Erlent

Kúrdísk sjónvarpsstöð í rannsókn lögreglu í Danmörku

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn Mynd/Pjetur
Danska lögreglan rannsakar nú sjónvarpsstöðina ROJ TV sem er með útsendingar í Danmörku en tyrknesk stjórnvöld vilja meina að sjónvarpsstöðin sé hliðholl Kúrdum og ali á hatri gagnvart tyrkenskum stjórnvöldum. Þá er talið að sjónvarpsstöðin hafi tengsl við tyrkneska verkamannaflokkinn PKK, sem hefur verið bannaður í Tyrklandi.

Sjónvarpsstöðin flytur fréttir og fræðslu fyrir Kúrda sem eru búsettir í Danmörku. Tyrkneski dómsmálaráðherrann, Cemil Cicek, gagnrýnir dönsk stjórnvöld fyrir að hafa ekki verið búin að banna sjónvarpsstöðina fyrir löngu. Sjónvarpsstöðinni hafa áður borist kvartanir frá tyrkneskum stjórnvöldum um efnistök í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar. Tyrkneskum stjórnvöldum hefur áður tekist að fá kúrdískum sjónvarpsstöðvum lokuðum í Evrópu, meðal annars í Þýskalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×