Fleiri fréttir Neita að hafa aðstoðað dauðafanga við flótta Meðlimir þýskra samtaka sem berjast gegn dauðarefsingu, neita alfarið að hafa aðstoðað Charles Victor Thompson við að sleppa úr Houston fangelsi í Texas í síðustu viku. Thompson beið aftöku fyrir morð sem hann framdi árið 1998. 7.11.2005 22:31 15 handteknir vegna gruns um að vera skipuleggja hryðjuverkaárás 15 manns voru handteknir í Sydney og Melbourne í Ástralíu í dag, en talið er að fólkið hafi verið að skipuleggja stórfellda hryðjuverkaárás og þá hugsanlega í Ástralíu. 7.11.2005 21:57 Mannskæðasti hvirfilbylur í Bandaríkjunum hingað til Nú er ljóst að 23 manns fórust og meira en 200 manns særðust vegna hvirfilbylsins sem fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og norðurhluta Kentuckyfylkis í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags. Fjöldi heimilla eru rústir einar en íbúar í hjólhýsagörðum urðu hvað verst úti. 7.11.2005 21:37 Ríkisstjórnin veitir leyfi til að setja útgöngubann í Frakklandi Ætlunin er að gefa sveitastjórnum í Frakklandi, leyfi til að setja á útgöngubann á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti vegna óeirðanna sem hafa geysað síðastliðin 11 kvöld. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta í dag. 7.11.2005 20:32 Inflúensufaraldur gæti kostað yfir 33 þúsund milljarða Mannskæður heimsfaraldur inflúensu gæti kostað ríkustu þjóðir heims allt að 550 milljarða dollara, yfir 33 þúsund milljarða króna, að mati sérfræðinga Alþjóðabankans. Sérfræðingar funda nú í Genf í Sviss til að undirbúa varnir gegn inflúensufaraldri sem óttast er að verði skæður, til dæmis ef fuglaflensa stökkbreytist og berst í mannfólk. 7.11.2005 19:33 Franskir fjölmiðlar gagnrýna stjórnvöld Franskir fjölmiðlar eru sammála um að engar töfralausnir séu í boði vegna óeirðanna sem hafa geisað í Frakklandi síðustu 11 kvöld. Franskir fjölmiðlar segja stjórnmálamenn hafa brugðist fólki í úthverfunum síðastliðna fjóra áratugi. 7.11.2005 19:32 Segir að pyntingar viðgangist ekki Bandaríkjaforseti neitar því að pyntingar séu meðal úrræða sem gripið sé til í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Hann segir hins vegar að Bandaríkin geri allt sem hægt sé til að klekkja á þeim sem vilji þeim illt. 7.11.2005 19:23 Sprengjuárás fyrir utan lögregluvarðstöð Níu manns fórust og tíu manns særðust þegar bílasprengja sprakk í suðurhluta Bagdad í dag. Sprengjan sprakk nálægt lögregluvarðstöð en sex þeirra sem fórust voru lögreglumenn. 7.11.2005 18:14 Fyrrum forseti Perú handtekinn í dag Stjórnvöld í Chile handtóku í dag fyrrverandi forseta Perú, Alberto Fujimori, en hann hefur verið eftirlýstur fyrir spillingu og mannréttindabrot síðan hann flúði Perú árið 2000. Fujimori var handtekinn á hóteli í Santiago í Chile en hann hefur dvalist í Japan sem flóttamaður frá árinu 2000. 7.11.2005 18:06 Fuglaflensa geti kostað iðnríkin 33 þúsund milljarða Alþjóðabankinn segir að fuglaflensa gæti kostað hinar iðnvæddu þjóðir heims allt að 550 milljarða dollara, jafnvirði 33 þúsund milljarða íslenskra króna, ef hún yrði að faraldri og færi að berast á milli manna. 7.11.2005 14:45 Segir kosningar ekki hafa staðist alþjóðlegar kröfur Kosningarnar í Aserbaídjan stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um lýðræðislegar kosningar þótt nokkrur framþróun hafi orðið frá síðustu kosningum. Þetta segir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en fulltrúar hennar fylgdust með kosningunum sem fram fóru um helgina. 7.11.2005 14:12 Maður látinn vegna óeirðanna í París Maður sem barinn var í óeirðum í úthverfi Parísar á föstudaginn var, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Frakklands. Maðurinn hafði legið í dái alla helgina, en hann er sá fyrsti sem deyr í óeirðunum sem staðið hafa yfir 11 kvöld í röð. 7.11.2005 13:45 Íranar rétta fram sáttahönd Evrópusambandið fer nú yfir nýjar tillögur Írana um að hefja aftur viðræður vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Viðræður hafa legið niðri frá því í ágúst en þá höfnuðu Íranar tilboði ESB um ýmiss konar aðstoð á sviði efnahagsmála og stjórnmála gegn því að þeir legðu kjarnorkuáætlun sín á hilluna. 7.11.2005 13:15 Hraðbankar peningalausir í Svíþjóð vegna verkfalls Öryggisverðir í Svíþjóð eru enn í verkfalli eftir gróft rán á peningaflutningabíl Securitas norður af Gautaborg á fimmtudaginn. Flestir hraðbankar eru nú peningalausir og verslanir sitja uppi með mikið magn fjár. 7.11.2005 13:00 Fujimori handtekinn í Chile Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, var handtekinn í morgun skömmu eftir að hann kom í óvænta heimsókn til Chile. Fujimori er eftirlýstur í heimalandi sínu vegna meintrar spillingar og mannréttindabrota í valdatíð sinni á árunum 1990 til 2000 en hann hefur undanfarin fimm ár verið í útlegð í Japan. 7.11.2005 12:45 Hátt í 400 handteknir í óeirðum í Frakklandi Rúmlega 1400 bifreiðar voru brenndar og hátt í 400 manns voru handteknir í óeirðum í Frakklandi - elleftu nóttina í röð. Lögregla hefur átt í vök að verjast enda hefur hún bæði verið grýtt og skotið á hana. 7.11.2005 12:15 Mistókst að ráða héraðsstjóra af dögum Sjálfsmorðsárásarmaður særðist þegar hann reyndi að sprengja sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan skriftstofu héraðsstjórans í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásin var gerð skömmu fyrir fund leiðtoga í héraðinu en enginn annar en árásarmaðurin særðist. 7.11.2005 11:45 Ásakanir um kosningasvindl í Aserbaídjan Flokkur Ilhams Alievs, forseta Aserbaídjan, fór með sigur í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að kosningasvindl hafi átt sér stað og stefnir á götumómæli vegna kosninganna. 7.11.2005 11:30 Hátt olíuverð dró úr hrefnuveiðum við Noreg Norskir hrefnuveiðimenn veiddu ekki nema 639 af þeim 796 dýrum, sem heimilt var að veiða í ár, en vertíðinni er lokið. Það þýðir að 157 dýr eru óveidd í ár. Reuters-fréttastofan hefur það eftir norskum hvalveiðimönnum að hátt olíuferð hafi dregið úr sókninni og svo hafi verið þrálát bræla, en skytturnar eiga erfitt með að finna hrefnur í öldugangi. 7.11.2005 11:15 Dóu af völdum görótts drykkjar Um þrjátíu manns hafa látist og fjöldi manna er á sjúkrahúsi vegna áfengiseitrunar í borginni Magadan í austurhluta Rússlands. Lögreglumenn þar í landi hafa handtekið fjórar konur sem grunaðar eru um að hafa framleitt og selt heimagert áfengi en hald hefur verið lagt á á 1.200 lítra af drykknum. 7.11.2005 11:00 Beittu táragasi þegar landamæri voru opnuð Pakistanskir lögreglumenn þurftu að beita táragasi til að dreifa hundruðum íbúa í Kasmír sem reyndu að komast yfir landamæri Indlands og Pakistans þegar þau voru opnuð í morgun vegna jarðskjálftans sem skók svæðið fyrir tæpum mánuði. 7.11.2005 10:30 Sautján látnir eftir hvirfilbyl í Indiana Að minnsta kosti 17 manns fórust í öflugum hvirfilbyl í Suðvestur-Indiana í Bandaríkjunum um helgina. Þá er talið að um 160 manns séu slasaðir en skýstrokkur eyddi hjólhýsabyggð í Evansville þar í landi. Fjöldi fólks missti heimili sín í hvirfilbylnum og er talið að yfir 20 þúsund heimili séu rafmagnslaus. 7.11.2005 10:01 30 lögreglumenn særðust í óeirðum í Frakklandi Þrjátíu lögreglumenn særðust, þar af tveir alvarlega, í óeirðum í Grigny suður af París í gærkvöld og nótt. Uppþot héldu áfram víða um Frakkland ellefta daginn í röð. 7.11.2005 09:56 Þingkosningar í Aserbædjan taldar breyta litlu Íbúar Aserbædjans gengu til þingkosninga í dag. Ekki er talið að þær muni breyta miklu í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi þar sem starfsemi stjórnarandstöðuflokka er ekki vel liðin og olíugróðinn virðist seint ætla að skila sér til almennings. 6.11.2005 20:41 Parísarbúar eru áhyggjufullir vegna óeirðanna Íbúar Parísar hafa verulegar áhyggjur af ástandinu, enda tjónið mikið og fólk orðið hrætt við að vera á ferli í ákveðnum hverfum. Eyðileggingin er gríðarleg, eftir tíu kvöld og nætur af stöðugum óeirðum, skemmdarverkum, brunum og jafnvel líkamsárásum. 6.11.2005 20:00 Hrikalegt ástand í Frakklandi Þrettán hundruð bílar til viðbótar fuðruðu upp í nótt víðs vegar um Frakkland, tíunda óeirðadaginn í röð. Ekkert virðist geta stöðvað brennuvargana, sem nú eru farnir að færa sig inn í miðborg Parísar. Sara M. Kolka býr í París og er stödd í Aulney-sous-Bois, einu þeirra hverfa sem hvað verst hafa orðið úti. 6.11.2005 19:56 Gríðarleg eyðilegging af völdum hvirfilbylsins Nú er ljóst að 17 manns fórust og um rúmlega hundruð manns eru slasaðir eftir að öflugur hverfilbylur fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og hluta Kentucky fylkis í Bandaríkjunum í nótt. 6.11.2005 18:33 Kúrdísk sjónvarpsstöð í rannsókn lögreglu í Danmörku Danska lögreglan rannsakar nú sjónvarpsstöðina ROJ TV sem er með útsendingar í Danmörku en tyrknesk stjórnvöld vilja meina að sjónvarpsstöðin sé hliðholl Kúrdum og ali á hatri gagnvart tyrkenskum stjórnvöldum 6.11.2005 18:03 Norski krónprinsinn í opinberi heimsókn í Danmörku Hákon krónprins er nú í opinberi heimsókn í Danmörku í tilefni þess að Noregur fagnar um þessar mundir 100 ára afmæli sínu sem sjálfstætt ríki. 6.11.2005 17:29 Flugeldur sprakk nærri áhorfendum á flugeldasýningu Sjö börn og fjórir fullorðnir voru fluttir á spítala til aðhlynningar vegna brunasára sem þau hlutu þegar flugeldur sprakk nærri þeim á flugeldasýningu í skemmtigarði á Englandi í gærkvöldi. 6.11.2005 17:08 Kosningar í Aserbædjan í dag Íbúar Aserbædjan ganga til þingkosninga í dag. Ekki er reiknað með neinum breytingum, enda er stjórnarandstöðunni ekki leyft að starfa nema að afar takmörkuðu leyti. Kosningastjóra stærstu stjórnarandstöðuhreyfingarinnar var þó sleppt úr fangelsi í dag. 6.11.2005 15:18 Kínverjar lóga fiðurfénaði Öllum fiðurfénaði í norðausturhluta Kína verður lógað fyrir mánudag til að hindra útbreiðslu fuglaflensu. Sautján hundruð embættismenn hafa verið sendir á staðinn með her- og lögregluvernd, til að lóga fuglunum, en þeir eru allt að ein milljón talsins. 6.11.2005 15:16 Sprengja sprakk í Mógadishu Þrír létust og minnst tuttugu særðust þegar öflug sprengja sprakk í Mógadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Allt útlit er fyrir að um árás hafi verið að ræða og að ætlunin hafi verið að ráða forsætisráðherrann Mohammad Al Gedi af dögum. 6.11.2005 15:09 Engin fríverslunarsamningur Tveggja daga leiðtogafundi Ameríkuríkja lauk í gær án nokkurs samkomulags um fríverslun milli álfanna. Andstaða fimm ríkja undir forystu Hugos Chavez, forseta Venesúela réði þar úrslitum. 6.11.2005 15:00 Gríðarleg eyðilegging vegna hvirfilbyls í Indiana og Kentucky 11 manns fórust og yfir hundrað manns slösuðust í miklum hverfilbyl sem fór yfir suðurhluta Indiana fylki og hluta Kentucky fylkis í Bandaríkjunum í nótt. 6.11.2005 14:52 Versta nóttin hingað til Ekkert lát er á óeirðunum í Frakklandi. Þrettán hundruð bílar voru brenndir og kveikt var í skólum, verslunum, lögreglustöðvum og pósthúsum í nótt. Þetta er versta nótt óeirðanna til þessa, hin tíunda í röð. 6.11.2005 14:00 Sjóræningjar á ferð við Sómalíu Sjóræningjar réðust á skemmtiferðaskip undan ströndum Sómalíu í gær, en því tókst að komast undan áður en þeir komust um borð. 6.11.2005 13:31 Óeirðirnar versna enn Þrettán hundruð bílar voru brenndir og kveikt var í skólum og pósthúsi í Frakklandi í gærkvöldi. Þetta er versta kvöld óeirðanna til þessa, hið tíunda í röð, en lögregla handtók á fjórða hundrað brennuvarga. 6.11.2005 10:45 Breskir veiðimenn halda í hefðirnar Þótt refaveiðar með hundum hafi verið bannaðar í Bretlandi héldu þúsundir veiðimanna í hefðina og riðu um héruð með hundunum sínum í dag, sem hefði verið fyrsti dagur veiðitímabilsins. 5.11.2005 22:03 Áframhald á óeirðum Úthverfi Parísar standa í ljósum logum kvöld eftir kvöld. Bara í gærkvöldi brunnu níu hundruð bílar, auk þess sem kveikt var í verslunum, skólum, barnaheimilum og eiginlega hverju því sem á vegi reiðra mótmælenda varð. 5.11.2005 20:58 Veggur féll við Hringleikahúsið í Róm Hluti veggs brotnaði niður við Hringleikahúsið í Róm á Ítalíu í morgun. Mikið mildi þykir að enginn hafi slasast en Hringleikahúsið er einn vinsælasti ferðamannastaður Rómaborgar. 5.11.2005 19:34 Írakskur stjórnmálamaður í lífshættu Hátt settur stjórnmálamaður úr röðum Súnníta slasaðist alvarlega í dag, þegar vopnaðir menn réðust að bifreið hans og hófu skothríð. Maðurinn varð fyrir fimm skotum í handleggi og brjóstkassann og er enn í lífshættu. 5.11.2005 17:45 Telja sig hafa fundið jarðneskar leifar Copernicusar Pólskir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið jarðneskar leifar Nikulásar Copernicus, sem gerði byltingarkenndar uppgötvanir á sviði stjörnufræða á 16. öld. 5.11.2005 17:40 Crusader í farbanni Fraktskipið Crusader hefur verið úrskurðað í farbann frá Noregi á meðan á rannsókn á kókaínsmygli stendur yfir. Talið er að rannsóknin muni taka nokkra daga. 5.11.2005 17:30 Neyðarfundur vegna óeirða Níu ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands héldu í dag neyðarfund, vegna óeirðanna sem hafa geysað í París undanfarna níu daga. Eftir fundinn sögðu ráðherrarnir að breunnuvörgum og óróaseggjum yrði refsað harkalega. 5.11.2005 17:17 Sjá næstu 50 fréttir
Neita að hafa aðstoðað dauðafanga við flótta Meðlimir þýskra samtaka sem berjast gegn dauðarefsingu, neita alfarið að hafa aðstoðað Charles Victor Thompson við að sleppa úr Houston fangelsi í Texas í síðustu viku. Thompson beið aftöku fyrir morð sem hann framdi árið 1998. 7.11.2005 22:31
15 handteknir vegna gruns um að vera skipuleggja hryðjuverkaárás 15 manns voru handteknir í Sydney og Melbourne í Ástralíu í dag, en talið er að fólkið hafi verið að skipuleggja stórfellda hryðjuverkaárás og þá hugsanlega í Ástralíu. 7.11.2005 21:57
Mannskæðasti hvirfilbylur í Bandaríkjunum hingað til Nú er ljóst að 23 manns fórust og meira en 200 manns særðust vegna hvirfilbylsins sem fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og norðurhluta Kentuckyfylkis í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags. Fjöldi heimilla eru rústir einar en íbúar í hjólhýsagörðum urðu hvað verst úti. 7.11.2005 21:37
Ríkisstjórnin veitir leyfi til að setja útgöngubann í Frakklandi Ætlunin er að gefa sveitastjórnum í Frakklandi, leyfi til að setja á útgöngubann á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti vegna óeirðanna sem hafa geysað síðastliðin 11 kvöld. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta í dag. 7.11.2005 20:32
Inflúensufaraldur gæti kostað yfir 33 þúsund milljarða Mannskæður heimsfaraldur inflúensu gæti kostað ríkustu þjóðir heims allt að 550 milljarða dollara, yfir 33 þúsund milljarða króna, að mati sérfræðinga Alþjóðabankans. Sérfræðingar funda nú í Genf í Sviss til að undirbúa varnir gegn inflúensufaraldri sem óttast er að verði skæður, til dæmis ef fuglaflensa stökkbreytist og berst í mannfólk. 7.11.2005 19:33
Franskir fjölmiðlar gagnrýna stjórnvöld Franskir fjölmiðlar eru sammála um að engar töfralausnir séu í boði vegna óeirðanna sem hafa geisað í Frakklandi síðustu 11 kvöld. Franskir fjölmiðlar segja stjórnmálamenn hafa brugðist fólki í úthverfunum síðastliðna fjóra áratugi. 7.11.2005 19:32
Segir að pyntingar viðgangist ekki Bandaríkjaforseti neitar því að pyntingar séu meðal úrræða sem gripið sé til í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Hann segir hins vegar að Bandaríkin geri allt sem hægt sé til að klekkja á þeim sem vilji þeim illt. 7.11.2005 19:23
Sprengjuárás fyrir utan lögregluvarðstöð Níu manns fórust og tíu manns særðust þegar bílasprengja sprakk í suðurhluta Bagdad í dag. Sprengjan sprakk nálægt lögregluvarðstöð en sex þeirra sem fórust voru lögreglumenn. 7.11.2005 18:14
Fyrrum forseti Perú handtekinn í dag Stjórnvöld í Chile handtóku í dag fyrrverandi forseta Perú, Alberto Fujimori, en hann hefur verið eftirlýstur fyrir spillingu og mannréttindabrot síðan hann flúði Perú árið 2000. Fujimori var handtekinn á hóteli í Santiago í Chile en hann hefur dvalist í Japan sem flóttamaður frá árinu 2000. 7.11.2005 18:06
Fuglaflensa geti kostað iðnríkin 33 þúsund milljarða Alþjóðabankinn segir að fuglaflensa gæti kostað hinar iðnvæddu þjóðir heims allt að 550 milljarða dollara, jafnvirði 33 þúsund milljarða íslenskra króna, ef hún yrði að faraldri og færi að berast á milli manna. 7.11.2005 14:45
Segir kosningar ekki hafa staðist alþjóðlegar kröfur Kosningarnar í Aserbaídjan stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um lýðræðislegar kosningar þótt nokkrur framþróun hafi orðið frá síðustu kosningum. Þetta segir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en fulltrúar hennar fylgdust með kosningunum sem fram fóru um helgina. 7.11.2005 14:12
Maður látinn vegna óeirðanna í París Maður sem barinn var í óeirðum í úthverfi Parísar á föstudaginn var, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Frakklands. Maðurinn hafði legið í dái alla helgina, en hann er sá fyrsti sem deyr í óeirðunum sem staðið hafa yfir 11 kvöld í röð. 7.11.2005 13:45
Íranar rétta fram sáttahönd Evrópusambandið fer nú yfir nýjar tillögur Írana um að hefja aftur viðræður vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Viðræður hafa legið niðri frá því í ágúst en þá höfnuðu Íranar tilboði ESB um ýmiss konar aðstoð á sviði efnahagsmála og stjórnmála gegn því að þeir legðu kjarnorkuáætlun sín á hilluna. 7.11.2005 13:15
Hraðbankar peningalausir í Svíþjóð vegna verkfalls Öryggisverðir í Svíþjóð eru enn í verkfalli eftir gróft rán á peningaflutningabíl Securitas norður af Gautaborg á fimmtudaginn. Flestir hraðbankar eru nú peningalausir og verslanir sitja uppi með mikið magn fjár. 7.11.2005 13:00
Fujimori handtekinn í Chile Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, var handtekinn í morgun skömmu eftir að hann kom í óvænta heimsókn til Chile. Fujimori er eftirlýstur í heimalandi sínu vegna meintrar spillingar og mannréttindabrota í valdatíð sinni á árunum 1990 til 2000 en hann hefur undanfarin fimm ár verið í útlegð í Japan. 7.11.2005 12:45
Hátt í 400 handteknir í óeirðum í Frakklandi Rúmlega 1400 bifreiðar voru brenndar og hátt í 400 manns voru handteknir í óeirðum í Frakklandi - elleftu nóttina í röð. Lögregla hefur átt í vök að verjast enda hefur hún bæði verið grýtt og skotið á hana. 7.11.2005 12:15
Mistókst að ráða héraðsstjóra af dögum Sjálfsmorðsárásarmaður særðist þegar hann reyndi að sprengja sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan skriftstofu héraðsstjórans í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásin var gerð skömmu fyrir fund leiðtoga í héraðinu en enginn annar en árásarmaðurin særðist. 7.11.2005 11:45
Ásakanir um kosningasvindl í Aserbaídjan Flokkur Ilhams Alievs, forseta Aserbaídjan, fór með sigur í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að kosningasvindl hafi átt sér stað og stefnir á götumómæli vegna kosninganna. 7.11.2005 11:30
Hátt olíuverð dró úr hrefnuveiðum við Noreg Norskir hrefnuveiðimenn veiddu ekki nema 639 af þeim 796 dýrum, sem heimilt var að veiða í ár, en vertíðinni er lokið. Það þýðir að 157 dýr eru óveidd í ár. Reuters-fréttastofan hefur það eftir norskum hvalveiðimönnum að hátt olíuferð hafi dregið úr sókninni og svo hafi verið þrálát bræla, en skytturnar eiga erfitt með að finna hrefnur í öldugangi. 7.11.2005 11:15
Dóu af völdum görótts drykkjar Um þrjátíu manns hafa látist og fjöldi manna er á sjúkrahúsi vegna áfengiseitrunar í borginni Magadan í austurhluta Rússlands. Lögreglumenn þar í landi hafa handtekið fjórar konur sem grunaðar eru um að hafa framleitt og selt heimagert áfengi en hald hefur verið lagt á á 1.200 lítra af drykknum. 7.11.2005 11:00
Beittu táragasi þegar landamæri voru opnuð Pakistanskir lögreglumenn þurftu að beita táragasi til að dreifa hundruðum íbúa í Kasmír sem reyndu að komast yfir landamæri Indlands og Pakistans þegar þau voru opnuð í morgun vegna jarðskjálftans sem skók svæðið fyrir tæpum mánuði. 7.11.2005 10:30
Sautján látnir eftir hvirfilbyl í Indiana Að minnsta kosti 17 manns fórust í öflugum hvirfilbyl í Suðvestur-Indiana í Bandaríkjunum um helgina. Þá er talið að um 160 manns séu slasaðir en skýstrokkur eyddi hjólhýsabyggð í Evansville þar í landi. Fjöldi fólks missti heimili sín í hvirfilbylnum og er talið að yfir 20 þúsund heimili séu rafmagnslaus. 7.11.2005 10:01
30 lögreglumenn særðust í óeirðum í Frakklandi Þrjátíu lögreglumenn særðust, þar af tveir alvarlega, í óeirðum í Grigny suður af París í gærkvöld og nótt. Uppþot héldu áfram víða um Frakkland ellefta daginn í röð. 7.11.2005 09:56
Þingkosningar í Aserbædjan taldar breyta litlu Íbúar Aserbædjans gengu til þingkosninga í dag. Ekki er talið að þær muni breyta miklu í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi þar sem starfsemi stjórnarandstöðuflokka er ekki vel liðin og olíugróðinn virðist seint ætla að skila sér til almennings. 6.11.2005 20:41
Parísarbúar eru áhyggjufullir vegna óeirðanna Íbúar Parísar hafa verulegar áhyggjur af ástandinu, enda tjónið mikið og fólk orðið hrætt við að vera á ferli í ákveðnum hverfum. Eyðileggingin er gríðarleg, eftir tíu kvöld og nætur af stöðugum óeirðum, skemmdarverkum, brunum og jafnvel líkamsárásum. 6.11.2005 20:00
Hrikalegt ástand í Frakklandi Þrettán hundruð bílar til viðbótar fuðruðu upp í nótt víðs vegar um Frakkland, tíunda óeirðadaginn í röð. Ekkert virðist geta stöðvað brennuvargana, sem nú eru farnir að færa sig inn í miðborg Parísar. Sara M. Kolka býr í París og er stödd í Aulney-sous-Bois, einu þeirra hverfa sem hvað verst hafa orðið úti. 6.11.2005 19:56
Gríðarleg eyðilegging af völdum hvirfilbylsins Nú er ljóst að 17 manns fórust og um rúmlega hundruð manns eru slasaðir eftir að öflugur hverfilbylur fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og hluta Kentucky fylkis í Bandaríkjunum í nótt. 6.11.2005 18:33
Kúrdísk sjónvarpsstöð í rannsókn lögreglu í Danmörku Danska lögreglan rannsakar nú sjónvarpsstöðina ROJ TV sem er með útsendingar í Danmörku en tyrknesk stjórnvöld vilja meina að sjónvarpsstöðin sé hliðholl Kúrdum og ali á hatri gagnvart tyrkenskum stjórnvöldum 6.11.2005 18:03
Norski krónprinsinn í opinberi heimsókn í Danmörku Hákon krónprins er nú í opinberi heimsókn í Danmörku í tilefni þess að Noregur fagnar um þessar mundir 100 ára afmæli sínu sem sjálfstætt ríki. 6.11.2005 17:29
Flugeldur sprakk nærri áhorfendum á flugeldasýningu Sjö börn og fjórir fullorðnir voru fluttir á spítala til aðhlynningar vegna brunasára sem þau hlutu þegar flugeldur sprakk nærri þeim á flugeldasýningu í skemmtigarði á Englandi í gærkvöldi. 6.11.2005 17:08
Kosningar í Aserbædjan í dag Íbúar Aserbædjan ganga til þingkosninga í dag. Ekki er reiknað með neinum breytingum, enda er stjórnarandstöðunni ekki leyft að starfa nema að afar takmörkuðu leyti. Kosningastjóra stærstu stjórnarandstöðuhreyfingarinnar var þó sleppt úr fangelsi í dag. 6.11.2005 15:18
Kínverjar lóga fiðurfénaði Öllum fiðurfénaði í norðausturhluta Kína verður lógað fyrir mánudag til að hindra útbreiðslu fuglaflensu. Sautján hundruð embættismenn hafa verið sendir á staðinn með her- og lögregluvernd, til að lóga fuglunum, en þeir eru allt að ein milljón talsins. 6.11.2005 15:16
Sprengja sprakk í Mógadishu Þrír létust og minnst tuttugu særðust þegar öflug sprengja sprakk í Mógadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Allt útlit er fyrir að um árás hafi verið að ræða og að ætlunin hafi verið að ráða forsætisráðherrann Mohammad Al Gedi af dögum. 6.11.2005 15:09
Engin fríverslunarsamningur Tveggja daga leiðtogafundi Ameríkuríkja lauk í gær án nokkurs samkomulags um fríverslun milli álfanna. Andstaða fimm ríkja undir forystu Hugos Chavez, forseta Venesúela réði þar úrslitum. 6.11.2005 15:00
Gríðarleg eyðilegging vegna hvirfilbyls í Indiana og Kentucky 11 manns fórust og yfir hundrað manns slösuðust í miklum hverfilbyl sem fór yfir suðurhluta Indiana fylki og hluta Kentucky fylkis í Bandaríkjunum í nótt. 6.11.2005 14:52
Versta nóttin hingað til Ekkert lát er á óeirðunum í Frakklandi. Þrettán hundruð bílar voru brenndir og kveikt var í skólum, verslunum, lögreglustöðvum og pósthúsum í nótt. Þetta er versta nótt óeirðanna til þessa, hin tíunda í röð. 6.11.2005 14:00
Sjóræningjar á ferð við Sómalíu Sjóræningjar réðust á skemmtiferðaskip undan ströndum Sómalíu í gær, en því tókst að komast undan áður en þeir komust um borð. 6.11.2005 13:31
Óeirðirnar versna enn Þrettán hundruð bílar voru brenndir og kveikt var í skólum og pósthúsi í Frakklandi í gærkvöldi. Þetta er versta kvöld óeirðanna til þessa, hið tíunda í röð, en lögregla handtók á fjórða hundrað brennuvarga. 6.11.2005 10:45
Breskir veiðimenn halda í hefðirnar Þótt refaveiðar með hundum hafi verið bannaðar í Bretlandi héldu þúsundir veiðimanna í hefðina og riðu um héruð með hundunum sínum í dag, sem hefði verið fyrsti dagur veiðitímabilsins. 5.11.2005 22:03
Áframhald á óeirðum Úthverfi Parísar standa í ljósum logum kvöld eftir kvöld. Bara í gærkvöldi brunnu níu hundruð bílar, auk þess sem kveikt var í verslunum, skólum, barnaheimilum og eiginlega hverju því sem á vegi reiðra mótmælenda varð. 5.11.2005 20:58
Veggur féll við Hringleikahúsið í Róm Hluti veggs brotnaði niður við Hringleikahúsið í Róm á Ítalíu í morgun. Mikið mildi þykir að enginn hafi slasast en Hringleikahúsið er einn vinsælasti ferðamannastaður Rómaborgar. 5.11.2005 19:34
Írakskur stjórnmálamaður í lífshættu Hátt settur stjórnmálamaður úr röðum Súnníta slasaðist alvarlega í dag, þegar vopnaðir menn réðust að bifreið hans og hófu skothríð. Maðurinn varð fyrir fimm skotum í handleggi og brjóstkassann og er enn í lífshættu. 5.11.2005 17:45
Telja sig hafa fundið jarðneskar leifar Copernicusar Pólskir fornleifafræðingar telja sig hafa fundið jarðneskar leifar Nikulásar Copernicus, sem gerði byltingarkenndar uppgötvanir á sviði stjörnufræða á 16. öld. 5.11.2005 17:40
Crusader í farbanni Fraktskipið Crusader hefur verið úrskurðað í farbann frá Noregi á meðan á rannsókn á kókaínsmygli stendur yfir. Talið er að rannsóknin muni taka nokkra daga. 5.11.2005 17:30
Neyðarfundur vegna óeirða Níu ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands héldu í dag neyðarfund, vegna óeirðanna sem hafa geysað í París undanfarna níu daga. Eftir fundinn sögðu ráðherrarnir að breunnuvörgum og óróaseggjum yrði refsað harkalega. 5.11.2005 17:17