnt að reyna að afstýra því að deilum um svo sjálfsagðan hlut verði til þess að valda KLÍ og íþróttinni óbætanlegum skaða.
ÍSÍ Keila Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?