Fleiri fréttir

Yfirfullum bát hvolfdi við strendur Sierra Leone

Að minnsta kosti 65 manns er saknað eftir að bát hvolfdi í stormi við strendur Sierra Leone aðfararnótt föstudags. Lögregla á svæðinu telur að um 85 manns hafi verið um borð en báturinn, sem flutti meðal annars hrísgrjón og pálmolíu, hafði ekki leyfi fyrir svo mörgum farþegum.

Belgíska lögreglan leitar manns vegna hvarfs Madeleine

Belgíska lögreglan hefur dreift teikningu af manni sem talinn er hafa verið í fylgd með Madeleine McCann á veitingastað í landinu á laugardag. Barnasálfræðingur taldi manninn og konu sem með honum var hegða sér grunsamlega og taldi stúlkubarn í fylgd þeirra líkjast Madeleine, sem leitað hefur verið að í þrjá mánuði.

Fjórðungur bandarískra brúa úreltur

Einn til viðbótar hefur fundist látinn eftir brúarslysið í Minneapolis-borg í Bandaríkjunum og er tala látinna þá komin í fimm. Það tók tuttugu björgunarmenn heilan dag að ná líkinu úr rústum brúarinnar. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talinn úreltur.

Bandarísk hjón eignast sitt sautjánda barn

Hin bandaríska Michelle Duggar eignaðist í gær sitt sautjánda barn. Dóttirin Jennifer fæddist í Arkansas eina mínútu yfir tíu og gekk fæðingin hratt og vel fyrir sig. Hún hún tók ekki nema 30 mínútur enda móðirin í góðri æfingu. Hún hefur verið þunguð 11 ár af lífi sínu.

Málverk ranglega eignað Van Gogh

Málverk sem hefur alla tíð verið eignað listmálaranum Vincent van Gogh er alls ekki úr smiðju meistarans. Þrálegar skoðanir hollenskra sérfræðinga á verkinu leiddu til þessarar niðurstöðu. Ekki er vitað hver málaði.

Það ætti að kalla þetta nauðgunarströndina

Enn einni sænskri stúlku hefur verið nauðgað á Sunny Beach í Búlgaríu. Barsmíðar, rán, nauðganir og jafnvel morð eru nánast daglegt brauð á þessari strönd, sem er mikið sótt af ungum Norrænum ferðamönnum. Illvirkjarnir nást aldrei. Norsk ferðaskrifstofa leyfir þeim sem vilja að breyta um áfangastað sér að kostnaðarlausu.

Fréttamaður laug í beinni útsendingu

Einn af stjörnufréttamönnum danska sjónvarpsins hefur orðið uppvís að því að ljúga í beinni útsendingu. Fréttastjóri hans segir málið mjög alvarlegt. Hann hefur veitt fréttamanninum skriflega áminningu og sent hann í þriggja mánaða launalaust frí. Fréttamaðurinn hefur viðurkennt sekt sína og segist harmi sleginn yfir heimsku sinni.

Fimmtán ára gömul stúlka grunuð um morð

Fimmtán ára gömul stúlka frá Newcastle var handtekin í Bretlandi í dag, grunuð um að hafa stungið 18 ára gamla konu til bana. Atvikið varð í Wallsend, rétt fyrir miðnætti í gær. Maður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa einnig verið yfirheyrð vegna málsins og leitað er fleira fólks.

Engin ganga til heiðurs Hess

Æðsti dómstóll í Bæjaralandi hefur staðfest bann bæjarstjórnarinnar í smábænum Wunsiedel við því að farin verði minningarganga á dánardægri nazistaforingjans Rudolfs Hess. Hess var jarðsettur þar eftir að hann framdi sjálfsmorð 17. ágúst árið 1987. Hann hafði þá setið í stríðsglæpafangelsi bandamanna í Spandau í 46 ár.

Bjargað úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævinni

Marcelo Cruz bjargaðist giftusamlega úr bráðri lífshættu í annað sinn á ævi sinni þegar Minneapolis brúin hrundi í vikunni. Fyrir sjö árum taldi lögreglan í Norður-Karolínu Cruz af eftir að hann hafði orðið fyrir skoti í vopnuðu ráni. Hann hélt lífi en lamaðist frá mitti.

Ein af ráðgátum Titanic slyssins leyst

Ein af stærstu ráðgátum Titanic slyssins er nú loksins leyst. Búið er að bera kennsl á eins árs dreng sem fannst látinn á reki í sjónum sex dögum eftir að skipið sökk árið 1912. Hann var breskur, og hét Sidney Leslie Goodwin. Talið er að 1512 manns hafi farist með Titanic, en aldrei hefur tekist að negla niður ákveðna tölu.

Ítölsk mamma kvartar yfir „litla" stráknum sínum

Sikileysk móðir tók húslykilinn af syni sínum, skrúfaði fyrir vasapeningana hans og keyrði hann á lögreglustöð bæjarins þegar hann kom of seint heim eitt kvöldið. Þetta væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að „litli strákurinn" er á sjötugsaldri.

Skyggni í Mississippi á aðeins 30 sentímetrar

Leit kafara að fórnarlömbum í rústum brúarinnar yfir Mississippi ána var í nótt frestað, vegna hættulegra aðstæðna. Skyggni í ánni nemur aðeins um þrjátíu sentímetrum. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talin úreltur.

Rússar vilja auka viðbúnað sinn á Miðjarðarhafinu

Yfirmaður rússneska flotans segir að Rússar eigi að láta meira til sín taka á Miðjarðarhafinu. Ummælin hafa vakið nokkra athygli í ljósi þess að Rússland liggur hvergi að hafinu og því ekki ljóst hvar rússneskur Miðjarðarhafsfloti ætti að hafa bækistöð.

Frakkar selja Líbýu eldflaugar

Líbýumenn og Frakkar hafa gert með sér vopnasölusamning sem gerir ráð fyrir því að Líbýa kaupi franskar eldflaugar sem ætlað er að granda skriðdrekum. Þetta mun vera fyrsti vopnasamningurinn sem vestrænt ríki gerir við Líbýu eftir að viðskiptabanni á landið var aflétt árið 2004.

Líkamsleifar seldar til galdraiðkunar

Yfirvöld í Mósambík hafa handtekið þrjá aðila vegna meintrar aðildar þeirra að viðskiptum með líkamshluta. Málið tengist morðum og limlestingum á sjö konum og einu barni í Cabo Delgado héraðinu sem framin voru í vikunni.

Tilræðismaður lést af völdum brunasára

Kafeel Ahmed, annar mannanna tveggja sem keyrði bíl á flugstöðvarbygginguna í Glasgow þann 30. júní síðastliðinn, lést í kvöld af völdum sára sinna. Að sögn talsmanna lögreglunnar í Starthclyde brenndist maðurinn mjög illa þegar kviknaði í bílnum og var hann með brunasár á yfir 90% af líkamanum þegar hann var handtekinn.

Talibanar samþykkja að ræða örlög suður-kóresku gíslanna

Talibanarnir sem hafa 21 suður-kóreskan gísl í haldi hafa samþykkt að hitta suður-kóreska embættismenn augliti til auglitis til að ræða örlög gíslanna sem þeir haf haft í haldi í tvær vikur. Staðsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin en talibanarnir neituðu að hitta embættismennina þar sem Nato hersveitir væru staðsettar.

Bandaríska þingið samþykkir hertar siðareglur

Bandaríska þingið samþykkti í dag að herða siðareglur þingmanna með það að markmiði að minnka áhrif þrýstihópa á þingið. Frumvarpið var samþykkt níu mánuðum eftir að Demókratar náðu völdum í bandaríska þinginu í kjölfar hneykslismála sem mörg snertu Repúblikana.

Krónprinsinn í Lególandi

Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti í vikunni Lególand ásamt konu sinni Mary og börnum.

Rússar reyna að eigna sér svæði undir norðurpólnum

Rússar urðu í dag fyrstir til að komast á kafbáti á hafsbotninn undir norðurpólnum. Tilgangur ferðarinnar var að eigna sér svæðið, en þar er möguleiki á að finna bæði olíu og gas. Utanríkisráðherra Kanada finnst lítið til ferðarinnar koma.

Bjargaði lífi mæðgna

Íslenskur karlmaður bjargaði lífi mæðgna þegar brú yfir Mississippifljót í Minneapolis í Bandaríkjunum gaf sig á háannatíma í gærkvöldi. Tugir bíla voru á brúnni þegar hún brast og myndaðist skelfingarástand þegar fólkið reyndi að koma sér úr bílum sínum og synda í land.

Skipt um óþéttan loka í Endeavour

Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag.

Dánartalan hækkar

Fleiri lík hafa fundist í kjölfar þess að brú hrundi í Minneapolis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Staðfest hefur verið að fjóri séu látnir en Reuters fréttastofan hefur eftir lögreglustjóranum í borginni að fleiri hafi fundist látnir á slysstaðnum. Hann vildi þó ekki segja hve mörg lík hefðu fundist til viðbótar.

Lögreglustjóri Lundúna hreinsaður af ásökunum

Lögreglustjóri Lundúna hefur verið hreinsaður af ásökunum um að hafa logið að almenningi í tengslum við dauða Jean Charles de Menezes. De Menezes var skotinn til bana af lögreglumönnum. Skýrslan kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að aðstoðarlögreglustjórinn Andy Hayman hafi villt um fyrir almenningi.

Gen örvhentra líklega fundið

Vísindamenn hafa í fyrsta skipti uppgötvað gen sem virðist auka líkur á að fólk verði örvhent. Genið LRRTM1 virðist gegna lykilhlutverki í að stjórna því hvaða hluti heilans stýrir starfsemi á borð við mál og tilfinningar samkvæmt rannsókninni.

Varað við flóðbylgju í Japan

Einn lést þegar jarðskjálfti sem var 6,4 á Richter skók kyrrahafseyjuna Sakhalin í Rússlandi, norður af Japan. Engar meiriháttar skemmdur urðu á mannvirkjum. Flóðbylgjuviðvörun var í kjölfarið gefin út fyrir Hokkaídoeyju við Vesturströnd Japans. 20 centimetra bylgja hefur komið á land nú þegar, og er búist við stærri bylgjum.

Mannræningjarnir höfðu leitað að fórnarlömbum um nokkurt skeið

Talibanahópurinn, sem hefur tuttugu og einn suður-kóreskan gísl á valdi sínu, hafði verið að leita að fórnarlömbum um nokkurt skeið, eða frá því að æðsti maður hópsins, Daro Kahn, var handtekinn af bandarískum hermönnum í Qarabagh-héraðinu í júní. Þetta kemur fram í viðtali við einn af æðstu mönnum hópsins sem tímaritið Newsweek birtir í dag.

Afrit af samskiptum brasilísku flugmannanna birt

Afrit af síðustu sekúndum samskipta flugmannanna tveggja sem voru við stjórnvölinn þegar versta flugslys í brasilískri sögu átti sér stað var í dag lesið upp fyrir rannsóknarnefnd brasilíska þingsins. Samkvæmt upptökum úr flugvélinni kallaði annar flugmanna að hægja þyrfti ferðina en hinn svaraði því til að hann gæti það ekki.

Skátar fagna afmæli hreyfingarinnar

Skátahreyfingin fagnar í dag eitt hundrað ára afmæli. Íslenskir skátar sem staddir eru á alheimsmóti skáta í Englandi buðu upp á kjötsúpu í tilefni dagsins.

Olíuverð náði sögulegu hámarki

Verð á olíu náði sögulegu hámarki í dag þegar verð á olíutunnunni komst í tæpa sjötíu og níu bandaríkjadali. Talið er að hækkunina megi rekja til áhyggna af því hvort olíuframboð geti mætt eftirspurn eftir olíu á heimsvísu.

Öflugur jarðskjálfti í Vanuatu

Jarðskjálfti sem mældist 7.2 á richter varð í dag 45 kílómetra suðaustur af eyjunni Santo sem tilheyrir Vanuatu eyjaklasanum. Upptök skjálftans voru á 172 kílómetra dýpi í Kyrrahafinu um 1.996 kílómetra norðaustur af Brisbane í Ástralíu.

Hillary eykur forskot sitt

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og fyrrum forsetafrú, hefur aukið forskotið á helsta keppinaut sinn í forkosningum Demókrata ef marka má nýja skoðannakönnun sem birt var í dag. Könnunin var unnin af bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal í samvinnu við NBC sjónvarpsstöðina.

Tengsl milli tekna og offitu barna

Ný rannsókn bendir til þess að börn ríkra foreldra og vinnandi mæðra séu í meiri hættu á að verða of feit. Vísindamenn hjá „The Institute of Child Health“ í London fylgdu eftir þrettán þúsund börnum frá fæðingu til þriggja ára aldurs.

Verður boðað til kosninga í Danmörku strax í haust?

Stjórnmálaskýrendur í Danmörku gera að því skóna að forsætisráðherra landsins, Anders Fogh Rasmussen, muni boða til kosninga strax í haust. Flokkur ráðherrans, Venstre, nýtur mikils fylgis í könnunum, efnahagur landsins er við góða heilsu og atvinnuleysi hefur ekki verið minna í þrjá áratugi. Kjörtímabilinu lýkur í febrúar 2009.

Forsætisráðherra Spánar skoðar eyðilegginguna á Kanarí

Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, er kominn til Kanaríeyja en hann mun skoða þá eyðileggingu sem hefur orðið vegna skógareldana sem hafa logað þar síðustu fimm daga. Meira en 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín á Gran Kanarí og Tenerife, þar sem eldarnir hafa brennt 35 þúsund hektara lands.

Mikið mannfall í Bagdad í dag

Tvær mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í dag. Að minnsta kosti fimmtíu fórust þegar eldsneytistrukkur var sprengdur í loft upp eftir að fólk hafði safnast í kringum hann í von um eldsneyti í vesturhluta borgarinnar.

Frétt um frelsun gísla dregin til baka

Reuters fréttastofan hefur dregið til baka frétt þess efnis að hernaðaraðgerðir séu hafnar í Afganistan í því augnamiði að frelsa Suður kóresku gíslana sem talíbanar hafa haft í haldi tæpar tvær vikur. Engar aðgerðir munu vera hafnar. Fréttir af aðgerðunum voru hafðar eftir háttsettum embættismanni í Ghazni héraði í samtali við Reuters fréttastofuna.

Danir senda friðargæsluliða til Darfur

Danmörk mun að öllum líkindum taka þátt í herliðinu sem er ætlað að gæta friðar í Darfur héraði í Súdan. Þessu lofaði varnarmálaráðherra Dana, Sören Gade, eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu þangað.

Alþjóðlegt friðargæslulið kemur of seint fyrir of marga

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda tuttugu sex þúsund manna alþjóðlegt friðargæslulið til héraðsins Darfur í Súdan. Allt of seint fyrir of marga segir framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar en yfir tvö hundruð þúsund manns hafa látið lífið í átökum í héraðinu síðastliðin fjögur ár.

Reykingar drepa

Sænsk kona féll út um glugga og niður fimm hæðir á hóteli í Kaupmannahöfn í nótt. Slysið varð þegar konan reyndi að svindla á reykingabanni á Skt Petri hótelinu, með því að reykja út um gluggann.

Gíslarnir heilir á húfi

Suður-Kóresku gíslarnir sem talibanar hafa í haldi í Afganistan eru á lífi, þrátt fyrir að enn einn fresturinn sem mannræningjarnir gáfu þarlendum stjórnvöldum til að sleppa talibönskum föngum hafi runnið út í morgun. Þetta fullyrða stjórnvöld í Afganistan.

Dick Cheney viðurkennir mistök

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna viðurkenndi í viðtali við Larry King Live í gær að hann hafi haft rangt fyrir sér þegar hann hélt því fram árið 2005 að stríðið í Írak væri á lokasprettinum. Þetta er afdráttarlausasta viðurkenning Cheneys á mistökum sínum hingað til. Þá sagði hann að hann tryði því að ákvörðunin um að ráðast inn í Írak og Afganistan hafi verið rétt, og að hann myndi gera það sama nú, þó að hann vissi að rúmlega þrjú þúsund bandarískir hermenn myndu láta lífið.

Sjá næstu 50 fréttir