Fleiri fréttir

FBI tók feil á þýskum ferðamönum og glæpaforingja

Borin hafa verið kennsl á miðaldra hjón sem fest voru á myndband í ferðamannabænum Taormina á síðasta ári. Um var að ræða þýska ferðamenn en ekki stórhættulegan glæpamann og kærustu hans sem eru á Topp tíu lista FBI um eftirlýsta glæpamenn.

Obama dregur verulega á Clinton í Ohio

Nú þegar aðeins vika er til forkosninga Demókrata í ríkinu Ohio sýnir ný skoðannakönnun að Barak Obama hefur dregið verulega á Hillary Clinton.

Clinton líkir Obama við Bush

Hillary Clinton hefur síðustu daga hert árásir sínar á Barack Obama í þeirri von að vinna til sín fylgi í prófkjörunum á þriðjudag í næstu viku. Clinton má ekki lengur við því að tapa fyrir Obama í þeim fáu fjölmennu ríkjum sem enn á eftir að kjósa í, því þá væri nokkuð víst að Obama færi með sigur af hólmi í baráttu Demókrataflokksins um það hvort þeirra verður forsetaefni í kosningunum í haust.

Biðlar til Brown um lausn fanga

Arabísk sjónvarpsstöð hefur birt myndskeið sem sýnir einn af fimm Bretum sem voru teknir í gíslingu fyrir átta mánuðum. Myndskeiðið sýnir mann sem biðlar til Gordon Brown forsætisráðherra um að bjarga gíslunum.

Norðurlöndin stöðva skattaflótta

Fjármálaráðherrar Norðurlandanna ætla að stöðva skattaflótta frá löndum sínum. Í lok október 2007 undirrituðu þeir samning um upplýsingaskipti við eyjuna Mön.

400 í einu höggi

Svokallaðir morðsniglar hafa verið að gera Dani vitlausa undanfarin ár. Þeir hafa breiðst svo hratt út að þeir eru hrein plága í görðum.

Samningaviðræðum í Kenía frestað

Viðræðum sem miða að því að enda ofbeldisölduna sem riðið hefur yfir Kenía frá úrslitum forsetakosninganna í lok desember hefur verið frestað. Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og málamiðlari tilkynnti þetta í dag en hann hefur leitt viðræðurnar í einn mánuð.

Tæki sem les eydd SMS komið á markað

Tæki sem gerir fólki mögulegt að njósna um maka sína með því að lesa SMS skilaboð sem hefur verið eytt, er nú komið í verslanir ytra. Tækið sem er auglýst sem „Litli gimsteinninn“ getur lesið Sim kort og upplýsingarnar er hægt að senda á hvaða tölvu sem er í gegnum USB tengi.

Írakar fordæma innrás Tyrkja

Íraska stjórnin hefur fordæmt innrás Tyrkja á Kúrda í norðurhluta Írak. Í yfirlýsingu stjórnarinnar mótmæla Írakar harkalega og skora á tyrknesk yfirvöld að draga herlið sitt til baka án tafar.

Tjáningarfrelsi fer minnkandi í Rússlandi

Tjáningarfrelsi í Rússlandi hefur farið „verulega minnkandi“ í forsetatíð Vladimir Putin samkvæmt skýrslu Amnesty International. Í henni segir að morð á berorðum fréttamönnum séu óleyst, sjálfstæðum fjölmiðlafyrirtækjum hafi verið lokað og lögregla hafi ráðist á stjórnarandstæðinga í mótmælaaðgerðum.

Dómari hafnar nýjum forsetakosningum í Nígeríu

Dómari í Nígeríu hefur hafnað kröfu stjórnarandstöðu um að forsetakosningar síðasta árs verði gerðar ógildar og kosið að nýju. Muhammadu Buhari frambjóðandi stjórnarandstöðunnar segir að ekki hafi verið kosið í 29 af 31 ríki landsins. Atiku Abuktar fyrrverandi varaforseti hélt því fram að lýðræðisflokkur Yar'Adua forseta hefði svindlað í kosningunum.

Minnsta áhorf á Óskarinn hingað til

Óskarðsverðlaunaafhendingin á sunnudagskvöld hlaut minnsta áhorf í sjónvarpi hingað til samkvæmt bandarískum könnunum. Um 32 milljónir horfðu á útsendingu ABC sjónvarpsstöðvarinnar, um milljón færri en árið 2003. Þá höfðu Bandaríkjamenn farið fyrir innrásinni í Írak daginn fyrir hátíðina. Í fyrra horfðu 41 milljón manns á hátíðina í sjónvarpi.

Engin merki um að danskar vörur verði sniðgengnar

Danska utanríkisráðuneytis segist ekki sjá merki þess í Miðausturlöndum eða annars staðar í Asíu að til standi að sniðganga danskar vörur í stórum stíl til þess að mótmæla endurbirtingu Múhameðsteikninga.

Dæmt um úrslit forsetakosninga í Nígeríu

Nígerskur dómari ákveður í dag hvort ógilda eigi kjör Umaru Yar'Adua í embætti forseta. Frambjóðendur í stjórnarandstöðu halda því fram að úrslit kosninganna á síðasta ári hafi ekki átt ser stað í mörgum ríkjum og að núverandi lýðræðisflokkur fólksins hafi breytt úrslitunum forsetanum í vil.

Heil Gosi! - Áhugi Hitlers á Disney

Forstjóri stríðsmunasafns í Noregi heldur því fram að hann hafi fundið teikningar sem Adolf Hitler gerði á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. William Hakvaag forstjóri safnsins í Lofoten í Norður-Noregi segist hafa fundið teikningarnar inni í mynd sem hann keypti á uppboði í Þýskalandi og merkt var „A. Hitler".

Barak og Hillary hnífjöfn í Texas

Tvær nýjar skoðanakannanir í Texas sýna að Barak Obama og Hillary Clinton eru hnífjöfn hvað fylgi varðar meðal Demókrata. Fréttaskýrendur eru sammála um að ef Clinton vinni ekki í Texas og eða Ohio sé hún búin að tapa baráttunni við Obama.

Sögulegir tónleikar í Norður-Kóreu

Sinfóníuhljómsveit New York borgar er nú stödd í höfuðborg Norður-Kóreu en þar mun hljómsveitin halda sögulega tónleika í kvöld.

Flowers ætlar að selja Clinton spólurnar

Gennifer Flowers ætlar að setja á uppboð hljóðrituð samtöl hennar og Bill Clinton en þau áttu í ástarsambandi í ein tólf ár. Flowers sagði frá sambandi þeirra þegar Bill Clinton sóttist eftir forsetaembættinu árið 1992.

Grafið eftir Nasistagulli í Þýskalandi

Fjársjóðsleitarmenn munu í dag aftur hefja leit að fjársjóði frá tímum Nasista sem talinn er vera grafinn í suðurhluta Þýskalands. Meðal þess sem talið er að fjársjóðurinn innihaldi eru tvö tonn af gulli

Rómantíkin varð ræningjanum að falli

Rómantískur ræningi varð svo ástfanginn af gjaldkeranum á pósthúsinu sem hann rændi að hann kom aftur þangað daginn eftir með blómvönd og bauð gjaldkeranum á stefnumót.

Tyrkir segjast hafa fellt tugi Kúrda

Tyrkneski herinn segir að 41 Kúrdi hafi fallið í nýjustu átökunum í norðurhluta Íraks. Er tala fallinna þá komin upp í 153 síðan að Tyrkir réðust inn í Kúrdahéruðin fyrir síðustu helgi. Á sama tíma segir kúrdísk fréttastofa að uppreisnarmönnum hafi tekist að hrekja tyrkneska hermenn á flótta á sumum átakasvæðunum.

Geðdeyfðarlyf eru að mestu gagnlaus

Ný kynslóð af geðdeyfðarlyfjum á borð við Prozac og Seroxat hafa litla sem enga virkni fyrir það fólk sem notar þessi lyf. Í flestum tilvikum er jafngott að bryðja brjóstsykur.

FARC ætla að sleppa gíslum í Kolombíu

FARC skæruliðasamtökin í Kólombíu ætla að leysa fjóra af gíslum sínum úr haldi í þessari viku. Gíslarnir eru allir fyrrum þingmenn í landinu og hafa verið í haldi samtakana árum saman.

Skandinavar vilja sjá bankagögnin

Í Þýskalandi hefur nú verið flett ofan af skattsvikum mikils fjölda auðmanna á grundvelli upplýsinga um bankareikninga og skúffufyrirtæki í Liechtenstein, sem þýska leyniþjónustan BND keypti af manni sem safnaði þeim með ólöglegum hætti.

Vill frumsýna myndina um leiðtogafundinn á næsta ári

Stórleikstjórinn Ridley Scott segist eiga von á því að hægt verði að frumsýna myndina um leiðtogafundinn í Höfða snemma á árinu 2009. Nú er verið að skrifa handritið að myndinni, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum Hollywood Reporter.

Þarf að sannfæra þjóðina um stefnu stjórnvalda í Írak

John McCain sagði í dag að ef hann ætlaði sér að sigra í bandarísku forsetakosningunum í haust þyrfti hann að sannfæra landa sína um að stefna stjórnvalda í Írak væri að skila árangri. Ef hann gæti það ekki myndi hann tapa.

Talibanar vilja loka farsímum í Afganistan

Talsmaður talibana sagði við fréttamenn að bandarískir og aðrir erlendir hermenn noti farsímamerki til þess að rekja ferðir liðsmanna þeirra og gera árásir á þá.

Meiriháttar Mini

Mini Cooper S hefur þótt alveg sæmilega sprækur bíll með sína 170 hestafla vél frá BMW.

Barack Obama með túrban

Hillary Clinton og liðsmenn hennar eru orðin svo örvæntingarfull vegna velgengni Baraks Obama að þau hafa sent mynd af honum með túrban til fjölmiðla.

Hyggjast leyfa grisjun á fílastofninum í S-Afríku

Stjórnvöld í Suður-Afríku hyggjast heimila fílaveiðar í landinu í fyrsta sinn í 13 ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla kemur fram að þetta sé gert þar sem þörf sé á því að grisja stofninn.

Greenpeace mótmæla á Heathrow

Mótmælendur á vegum Greenpeace samtakanna ruddust inn á flugbraut á Heathrow flugvellinum á Englandi í morgun og klifruðu upp á Boeing 777 þotu sem var að koma frá Manchester.

Júmbóþota knúin áfram af kókoshnetuolíu

Breski milljarðamæringurinn Richard Branson kallaði það mikilvægan áfanga fyrir allan flugvélaiðnaðinn að hann sendi eina af Virgin-júmbóþotum sínum í áætlunarferð, knúna blöndu af venjulegu eldsneyti og lífrænu.

Öflugur skjálfti á Súmötru

Snarpur jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók Bengulu-hérað á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Sjá næstu 50 fréttir