Fleiri fréttir Serbar ráðast á landamærastöðvar Kosovo Lögreglan í Kosovo hefur óskað eftir aðstoð friðargæsluliða Nato eftir að Serbar, sem eru á móti sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo, kveiktu í landamærastöð og réðust á aðra. Lögreglan leitaði skjóls í göngum við landamærastöð nálægt Zubin Potok þegar meira en eitt þúsund mótmælendur reyndu að rífa hana niður. Bærinn er í norðurhluta Kosovo þar sem Serbar eru í meirihluta. 19.2.2008 11:49 ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19.2.2008 11:47 Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19.2.2008 11:16 Armenar kjósa forseta Armenar ganga til kosninga í dag og kjósa nýjan forseta landsins. Hörð barátta hefur verið milli frambjóðendanna en margir Armenar telja kosningarnar snúast um atvinnuleysi, fátækt og spillingu. Aðrir segja einnig kosið um hvort gera eigi frekari tilslakanir til að leysa ágreining við Aserbaídsjan vegna Nagorno-Karabakh. 19.2.2008 10:27 Stjórnlausum gervihnetti eytt á fimmtudag Bandaríski flotinn hefur ákveðið að reyna að eyða stjórnlausum gervihnetti á leið til jarðar á fimmtudag eða eftir að geimferjan Atlantis kemur til lendingar úr för sinni á morgun miðvikudag. 19.2.2008 10:26 Fundu steingerving af risafroski á Madagaskar Vísindamenn hafa fundið 70 milljóna ára gamlan steingerving af risavöxnum froski á Madagaskar. 19.2.2008 10:13 Serbar kalla sendiherra sinn heim frá Washington Serbar hafa kallað sendiherra sinn í Washington heim sem mótmæli gegn viðurkenningu Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo. Jafnfram saka Serbar Bandaríkjamenn um brot á alþjóðalögum. 19.2.2008 08:18 Fidel Castro lætur af embætti sem forseti Kúbu Fidel Castro hyggst ekki gefa kost á sér aftur sem forseti Kúbu. Þetta kemur fram í bréfi hans sem birt er í opinberu blaði Kommúnistaflokksins, Granma, í dag. 19.2.2008 08:08 Oswald og Ruby ræddu saman fyrir morðið á Kennedy Yfirvöld í Dallas Texas hafa gert opinbert minnisblað sem á er ritað samtal milli Lee Harvey Oswald meints morðingja John F. Kennedy forseta og Jack Ruby sem síðar skaut Oswald til bana. Minnisblaðið fannst í hirslum dómshússins í borginni. 19.2.2008 07:20 Fyrstu tölur benda til ósigurs Musharaff í Pakistan Fyrstu tölur í kosningunum í Pakistan benda til að stjórnarandstaðan hafi unnið og stjórnarflokkur undir forystu Musharaff forseta beðið ósigur. 19.2.2008 06:49 Mafíósi handtekinn á Ítalíu Ítalska lögreglan handtók leiðtoga hinnar öflugu Calabrian mafíu í dag. Pasquale Condello, 57 ára, var handtekinn í húsi í Reggio Calabria í suðurhluta Ítalíu. 18.2.2008 21:45 Dökkt útlit hjá Musharraf Vísbendingar eru um að flokkur Pervez Musharrafs hafi fengið lítið fylgi í nýafstöðnum þingkosningum í Pakistan. 18.2.2008 17:02 Tvær af Norðurlandaþjóðunum styðja sjálfstæði Kosovo Danir og Finnar eru meðal þeirra Evrópusambandsþjóða sem vilja viðurkenna sjálfstæði Kosovo-héraðs fljótt en Svíar hyggjast ræða málið í næsta mánuði. 18.2.2008 17:01 Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18.2.2008 16:06 Eins og á svíni Höfuðpaurinn í hópi múslima sem ætluðu að myrða breskan hermann og skera af honum höfuðið "eins og á svíni," var í dag dæmdur í 14 ára fangelsi. 18.2.2008 16:01 ESB náði ekki saman um Kosovo Evrópusambandinu tókst ekki að ná samkomulagi um að sambandið í heild sinni viðurkenndi sjálfstæði Kosovo. 18.2.2008 15:45 Hljóðlaus geisladiskur mest seldur Lag sem eyra mannsins nemur ekki er nú mest selda lagið á Nýja Sjálandi. Unnið er að útgáfu lagsins á alþjóðavettvangi. Jólalagið „Heims um ból“ var tekið upp á tíðni sem aðeins hundar nema og gefið út í fjáröflunarskyni fyrir samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn dýrum. 18.2.2008 15:20 Drakúla fjölskyldan í Buckingham höll Mohammed al-Fayed sparaði ekki stóryrðin þegar hann var kallaður sem vitni í dag vegna rannsóknar á dauða sonar hans Dodi, og Díönu prinsessu. 18.2.2008 15:06 Heyrir Nýja bandalagið sögunni til? Það ræðst í dag eða á morgun hvort hinn nýstofnaði stjórnmálaflokkur í Danmmörku, Nýja bandalagið, leggur upp laupana en mjög hefur sigið á ógæfuhliðina á þeim bænum síðustu daga. 18.2.2008 14:34 Sprengið dönsk sendiráð - drepið danska sendiherra Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á íranska þinginu hefur hvatt forseta landsins til þess að endurskoða tengslin við Danmörku og Holland eftir að Múhameðsteikningarnar umdeildu voru endurbirtar. 18.2.2008 14:25 Bandaríkin viðurkenna Kosovo Bandaríkin hafa viðurkennt sjálfstæði Kosovo. Búist er við að nú fari slíkar tilkynningar að streyma til hins nýja lands. Því fer þó fjarri að allir séu sáttir. 18.2.2008 13:26 Danir vilja grænlenskan olíugróða Danir vilja frá hluta af ágóðanum ef olía finnst á Grænlandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Talið er að mikla olíu sé að finna á landgrunni Grænlands og er hennar nú leitað. 18.2.2008 13:14 Þrjátíu særðust í óeirðum við sendiráð Bandaríkjanna í Belgrad Reiknað er með því að Bandaríkin og fjölmörg ríki Evrópusambandsins viðurkenni í dag sjálfstæði Kosovo frá Serbíu. Því var lýst yfir einhliða í gær. Minnst þrjátíu særðust í óeirðum við bandaríska sendiráðið í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gærkvöldi. 18.2.2008 12:23 Akropolis í hvítum skrúða Skólar voru lokaðir í Aþenu í dag vegna mikillar snjókomu um helgina. Það var snjókoma um allt land og samgöngur trufluðust víða. 18.2.2008 11:14 Dýraríkið við Suðurpólinn í hættu vegna hlýnunar jarðar Vísindamenn segja að viðkvæmt dýraríkið við Suðurpólinn sé í mikilli hættu vegna hlýnunar jarðar. Ef svo heldur sem horfir muni hákarlar og krabbar færa sig inn á svæðið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 18.2.2008 11:02 Sportlegur Rolls Royce Yfirleitt sitja bílstjórar með kaskeiti við stýrið á Rolls Royce, og eigandinn situr í þægindum í aftursætinu. 18.2.2008 10:50 Musharraf vill sáttastjórnmál fremur en átakastjórnmál Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hvatti þjóðina til sátta um leið og hann greiddi atkvæði í þingkosningum sem fram fara í landinu í dag. 18.2.2008 10:26 Berjast um ofurkjörmenn Demókrata Barack Obama og Hillary Clinton takast nú á um stuðning svokallaðra ofurkjörmanna innan Demókrataflokksins. Kosningakerfi flokksins er afar flókið og stuðningur þeirra gæti skipt sköpum. 18.2.2008 10:18 Tsjetsjenar fagna sjálfstæði Kosovo Tsjetsjenar hafa fagnað sjálfstæði Kosovo-héraðs. Þeir líkja gangi mála í héraðinu við eigin baráttu fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. 18.2.2008 09:39 Myntsafn slegið á 700 milljónir kr. Eigandi myntsafns í Bandaríkjunum setti safn sitt á uppboð og gekk á brott rúmlega 700 milljónum króna ríkari. 18.2.2008 09:10 Fayed ber vitni í Díönurannsókn í dag Mohamed al Fayed mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni um dauða Díönu prinsessu í dag. 18.2.2008 09:07 Dræm kjörsókn í Pakistan í upphafi kjördags Kjörstaðir í Pakistan hafa nú verið opnir í fjóra tíma en kjörsókn virðist dræm víðsvegar í landinu í byrjun kjördags. 18.2.2008 09:04 Líkurnar aukast á að finna líf á öðrum plánetum Ný rannsókn hefur leitt í ljós að sennilega séu mun fleiri plánetur sem líkjast jörðinni að gerð í Vetrarbrautinni en áður var talið. Og þar með aukast líkurnar á að líf finnist á öðrum plánetum. 18.2.2008 08:46 Yfir þúsund lögreglumenn réðust inn í úthverfi Parísar Yfir þúsund franskir lögreglumenn réðust inn í eitt af úthverfum Parísar í morgun og leituðu að persónum sem stóðu fyrir uppþotunum í borginni í nóvember í fyrra. Alls hafa um 30 manns verið handteknir en ekki er vitað hvort meðal þeirra séu þeir sem lögreglan leitar að. 18.2.2008 08:13 Ráðherrafundur EB um Kosovo haldinn í dag Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins koma saman til fundar í dag til að ræða sjálfstæði Kosovo. Reiknað er með að mörg ríki innan bandalagsins muni viðurkenna sjálfstæði Kosovo í dag. 18.2.2008 07:17 Ekkert lát á íkveikjum í Danmörku Ekkert lát varð á íkveikjum í Danmörku í gærkvöldi og nótt og sitja nú tíu manns í fangageymslum lögreglu af þeim sökum. 18.2.2008 07:15 Innkalla 65 þúsund tonn af nautakjöti í Bandaríkjunum Landbúnaðarstofnun Bandaríkjanna hefur innkallað 143 milljónir punda, um 65 þúsund tonn, af frosnu nautakjöti frá sláturhúsi í Kaliforníu vegna gruns um illa meðferð í nautgripum þar. 17.2.2008 22:49 Áfram óeirðir í Danmörku - um 400 eldar á þremur kvöldum Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tíu manns í eftirmiðdaginn og í kvöld í tengslum við óeirðir og elda sem kveiktir hafa verið til þess að mótmæla endurbirtingu mynda af Múhameð spámanni í dönskum blöðum í síðustu viku. 17.2.2008 22:19 Lagði út um hálfa milljón vegna morðsins á Bhutto Talibani af pakistönskum uppruna greiddi rúmlega sjö þúsund dollara, jafnvirði nærri hálfrar milljónar króna, fyrir morðtilræðið við Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. 17.2.2008 23:08 Stjórnvöld í Kósóvó hafa lýst yfir sjálfstæði Stjórnvöld í Kósóvó lýstu í dag yfir sjálfstæði héraðsins. Mikil spenna hefur ríkt undanfarna daga vegna þessarar ákvörðunar sem tekin er í óþökk Serba og Rússa. Fyrir helgi samþykkti Evrópusambandið að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að sjálfstæði hefði verið lýst yfir. 17.2.2008 15:51 80 þúsund hermenn gæta öryggis í Pakistan Áttatíu þúsund hermenn eru að störfum víðsvegar í Pakistan til að tryggja öryggi fyrir þingkosningar sem fara fram í landinu á morgun. Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í landinu kallar eftir friði eftir að sjálfsmorðssprengja varð 37 manns að bana þar í gær. 17.2.2008 14:47 Bush vill tryggja frið í Kósóvó Bush Bandaríkjaforseti segir að allt verði gert til að tryggja að ekki komi til átaka í Kosovo-héraði þegar að ráðamenn þar lýsa yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að það gerist í dag. 17.2.2008 10:42 Áttatíu féllu í sjálfsvígsárás í Kandahar Minnst áttatíu féllu og fjölmargir særðust í sjálfsvígssprengjuárás á vinsælum útivistarstað í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Árásin er sú mannskæðasta í landinu í marga mánuði. Héraðsstjórinn í Kandahar segir Talíbana hafa verið að verki en þeir hafa ekki lýst árásinni á hendur sér. 17.2.2008 10:29 Leiðtogar í Kenýu verða ekki þvingaðir Utanríkisráðherra Kenýa segir ekki hægt að þvinga ráðamenn þar í landi til að semja um lausn á deilunni um úrslit forsetakosninga í desember. 17.2.2008 09:58 Kveiktu í barnaheimili í Árósum Kveikt var í barnaheimili í Tilst, úthverfi Árósa, á sjöunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Lögreglan segir að hættan sé yfirstaðin og tveir piltar á aldrinum 15 og 16 ára hafi verið handteknir. Slökkvistarf er lokið og talið er að einungis lítill hluti af barnaheimilinu hafi eyðilagst. 16.2.2008 20:32 Sjá næstu 50 fréttir
Serbar ráðast á landamærastöðvar Kosovo Lögreglan í Kosovo hefur óskað eftir aðstoð friðargæsluliða Nato eftir að Serbar, sem eru á móti sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo, kveiktu í landamærastöð og réðust á aðra. Lögreglan leitaði skjóls í göngum við landamærastöð nálægt Zubin Potok þegar meira en eitt þúsund mótmælendur reyndu að rífa hana niður. Bærinn er í norðurhluta Kosovo þar sem Serbar eru í meirihluta. 19.2.2008 11:49
ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19.2.2008 11:47
Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19.2.2008 11:16
Armenar kjósa forseta Armenar ganga til kosninga í dag og kjósa nýjan forseta landsins. Hörð barátta hefur verið milli frambjóðendanna en margir Armenar telja kosningarnar snúast um atvinnuleysi, fátækt og spillingu. Aðrir segja einnig kosið um hvort gera eigi frekari tilslakanir til að leysa ágreining við Aserbaídsjan vegna Nagorno-Karabakh. 19.2.2008 10:27
Stjórnlausum gervihnetti eytt á fimmtudag Bandaríski flotinn hefur ákveðið að reyna að eyða stjórnlausum gervihnetti á leið til jarðar á fimmtudag eða eftir að geimferjan Atlantis kemur til lendingar úr för sinni á morgun miðvikudag. 19.2.2008 10:26
Fundu steingerving af risafroski á Madagaskar Vísindamenn hafa fundið 70 milljóna ára gamlan steingerving af risavöxnum froski á Madagaskar. 19.2.2008 10:13
Serbar kalla sendiherra sinn heim frá Washington Serbar hafa kallað sendiherra sinn í Washington heim sem mótmæli gegn viðurkenningu Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo. Jafnfram saka Serbar Bandaríkjamenn um brot á alþjóðalögum. 19.2.2008 08:18
Fidel Castro lætur af embætti sem forseti Kúbu Fidel Castro hyggst ekki gefa kost á sér aftur sem forseti Kúbu. Þetta kemur fram í bréfi hans sem birt er í opinberu blaði Kommúnistaflokksins, Granma, í dag. 19.2.2008 08:08
Oswald og Ruby ræddu saman fyrir morðið á Kennedy Yfirvöld í Dallas Texas hafa gert opinbert minnisblað sem á er ritað samtal milli Lee Harvey Oswald meints morðingja John F. Kennedy forseta og Jack Ruby sem síðar skaut Oswald til bana. Minnisblaðið fannst í hirslum dómshússins í borginni. 19.2.2008 07:20
Fyrstu tölur benda til ósigurs Musharaff í Pakistan Fyrstu tölur í kosningunum í Pakistan benda til að stjórnarandstaðan hafi unnið og stjórnarflokkur undir forystu Musharaff forseta beðið ósigur. 19.2.2008 06:49
Mafíósi handtekinn á Ítalíu Ítalska lögreglan handtók leiðtoga hinnar öflugu Calabrian mafíu í dag. Pasquale Condello, 57 ára, var handtekinn í húsi í Reggio Calabria í suðurhluta Ítalíu. 18.2.2008 21:45
Dökkt útlit hjá Musharraf Vísbendingar eru um að flokkur Pervez Musharrafs hafi fengið lítið fylgi í nýafstöðnum þingkosningum í Pakistan. 18.2.2008 17:02
Tvær af Norðurlandaþjóðunum styðja sjálfstæði Kosovo Danir og Finnar eru meðal þeirra Evrópusambandsþjóða sem vilja viðurkenna sjálfstæði Kosovo-héraðs fljótt en Svíar hyggjast ræða málið í næsta mánuði. 18.2.2008 17:01
Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18.2.2008 16:06
Eins og á svíni Höfuðpaurinn í hópi múslima sem ætluðu að myrða breskan hermann og skera af honum höfuðið "eins og á svíni," var í dag dæmdur í 14 ára fangelsi. 18.2.2008 16:01
ESB náði ekki saman um Kosovo Evrópusambandinu tókst ekki að ná samkomulagi um að sambandið í heild sinni viðurkenndi sjálfstæði Kosovo. 18.2.2008 15:45
Hljóðlaus geisladiskur mest seldur Lag sem eyra mannsins nemur ekki er nú mest selda lagið á Nýja Sjálandi. Unnið er að útgáfu lagsins á alþjóðavettvangi. Jólalagið „Heims um ból“ var tekið upp á tíðni sem aðeins hundar nema og gefið út í fjáröflunarskyni fyrir samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn dýrum. 18.2.2008 15:20
Drakúla fjölskyldan í Buckingham höll Mohammed al-Fayed sparaði ekki stóryrðin þegar hann var kallaður sem vitni í dag vegna rannsóknar á dauða sonar hans Dodi, og Díönu prinsessu. 18.2.2008 15:06
Heyrir Nýja bandalagið sögunni til? Það ræðst í dag eða á morgun hvort hinn nýstofnaði stjórnmálaflokkur í Danmmörku, Nýja bandalagið, leggur upp laupana en mjög hefur sigið á ógæfuhliðina á þeim bænum síðustu daga. 18.2.2008 14:34
Sprengið dönsk sendiráð - drepið danska sendiherra Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á íranska þinginu hefur hvatt forseta landsins til þess að endurskoða tengslin við Danmörku og Holland eftir að Múhameðsteikningarnar umdeildu voru endurbirtar. 18.2.2008 14:25
Bandaríkin viðurkenna Kosovo Bandaríkin hafa viðurkennt sjálfstæði Kosovo. Búist er við að nú fari slíkar tilkynningar að streyma til hins nýja lands. Því fer þó fjarri að allir séu sáttir. 18.2.2008 13:26
Danir vilja grænlenskan olíugróða Danir vilja frá hluta af ágóðanum ef olía finnst á Grænlandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Talið er að mikla olíu sé að finna á landgrunni Grænlands og er hennar nú leitað. 18.2.2008 13:14
Þrjátíu særðust í óeirðum við sendiráð Bandaríkjanna í Belgrad Reiknað er með því að Bandaríkin og fjölmörg ríki Evrópusambandsins viðurkenni í dag sjálfstæði Kosovo frá Serbíu. Því var lýst yfir einhliða í gær. Minnst þrjátíu særðust í óeirðum við bandaríska sendiráðið í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gærkvöldi. 18.2.2008 12:23
Akropolis í hvítum skrúða Skólar voru lokaðir í Aþenu í dag vegna mikillar snjókomu um helgina. Það var snjókoma um allt land og samgöngur trufluðust víða. 18.2.2008 11:14
Dýraríkið við Suðurpólinn í hættu vegna hlýnunar jarðar Vísindamenn segja að viðkvæmt dýraríkið við Suðurpólinn sé í mikilli hættu vegna hlýnunar jarðar. Ef svo heldur sem horfir muni hákarlar og krabbar færa sig inn á svæðið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 18.2.2008 11:02
Sportlegur Rolls Royce Yfirleitt sitja bílstjórar með kaskeiti við stýrið á Rolls Royce, og eigandinn situr í þægindum í aftursætinu. 18.2.2008 10:50
Musharraf vill sáttastjórnmál fremur en átakastjórnmál Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hvatti þjóðina til sátta um leið og hann greiddi atkvæði í þingkosningum sem fram fara í landinu í dag. 18.2.2008 10:26
Berjast um ofurkjörmenn Demókrata Barack Obama og Hillary Clinton takast nú á um stuðning svokallaðra ofurkjörmanna innan Demókrataflokksins. Kosningakerfi flokksins er afar flókið og stuðningur þeirra gæti skipt sköpum. 18.2.2008 10:18
Tsjetsjenar fagna sjálfstæði Kosovo Tsjetsjenar hafa fagnað sjálfstæði Kosovo-héraðs. Þeir líkja gangi mála í héraðinu við eigin baráttu fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. 18.2.2008 09:39
Myntsafn slegið á 700 milljónir kr. Eigandi myntsafns í Bandaríkjunum setti safn sitt á uppboð og gekk á brott rúmlega 700 milljónum króna ríkari. 18.2.2008 09:10
Fayed ber vitni í Díönurannsókn í dag Mohamed al Fayed mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni um dauða Díönu prinsessu í dag. 18.2.2008 09:07
Dræm kjörsókn í Pakistan í upphafi kjördags Kjörstaðir í Pakistan hafa nú verið opnir í fjóra tíma en kjörsókn virðist dræm víðsvegar í landinu í byrjun kjördags. 18.2.2008 09:04
Líkurnar aukast á að finna líf á öðrum plánetum Ný rannsókn hefur leitt í ljós að sennilega séu mun fleiri plánetur sem líkjast jörðinni að gerð í Vetrarbrautinni en áður var talið. Og þar með aukast líkurnar á að líf finnist á öðrum plánetum. 18.2.2008 08:46
Yfir þúsund lögreglumenn réðust inn í úthverfi Parísar Yfir þúsund franskir lögreglumenn réðust inn í eitt af úthverfum Parísar í morgun og leituðu að persónum sem stóðu fyrir uppþotunum í borginni í nóvember í fyrra. Alls hafa um 30 manns verið handteknir en ekki er vitað hvort meðal þeirra séu þeir sem lögreglan leitar að. 18.2.2008 08:13
Ráðherrafundur EB um Kosovo haldinn í dag Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins koma saman til fundar í dag til að ræða sjálfstæði Kosovo. Reiknað er með að mörg ríki innan bandalagsins muni viðurkenna sjálfstæði Kosovo í dag. 18.2.2008 07:17
Ekkert lát á íkveikjum í Danmörku Ekkert lát varð á íkveikjum í Danmörku í gærkvöldi og nótt og sitja nú tíu manns í fangageymslum lögreglu af þeim sökum. 18.2.2008 07:15
Innkalla 65 þúsund tonn af nautakjöti í Bandaríkjunum Landbúnaðarstofnun Bandaríkjanna hefur innkallað 143 milljónir punda, um 65 þúsund tonn, af frosnu nautakjöti frá sláturhúsi í Kaliforníu vegna gruns um illa meðferð í nautgripum þar. 17.2.2008 22:49
Áfram óeirðir í Danmörku - um 400 eldar á þremur kvöldum Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tíu manns í eftirmiðdaginn og í kvöld í tengslum við óeirðir og elda sem kveiktir hafa verið til þess að mótmæla endurbirtingu mynda af Múhameð spámanni í dönskum blöðum í síðustu viku. 17.2.2008 22:19
Lagði út um hálfa milljón vegna morðsins á Bhutto Talibani af pakistönskum uppruna greiddi rúmlega sjö þúsund dollara, jafnvirði nærri hálfrar milljónar króna, fyrir morðtilræðið við Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. 17.2.2008 23:08
Stjórnvöld í Kósóvó hafa lýst yfir sjálfstæði Stjórnvöld í Kósóvó lýstu í dag yfir sjálfstæði héraðsins. Mikil spenna hefur ríkt undanfarna daga vegna þessarar ákvörðunar sem tekin er í óþökk Serba og Rússa. Fyrir helgi samþykkti Evrópusambandið að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að sjálfstæði hefði verið lýst yfir. 17.2.2008 15:51
80 þúsund hermenn gæta öryggis í Pakistan Áttatíu þúsund hermenn eru að störfum víðsvegar í Pakistan til að tryggja öryggi fyrir þingkosningar sem fara fram í landinu á morgun. Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í landinu kallar eftir friði eftir að sjálfsmorðssprengja varð 37 manns að bana þar í gær. 17.2.2008 14:47
Bush vill tryggja frið í Kósóvó Bush Bandaríkjaforseti segir að allt verði gert til að tryggja að ekki komi til átaka í Kosovo-héraði þegar að ráðamenn þar lýsa yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að það gerist í dag. 17.2.2008 10:42
Áttatíu féllu í sjálfsvígsárás í Kandahar Minnst áttatíu féllu og fjölmargir særðust í sjálfsvígssprengjuárás á vinsælum útivistarstað í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Árásin er sú mannskæðasta í landinu í marga mánuði. Héraðsstjórinn í Kandahar segir Talíbana hafa verið að verki en þeir hafa ekki lýst árásinni á hendur sér. 17.2.2008 10:29
Leiðtogar í Kenýu verða ekki þvingaðir Utanríkisráðherra Kenýa segir ekki hægt að þvinga ráðamenn þar í landi til að semja um lausn á deilunni um úrslit forsetakosninga í desember. 17.2.2008 09:58
Kveiktu í barnaheimili í Árósum Kveikt var í barnaheimili í Tilst, úthverfi Árósa, á sjöunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Lögreglan segir að hættan sé yfirstaðin og tveir piltar á aldrinum 15 og 16 ára hafi verið handteknir. Slökkvistarf er lokið og talið er að einungis lítill hluti af barnaheimilinu hafi eyðilagst. 16.2.2008 20:32