Erlent

Neyðarfundur vegna óeirða

Frá París
Frá París Mynd/AP
Níu ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands héldu í dag neyðarfund, vegna óeirðanna sem hafa geysað í París undanfarna níu daga. Eftir fundinn sögðu ráðherrarnir að brennuvörgum og óróaseggjum yrði refsað harkalega. Óeirðirnar héldu áfram í gærkvöldi og enginn virðist lengur ráða neitt við neitt. Kveikt var í níu hundruð bílum og einnig verslunum, skólum og barnaheimilum. Meira en tvö hundruð og fimmtíu manns voru handteknir vegna ólátanna. Óeirðirnar hafa nú breiðst út til fleiri borga og var tilkynnt um ólæti í Nice, Marseille, Dijon, Rennes og Toulouse.
 
 
 
 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×