Fleiri fréttir

Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu-1 í ökutímum

Nelson Piquet, fyrrverandi þrefaldur heimsmeistari í Formúlu-1 akstri, hefur verið skikkaður í ökuskóla eftir að hann missti ökuskírteini sitt. Piquet sem er frá Brasilíu missti bílprófið eftir að hafa fengið of marga punkta í bókum lögreglunnar.

Liðsmaður Rauðu Khmeranna ákærður

Fyrrum yfirmaður í fangelsi Rauðu Khmeranna hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu af dómstól í Kambódíu sem Sameinuðu þjóðirnar standa að. Kang Kek Ieu, einnig þekktur sem Duch, stjórnaði hinu illræmda fangelsi S21 í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu.

26.000 friðargæsluliðar sendir til Darfur

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu til Darfur-héraðsins í Súdan. Markmiðið er að draga úr ofbeldi á svæðinu.

Al Jazeera sýnir myndbandsupptöku af þýskum gísl

Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband af þýskum manni sem Talibanar í Afganistan hafa í haldi. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni fer Þjóðverjinn fram á að þýsk og bandarísk stjórnvöld dragi heri sína til baka frá Afganistan.

Leysisprentarar skaðlegir heilsunni

Það getur ógnað heilsu fólk að umgangast leysisprentara. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað örsmár skaðlegar agnir sem leysisprentarar gefa frá sér í talsverðum mæli.

Kúbverjar eygja von -og þó

Sumir Kúbverjar þykjast nú eygja vonarglætu eftir ræðu sem settur forseti landsins Raul Castro flutti á byltingardaginn í síðustu viku. Hann sagði þar meðal annars að laun opinberra starfsmanna væru sýnilega alltof lág og að landbúnaðurinn væri hlægilega óskilvirkur. Hann sagði einnig að erlendir fjárfestar væru velkomnir til Kúbu og það þyrfti að gera grundvallarbreytingar til þess að auka matvælaframleiðslu.

Átta miljón ára kýprustré finnast

Nokkrar afar heillegar leifar af átta miljón ára gömlum kýprustrjám uppgötvuðust í Ungverjalandi á dögunum. Fundurinn þykir merkilegur því upprunalegi viður trjánna hefur varðveist að stóru leyti, en ekki steingerst. Trén gætu því svarað mörgum spurningum um loftslag á nýlífsöld.

Óhollara lungum að reykja kannabis en tóbak

Það er jafn óhollt að reykja eina kannabissjónu og fimm sígarettur. Þetta er niðurstaða vísindamanna á Nýja-Sjálandi sem skoðuðu 339 reykingamenn beggja efna. Samkvæmt rannsókninni hefur kannabisreykur mun víðtækari og meira eyðileggjandi áhrif á lungun.

Belgar deila um innflytjendastefnu stjórnvalda

Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu.

Þarf fótboltastjórn í Írak?

Fyrst 11 ungir menn gátu vakið þjóðarstolt og samkennd írösku þjóðarinnar, af hverju geta þá ekki 275 þjóðkjörnir stjórnmálamenn gert hið sama ? Þetta er spurning sem menn velta fyrir sér í Írak eftir þann gríðarlega fögnuð sem greip um sig meðal þjóðarinnar þegar knattspyrnulandsliðið vann Asíubikarinn í fótbolta á sunnudaginn.

Skurðaðgerð við farsímaljós

Skurðlæknum við sjúkrahúsið í smábænum Villa Mercedes Argentínu brá í brún þegar rafmagn fór af stórum hluta bæjarins. Þarmeð talið sjúkrahúsinu. Og vararafstöðin fór ekki í gang. Á skurðborðinu lá hinn 29 ára gamli Leonardo Molina.

11 þúsund flýja skógarelda á Kanaríeyjum

Skógareldar geisa nú á fjórum stöðum á Kanaríeyjum og hafa leitt til þess að ellefu þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín og gististaði. Slökkviliðsmenn berjast við eldana allan sólarhringinn og er beitt bæði flugvélum og þyrlum. Sjóðheitir sterkir vindar halda hinsvegar áfram að breiða eldana út.

Rice og Gates funda með leiðtogum arabaríkja í Egyptalandi

Herstuðningur Bandaríkjanna til Ísraels, Egyptalands og Saudi Arabíu verður stóraukinn á næstu árum. Utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna funda nú með leiðtogum nokkurra arabaríkja í því augnamiði að fá stuðning þeirra til að aðstoða ríkisstjórnina í Írak og koma í veg fyrir frekari kjarnorkuáætlanir Írana.

Rússar minnka tengsl við Hamas

Rússar ætla að draga úr samskiptum sínum við Hamas samtökin til þess að sýna Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna stuðning. Þetta var tilkynnt eftir fund Abbas með Vladimir Putin, sem fullvissaði forsetann um að Rússar styddu hann sem réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna.

Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur

Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa.

Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð.

Fylgst með stærð áfengra drykkja á Skotlandi

Opinberir eftirlitsmenn fylgjast nú með stærð drykkja á veitingahúsum og hótelum á Skotlandi. Tveggja vikna átak stendur nú yfir til að tryggja að skammtastærðir séu réttar, en brögð hafa verið að því að vertar snuði viðskiptavini sína. Í sambærilegri könnun á síðasta ári mældu eftirlitsmennirnir 343 drykki, og reyndist tæpur helmingur þeirra of lítill.

Geymdi lík fjögurra fyrirbura á heimili sínu

Líkamsleifar fjögurra fyrirbura fundust í plastpokum á heimili 37 ára gamallar konu í Maryland fylki í Bandaríkjunum í gær. Konan var flutt á spítala með miklar blæðingar og krampa, og komust læknar að því að hún hefði verið ófrísk. Því var leitað á heimili hennar. Þar fannst lík nýjasta barnsins vafið í teppi. Tvö önnur fundust svo í plastpoka í kistli í svefnherbergi konunnar. Stuttu seinna fannst það fjórða í húsbíl hennar. Öll barnanna voru fyrirburar, en ekki er vitað hvernig þau létust. Fyrir á konan fjögur önnur börn á unglingsaldri.

Farsímar notaðir til að lýsa skurðaðgerð

Skurðlæknar í Argentínu notuðu ljós frá farsímaskjám til að lýsa skurðstofu, þegar þeir þurftu að fjarlægja botnlanga sjúklings í rafmagnsleysi á laugardaginn.Hinn 29 ára Leonadro Molina lá á skurðarborðinu þegar rafmagnið fór af Policlinico spítalanum í Villa Mercedes. Ættingi mannsins safnaði saman farsímum nærstaddra notaði þá til að lýsa skurðarborðið. Rafmagnið komst á klukkutíma síðar, og var deyfingin þá að hverfa úr líkama mannsins.

Danir kalla hermenn sína heim frá Írak

Danski herinn mun kalla hermenn sína heim frá Írak á morgun og þar með lýkur þátttöku Dana í hernaðaraðgerðum þar í landi. Breskur her mun taka yfir það svæði sem Danirnir hafa haft umsjón með. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum tv2.dk.

Vopnum smyglað á Gaza-svæðið í gegnum göng

Egypski herinn fann um helgina nokkur hundruð metra löng göng í bænum Rafah í Egyptalandi sem talið er að hafi verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza-ströndina. Inngangurinn að göngunum var falinn inni í svefnherbergisskáp.

Deilt um vegaframkvæmdir í Póllandi

Innan Evrópusambandsins er íhugað að leggja lögbann við vegaframkvæmdir í Póllandi sem ógnað gætu friðuðu lífríki. Vegurinn sem á að tengja borgirnar Varsjá og Helsingi liggur í gegnum Rospuda-dalinn - mólendi þar sem fágætar plöntur og dýr þrífast.

Mynbandsupptaka af suður-kóreskum gíslum birt

Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag myndbandsupptöku af nokkrum suður-kóreskum gíslum sem eru í haldi talibanskra mannræningja. Myndirnar sýna að minnsta kosti sjö af þeim konum sem rænt var fyrir 11 dögum og hermenn í bakgrunni. Al Jazeera sjónvarpsstöðin segir myndbandið ekki tekið upp í Afghanistan.

Myspace heimasíða tileinkuð látnum

Á MyDeathspace.com hefur verið útbúin heimasíða sem minnir um margt á kirkjugarð. Þar er að finna tengingu inn á 2500 Myspace-síður látinna einstaklinga og hefur síðunni verið líkt við minningargreinar dagblaða. Þar fást upplýsingar um einstaklingana sem oftast hafa látið lífið fyrir aldur fram. Sagt er frá nafni, aldri sem og dánarorsök.

Íranar beittir þrýstingi

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands og George Bush forseti Bandaríkjanna telja mikilvægt að beita Írana þrýstingi til að koma í veg fyrir frekari kjarnorkuáætlanir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra í Camp Davíd í Bandaríkjunum í dag.

Bergman leikstýrði yfir sextíu kvikmyndum

Sænski kvikmyndaleiksstjórinn Ingmar Bergman lést í morgun á heimili sínu í Faro í Svíþjóð, 89 að aldri. Bergman leikstýrði yfir sextíu kvikmyndum yfir ævina og hlaut óskarsverðlaunin fyrir þrjár myndir.

Elsti gerviútlimur í heimi

Gervitá sem fannst á fæti egypskrar múmíu gæti hafa verið fyrsti nothæfi gerviútlimur í heimi. Fornleifafræðingar geta sér til að táin hafi verið smíðuð milli 1069 til 664 fyrir Krist. Ef satt reynist er táin nokkrum öldum eldri en rómanskur bronsfótur sem áður var talinn elsti gerviútlimur heims.

Marta Lovísa í veikindafrí

Norska prinsessan Marta Lovísa hefur tekið sér tveggja vikna veikindafrí. Ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hana. Prinsessan er 35 ára gömul og á tvö börn með eiginmanni sínum Ara Behn. Hún vakti heimsathygli í síðustu viku þegar hún upplýsti að hún gæti talað við dýr og engla.

Aulagangur CIA

Þekktur bandarískur blaðamaður við New York Times hefur skrifað bók um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, og fer háðuglegum orðum um ódugnað hennar. Tim Weiner segir að stofnunin sé svo léleg að hún sé ógn við öryggi Bandaríkjanna. Hann nefnir mörg dæmi.

Brown og Bush hyggja á nánara samstarf

Bein útsending var á Vísi frá fyrsta fréttamannafundi Gordons Browns og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag. Brown er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Bandaríkjunum. Hægt er að horfa á hann hér á Vísi með því að smella á „Spila“ hnappinn.

Fellibylir tvöfalt fleiri nú en árið 1900

Tíðni fellibylja við Atlandshafið er tvöfalt hærri nú en við upphaf síðustu aldar. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem birtist í breska tímaritinu Philosophical Transactions. Grandskoðaðir voru fellibylir við Atlandshafið allt frá aldarmótum 1900 og hvernig þeim hefur fjölgað frá ári til árs til dagsins í dag.

Bandaríkin semja um hernaðaraðstoð við ríki í Mið-Austurlöndum

Bandaríkin skýrðu í dag frá því að þau ætli sér að semja um 13 milljarða dollara heraðstoð við Egypta og 30 milljarða dollara varnarsamning við Ísrael. Þá ætla þeir sér einnig að semja um styrki í hermálum við Sádi-Arabíu og fleiri ríki við Persaflóann.

Suðaustur-Asíuríki setja á fót mannréttindastofnun

Utanríkisráðherrar Suðaustur-Asíuríkja fögnuðu sögulegum áfanga í dag þegar þeir náðu samkomulagi um að setja á fót mannréttindastofnun fyrir svæðið. Gagnrýnendur segja þó að þeir hafi ekki verið nógu harðorðir í garð herstjórnarinnar í Myanmar, áður Búrma.

Rússar styðja Abbas sem forseta allra Palestínumanna

Rússar viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta allra Palestínumanna og segjast munu styðja hann eftir megni í því að sameina palestinsku þjóðina og semja frið við Ísrael. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands lýsti þessu yfir við komu Abbas til Moskvu, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn.

Sett á geðsjúkrahús gegn vilja sínum

Einn af meðlimum stjórnarandstöðusamtakanna í Rússlandi, sem leidd eru af Garry Kasparpov, heimsmeistara í skák, var í dag settur á geðsjúkrahús gegn vilja sínum.

Utanríkisráðherrar Arabaríkja funda í Kaíró

Utanríkisráðherrar nokkurra arabaríkja munu hittast á fundi í Kaíró í Egyptalandi í dag til að bregðast við tillögum George Bush Bandaríkjaforseta um að alþjóðlegur friðarfundur verði haldinn seinna á þessu ári, um ástandið í Miðausturlöndum.

Sýndarveruleikinn færist nær

Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum.

Talibanar framlengja lokafrest til hálftólf í dag

Talibanar sem hafa 22 Suður-Kóreumenn í haldi hafa framlengt lokafrest sinn til klukkan hálftólf í dag. Fresturinn sem þeir gáfu upphaflega rann út í morgun og ekki var vitað hvort að gíslarnir væru enn á lífi. Talsmaður talibana staðfesti þó í dag að þeir væru enn á lífi.

Sjá næstu 50 fréttir